Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 48
föstudagur 1. ágúst 200848 Helgarblað DV Eftir að hafa setið nokkra merki- lega fyrirlestra hjá Þórarni Tyrfings- syni yfirlækni á Vogi þar sem hann ræddi meðal annars um starfsemi heilans í kjölfar fíkniefnanotkunar, ákvað leikstjórinn Gunnar Sigurðs- son að setja upp svokallaða skemmti- fræðslu fyrir grunnskólanema. Úr varð verkið Hvað ef? sem sýnt hefur verið undanfarin þrjú ár við mjög góðar undirtektirverið og tólf þúsund ungmenni á aldrinum þrett- án til sextán ára hafa séð. Í vetur verð- ur verkið svo sett upp fyrir ungmenni á Englandi en það er knattspyrnuliðið West Ham sem meðal annars styrkir Gunnar og leikhópinn til uppsetning- ar á verkinu þar í landi, auk þess sem leikmenn liðsins leggja sitt af mörk- um í verkinu. Eftir stórar áheyrnarprufur á Eng- landi hafa fimm ungir og efnilegir breskir leikarar verið valdir til að leika í bresku útgáfunni sem heitir á ensku What If? og er leikhópurinn nú stadd- ur á landinu við æfingar í Hafnafjarð- arleikhúsinu. Hollywood-leikari í frystihúsi „Ég fluttist til Englands í nám í Em- erson College árið 1994 en fór þaðan í nám við Bristol Old Vic leiklistar- skólann þar sem ég lærði leikstjórn. Síðastliðin tólf ár hef ég svo unnið við hitt og þetta tengt leiklistinni. Ég hef meðal annars leikstýrt ýmsum áhugaleikhópum um land allt, sett upp barnaleiksýningar, unnið við sjónvarpsmyndir og sett upp verk í Borgarleikhúsinu,“ segir Gunnar en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann flytur breskan leikhóp til landsins. „Árið 1997 tók ég breska útskriftar- nemendur úr Bristol hingað heim og við settum upp Northern Lights sem heitir Ísaðar gellur á íslensku. Verk- ið fjallaði um þrjár stúlkur frá Hull á Englandi sem komu til Íslands til að vinna í fiski á Súgandafirði. Þá fór ég með hópinn á Tálknafjörð þar sem þau æfðu leikritið og unnu í frystihúsi til að kynnast þessu frá fyrstu hendi.“ Með í þeim hópi var leikarinn Oded Fehr sem hefur getið sér gott orð í Hollywood og hefur meðal ann- ars leikið í kvikmyndinni Deuce Bigal- ow, Male Gigalow og The Mummy. Í stöðugri þróun „Síðastliðin þrjú ár hef ég verið að vinna að verkinu Hvað ef? sem við köllum skemmtifræðslu. Það er for- varnaverkefni sem við vildum ekki kalla forvarnir því okkur finnst það ekki gott orð svo við ákváðum að skýra það frekar skemmtifræðslu,“ segir Gunnar. Leikritið er um það bil klukkutíma langt og tekur á hinum ýmsu vanda- málum ungdómsins í dag. Meðal annars tóbaks- og fíkniefnanotkun, kynferðislegu ofbeldi og fleiru. „Ég er aðeins vinklaður inn í SÁÁ og þekki vel til þeirrar starfsemi. Mér fannst svo áhugaverðir fyrirlestrarnir hans Þórarins og fannst alveg tilval- ið að setja á svið það sem hann var að tala um. Ég kallaði þá saman Felix Bergsson, Guðmund Inga Þorvalds- son, Orra Hugin Ágústsson, Brynju Valdísi Gísladóttur, Valgeir Skagfjörð og Einar Má Guðmundsson rithöf- und. Við settumst saman í hring og unnum upp úr alls kyns hugmynd- um. Í seinni tíð hafa svo bæst í hóp- inn Skúli Gautason, Jóhann G. Jó- hannsson og Ester Jökulsdóttir. Við töluðum við unglinga, fórum í gegn- um meðferðarprógrömm og bjuggum til þessa skemmtifræðslu. Við höfum verið að þróa þetta allan þennan tíma og breytt og bætt eitt og annað. Þetta hefur gengið mjög vel og krakkarnir fílað sýninguna vel.“ Góð meðferðarúrræði á Íslandi Sjálfur segir Gunnar þekkja til fíkniefnaheims ungmenna frá fyrstu hendi. „Ég hef þurft að kljást við ýmislegt á þessum sviðum en sem betur fer er hér á Íslandi mjög gott fólk og góðar meðferðarstöðvar hjá SÁÁ og Götu- smiðjunni og fleiri stöðum. Þetta eru mjög góðir staðir og mjög hæft starfs- fólk bæði í barnaverndargeiranum og annars staðar sem nennir að vinna þessa vinnu. Mér finnst það svo æð- islegt sjálfum og er svo ánægður með að það sé til fólk sem nennir þessu því ég veit að þetta er ekki gert fyrir laun- in.“ Fræðsla án predikana Gunnar segir krakkana fá mikla fræðslu út úr verkinu án þess þó að verið sé að predika yfir þeim. „Við notum öll meðul leikhúss- ins til að fræða. Við lögðumst í mikla rannsóknarvinnu áður en við skrif- uðum verkið og töluðum meðal ann- ars við hátt í hundrað unglinga sem sögðu okkur hvernig fræðslu þeir myndu helst vilja sjá. Númer eitt sögðu þau skemmtið okkur, númer tvö fræðið okkur og síðast en ekki síst ekki skamma okkur,“ segir Gunnar en leikritið er klukkutíma langt og bygg- ir á tveimur sögum. „Önnur sagan fjallar um ung- an dreng sem endar í fangelsi vegna dópneyslu og hin fjallar um unga stúlku sem fremur sjálfsmorð. Allt sem við segjum í verkinu er satt og rétt nema einn brandari,“ segir Gunn- ar á léttu nótunum. „Við ætlum að halda áfram með þetta í vetur og það kom upp sú hug- mynd hjá okkur að fara með þetta víðar. Upphaflega var hugmyndin sú að fara með þetta til Svíþjóðar en sök- um tengsla við Bretland og þar sem ég lærði þar komst ég þar í samband við fólk sem hefur mikinn áhuga á verkinu. Í kjölfarið fórum við að leita okkur að fjármögnun og höfum með- al annars fengið styrk úr Menningar- sjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Við höfum fengið góðan stuðning það- an. Í beinu framhaldi af því fórum við í viðræður við knattspyrnufélag- ið West Ham. Þeir eru mikið í svona samfélagsstarfi í Bretlandi og þeim leist vel á þessa hugmynd, að blanda saman skemmtun og fræðslu.“ Aldrei dauð stund Verkið er unnið í samstarfi við breskan leikhóp sem heitir Time Won’t Wait. „Við erum að vinna með konu að nafni Sarah Samson sem hefur und- anfarin tíu ár verið mikið að vinna í þessum bransa og unnið mikið við unglingaleikhús. Nú eru hjólin far- in að snúast og við komin með fimm breska leikara hingað heim til að æfa verkið.“ Gunnar segir sömu hugmynd- ina og aðferðafræðina notaða við að setja verkið upp í Bretlandi og hér heima þó textinn í leikritinu breyt- ist aðeins. „Það eru auðvitað bresk- ar áherslur í þessu núna en leikritið er eins og það er sett upp hér heima. Stuttir sketsar og upplýsingar og við pössum að þetta verði aldrei leiði- gjarnt. Hver sena er einungis tvær mínútur og mikið að gerast í einu á sviðinu. Við notum allt sem gott leik- hús hefur upp á að bjóða, vídeó, tón- list og alla mögulega miðla.“ Leikhópurinn eins og fullskipað band Það er lið valinkunnra ungra og efnilegra breskra leikara sem fer með hlutverkin í What if? en til að velja í leikhópinn voru haldnar áheyrnar- prufur á Englandi þar sem mættu talsvert fleiri en Gunnar átti von á. „Við auglýstum áheyrnarprufurn- ar úti og vorum í fjóra daga með þær. Við áttum ekki von á því að svona margir myndu sækja um og hvað þá hversu mikið af efnilegu fólki mætti í prufurnar. Við Guðmundur Ingi tón- listarstjóri fórum út í maí og tókum 250 krakka í áheyrnarprufur. Upp- haflega ætluðum við bara að hafa fjóra leikara en af því að þetta voru svo hæfileikaríkir krakkar enduðum við með fimm leikara. Þá vorum við komin með fullskipað band,“ segir Gunnar á léttu nótunum. Leikhópurinn kom til Íslands síðastliðinn sunnudag og er heldur betur hissa á góða veðrinu að sögn Gunnars. „Þau skilja bara ekkert í því af hverju þetta heitir Ísland og vilja helst bara vera úti að æfa,“ segir hann hlæjandi en hópurinn heldur til í Hafnarfjarðarleikhúsinu. „Þetta eru allt þrælvanir krakkar sem hafa verið í svipuðum verkum á Englandi og verið að fara í skóla og sýna verk.“ Knattspyrnumenn með yfirlýsingar What If? verður frumsýnt þann 24. október næstkomandi í Bretlandi en þar á undan segir Gunnar að verði sýndar um fimmtán forsýningar í New Ham-hverfinu. „Við erum búin að gera samning við fjórar breskar félagsmiðstöðvar eins og er og komum til með að sýna tíu til tólf sýningar á hverjum stað.“ Gunnar segir knattspyrnufélagið West Ham vera í miklu samstarfi við leikhópinn. „Það eru aðilar frá West Ham að koma hingað heim til að skoða verk- ið. Auk þess fáum við einhverjar sniðugar yfirlýsingar frá leikmönn- um West Ham sem við fellum inn í verkið.“ Fjórða leikárið í vetur Á svipuðum tíma og What if? verð- ur frumsýnt í Bretlandi hefur íslenski leikhópurinn sitt fjórða leikár með verkið hér heima. „Við höldum áfram með Hvað ef? heima í vetur og byrj- um líklegast á því á svipuðum tíma og það verður frumsýnt úti, í októb- er. Við erum að afla okkur fjármagns núna en í upphafi fór ég í það að fá fyrirtæki til að fjármagna sýningarn- ar. Til að mynda keypti Actavis sýn- ingar fyrir alla skólana í Garðabæ, útibú Landsbankans í Mjódd fyr- ir alla skóla í Breiðholti, Vífilfell fyr- ir skólana í Árbænum og svo koll af kolli. Núna er hins vegar orðið erf- iðara að gera þetta svona því eins og menn kannski vita eiga fyrirtækin ekki mikla peninga þessa dagana. Við erum því að reyna að fara inn í ein- hverja listasjóði til að fá fjármagn því það koma jú alltaf nýir áhorfendur. En þetta hefur allt gengið svo rosalega vel hingað til og ég sendi bara þakklæti frá mér og öllum sem hafa staðið að þessu verki til þeirra sem hafa hjálpað okkur að gera þetta að veruleika.“ Allar nánari upplýsingar um sýn- inguna er hægt að nálgast á heima- síðunni 540floors.com auk umsagna ungmenna um sýninguna. krista@dv.is Undanfarin þrjú ár hefur leikhópurinn 540 gólf sýnt ungmenn- um landsins skemmtifræðsluna Hvað ef ? við gríðargóðar und- irtektir. Um er að ræða forvarnaverkefni sem tekur á hinum ýmsu vandamálum ungdómsins á hressandi og skemmtilegan hátt. Í vetur verður leikritið sett upp í Bretlandi en verkið er meðal annars styrkt af knattspyrnufélaginu West Ham. Íslensk skemmti- fræðsla Í Bretlandi Leikstjórinn Gunnar Sigurðsson Hefur síðastliðin þrjú ár unnið að skemmti- fræðslu fyrir ungmenni við góðar undirtektir. Breski leikhópurinn við æfingar í Hafnarfjarðarleik- húsinu fimm ungir og efnilegir leikarar frá Bretlandi voru valdir úr hópi tvö hundruð og fimmtíu umsækjenda til að leika í bresku útgáfunni af Hvað ef? Tónlistarstjórinn á trommunum guðmundur Ingi, söngvari atómstöðv- arinnar, er tónlistar- stjóri sýningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.