Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Blaðsíða 34
Helgarblað DVföstudagur 1. ágúst 200834 HIN HLIÐIN Leðurskyrta í uppáhaldi Nafn og aldur? „Gylfi Blöndal – 30 ára.“ Atvinna? „Tónlistarstjóri á Organ og tónlistarmaður.“ Hjúskaparstaða? „Í sambandi með Valdísi Thor.“ Fjöldi barna? „Fósturdóttir af fyrra sam- bandi.“ Áttu gæludýr? „Nei, en hef til dæmis átt tvo merði og geitakiðling.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Lokatónleika Sumargleði Kima Records með Borko, Benna Hemm Hemm, Reykjavík! og Morðingjun- um.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Örlítið þegar maður var ungur og ennþá að læra á boð og bönn. Ekkert sem ræðandi er um.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Svört forláta leðurskyrta, mér líður eins og skotheld- um í henni.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Já, nokkrum sinnum.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Bæði og, það á eftir að koma í ljós.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Lagið Glory of Love með Peter Cetera, lagið úr Karate Kid 2.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka mest til ársaf- mælis Organ um verslunar- mannahelgina.“ Afrek vikunnar? „Að hafa komist lifandi yfir Þorskafjarðarheiðina um síð- ustu helgi. Vestfirðingar fá fulla samúð mína þegar þeir kvarta yfir samgöngumálum sínum.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já. Það rættist ekki neitt.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, gítar og bassa, held takti á trommur líka.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Hvorki né. Athafnaleysi hennar í efnahagsþrengingum pirrar mig mikið, það kristallaðist þeg- ar forsætisráðherra réð sérstak- an efnahagsráðgjafa og fóru svo báðir strax í frí. Greinilega verið að taka vandann föstum tökum, eða þannig.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan, vinirnir og um- fram allt að vera sáttur við sjálf- an sig og sín verk.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Chuck Norris, svo ég gæti barið hann í kássu og sagt Benna frá því.“ Ertu með tattú? „Nei, líkaminn er mitt musteri.“ Hefur þú ort ljóð? „Já.“ Hverjum líkist þú mest? „Pabba mínum.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég get spilað lagið Popcorn með sveitinni Hot Butter með teskeiðum á kinnarnar á mér.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Sjálfu sér, augljóslega.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Ég er alfarið á móti boðum og bönnum þegar það er gert til að skerða frelsi einstaklingsins. Þessa hluti þarf að skoða for- dómalaust.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Dingle-skaginn á Írlandi, fal- legasti staður í heimi, Seyð- isfjörður kemur þar fast á hælana.“ Gylfi Blöndal, rekstrarstjóri OrGan OG meðlimur í hljómsveitinni OrGan, hefur verið sveittur undanfarna daGa að undirBúa eins árs afmæli tón- listarstaðarins OrGans sem haldið verður upp á með pOmpti OG prakt um helGina. hann hafði þó tíma til þess að svara nOkkrum spurninGum. dv mynd ásGeir Ertu að flytja? Láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.