Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 56
Ættfræði DVföstudagur 1. ágúst 200856 Magnús fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1978, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1984, öðlaðist hdl.- réttindi 1987 og hrl.-réttindi 1994. Magnús var lögfræðingur hjá Fasteignamarkaðnum í Reykjavík 1984-86, fulltrúi á lögmannsstofu Ág- ústs Fjeldsted hrl., Benedikts Blön- dal hrl. og Hákonar Árnasonar hrl. 1986-88, fulltrúi á málflutningsskrif- stofu Guðmundar Péturssonar hrl., Péturs Guðmundssonar hrl. og Há- konar Árnasonar hrl. 1988-90, starf- rækti eigin lögfræðistofu, Lögrún sf., í Reykjavík frá 1990 með Hjalta Stein- þórssyni hrl. og Elvari Erni Unn- steinssyni hrl.. Hjalti hvarf síðan til annarra starfa en þeir Magnús og Elvar Örn gengu til samstarfs við Ásgeir Þór Árnason hrl.og Lúðvík Örn Steinarsson hrl. og starfrækja nú með þeim lögmanns- stofuna Lögmál ehf við Skólavörðu- stíg, frá ársbyrjun 2001. Magnús sat í stjórn Loka, félags ungra sjálfstæðismanna, 1978-80 og var formaður félagsins 1979-80, sat í stúdentaráði HÍ sem fulltrúi Vöku 1979-81, í varastjórn Félagsstofnun- ar stúdenta 1981-83, í stjórn Orators 1980-82 og formaður félagsins 1981- 82. Þá sat hann í landskjörstjórn 1990-91. Fjölskylda Magnús kvæntist 30.9. 1984 Önnu Sigríði Þórðardóttur, f. 3.2. 1964, B.Sc. hjúkrunarfræðingi frá HÍ. Hún er dóttir Þórðar Sigurðssonar, fyrrv. forstjóra Reiknistofu bankanna, bú- setts í Mosfellsbæ, og k.h., Önnu Hjaltested sjúkraliða. Börn Magnúsar og Önnu Sigríðar eru Erla, f. 20.6. 1984, d. 24.6. 1984; Guðlaug Erla, f. 14.6. 1985; Sigrún Anna, f. 5.7. 1989; Þóra Kristín, f. 17.6. 1993; Lárus, f. 28.3. 1995. Bróðir Magnúsar er Jón Bene- dikt, f. 31.12. 1959, BA í frönsku, bók- menntum og stjórnmálafræði frá HÍ og í þýsku frá Heidelberg, og flug- þjónn, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar: Guðlaugur Jónsson, f. 2.6. 1915, d. 19.3. 2005, málarameistari og kaupmaður á Seyðisfirði og síðar gjaldkeri hjá VSÍ í Reykjavík, og Erla Magnúsdóttir, f. 16.9. 1932, d. 18.1. 1980, húsmóðir. Ætt Guðlaugur er sonur Jóns, mál- arameistara og kaupmanns á Seyð- isfirði Gunnlaugs Jónassonar, skóla- stjóra á Eiðum og hreppstjóra og dbrm. á Breiðavaði Eiríkssonar, b. á Skriðuklaustri Arasonar. Móðir Jóns var Guðlaug Margrét Jónsdóttir, b. á Eiríksstöðum á Jökuldal Jónssonar, í Möðrudal Jónssonar. Móðir Guð- laugar var Guðrún Gunnlaugsdóttir. Móðir Guðlaugs var Anna Sig- mundsdóttir, b. í Gunnhildargerði Jónssonar, b. og meðhjálpara í Gunn- hildargerði Vigfússonar. Móðir Önnu var Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir, b. á Nefbjarnarstöðum í Hróarstungu Þorkelssonar og Bjargar Eiríksdóttur. Erla var dóttir Magnúsar, b. á Bakka, Valdimarssonar, hreppstjóra á Bakka Magnússonar, b. í Miðfjarð- arnesseli Árnasonar. Móðir Valdi- mars var Hólmfríður Sigurðardóttir. Móðir Magnúsar á Bakka var Þor- björg Salína Þorsteinsdóttir, b. í Mið- firði Þorsteinssonar, og Matthildar Þorsteinsdóttur. Móðir Erlu var Járnbrá Nikol- ína Friðriksdóttir, b. á Grímsstöð- um, Einarssonar, b. í Kollavíkurseli, Benjamínssonar. Móðir Friðriks var Ása Benjamínsdóttir. Móðir Járn- brár var Guðrún Vigfúsdóttir, b. á Grímsstöðum og Kúðá, Jósefssonar, b. í Krossavíkurseli, Benjamínsson- ar. Móðir Vigfúsar var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Fjöllum, Gottskálksson- ar, bróður Magnúsar, langafa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Móðir Guðrúnar Vigfúsdóttur var Ólína Ingibjörg Ólafsdóttir á Undir- vegg, Gabríelssonar. 50 ára á föstudag Magnús guðlaugsson hæstaréttarlögmaður í garðabæ Árdís Björk Jónsdóttir deildarstjóri reikningagerðar hjá Vodafone Árdís fæddist á Akranesi en ólst upp í Steinadal í Kollafirði á Strönd- um fram yfir fermingu. Hún var í Broddanesskóla, Grunnskólanum á Hólmavík, var í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og lauk þaðan stúdentsprófi 1997, stundaði síðan nám í mannauðsstjórnun og verk- efnastjórnun og lauk prófum í þeim greinum. Árdís ólst upp við öll almenn sveitastörf á Ströndum og starfaði á sumrin hjá Sparisjóði Strandamanna á námsárum. Hún hóf störf hjá Tali er því fyrirtæki var hleypt af stokkun- um 1999 og hefur starf- að þar síðan, fyrst und- ir heitinu Tal og síðan Vodafone. Árdís er áhuga- manneskja um vél- hjólaakstur og á sjálf mótorhjól. Fjölskylda Systkini Árdísar eru Hrafnhildur Guðbjarts- dóttir, grunnskólakenn- ari við Grunnskólann í Hólmavík; Svanhild- ur, bankastarfsmaður hjá Sparisjóði Strandamanna á Hólmavík; Jón Gísli, tré- smiður á Hólmavík; Jón, menningarfulltrúi Vest- fjarða, búsettur á Hólmavík; Jóhanna Signý, starfsmaður við Laugardalshöllina, bú- sett í Reykjavík; Arnar, for- stöðumaður Sauðfjárseturs á Ströndum á Hólmavík. Foreldrar Árdísar eru Jón Gústi Jónsson, bóndi í Steinadal, og Ásdís Jóns- dóttir, nuddari á Hólmavík. 30 ára á sunnudag Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson kgk@dv.is Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is. Kolbeinn Helgason fyrrv. skrifstofustjóri DAS Kolbeinn fædd- ist á Hrappsstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Hann vann við verslunar- og skrif- stofustörf á Akureyri 1949-56 og 1962-77, vann við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, á Raufarhöfn og á Ak- ureyri 1957-61 og var skrifstofustjóri á Hrafnistu DAS í Hafn- arfirði frá 1977-98. Kolbeinn sat í stjórn Félags verslun- ar- og skrifstofufólks á Akureyri 1953-77, var gjald- keri þar 1953-56, varaformað- ur 1967-1975 og formaður fé- lagsins 1976-1977. Hann sat flest Alþýðusambandsþing 1956-76 sem fullrúi félagsins og var kjörinn heiðursfélagi þess 1996. Kolbeinn sat í stjórn Alþýðuflokksfélags Akureyrar í nokkur ár, var formaður þess 1966-69 og sat í flokksstjórn Al- þýðuflokksins 1966-70. Hann sat í stjórn Krossanesverk- smiðjunnar 1966-70 og í fram- talsnefnd Akureyrarkaupstað- ar 1968–1977. Þá hefur hann starfað í Oddfellowreglunni um árabil. Fjölskylda Kolbeinn kvæntist 8.8. 1964 Sigríði Aðalbjörgu Jónsdóttur, f. 13.11. 1928, fyrrv. forstöðu- konu á Hrafnistu, DAS, í Hafn- arfirði. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, fyrrv. skipstjóri, frá Tjörnum í Eyjafirði og k.h., Guðbjörg Benediktsdóttir hús- freyja. Dætur Kolbeins og Sigríð- ar eru Guðrún Emilía, f. 24.12. 1970, leikskólakennari í Hafn- arfirði; Kristín, f. 24.1.1974, skrifstofukona í Hafnarfirði og er sonur hennar Kolbeinn. Bræður Kolbeins, sam- feðra, voru Haukur, nú lát- inn, húsvörður Digranesskóla í Kópavogi, var kvæntur Hall- dóru Guðmundsdótt- ur: Njáll, nú látinn, var iðnverkamaður á Ak- ureyri, kvæntur Öldu Einarsdóttur; Har- aldur, fyrrv. kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags verkamanna á Akur- eyri, var kvæntur Ás- laugu Einarsdóttur sem er látin, bæjarfull- trúa á Akureyri. Foreldrar Kolbeins voru Helgi Kolbeins- son, b. á Hrappsstöð- um, síðar verkamað- ur á Akureyri, og k.h., Guðrún Jónsdóttir húsfreyja. Ætt Helgi var sonur Kolbeins, b. á Svertingsstöðum í Öng- ulsstaðahreppi Jónssonar og Ingibjargar, systur Sigurlaug- ar, ömmu Indriða Indriðason- ar rithöfundar. Ingibjörg var dóttir Jósefs, b. á Kálfborgará í Bárðardal Þórarinssonar, b. á Íshóli í Bárðardal Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Helga, systir Ásmundar á Hvarfi í Bárðardal, föður Valdimars ritstjóra, föður Héðins alþm., föður Bríetar leikkonu, móð- ur Steinunnar Ólínu leikkonu. Helga var dóttir Sæmundar, b. á Arndísarstöðum, bróður Jóns, langafa Barða, fyrrv. skrif- stofustjóra VSÍ, og Kristjáns, forstjóra Friðrikssona. Jón var einnig langafi Þóris, afa Hös- kuldar Þráinssonar prófessors. Sæmundur var sonur Torfa, b. í Holtakoti Jónssonar, b. á Kálf- árborg Álfa-Þorsteinssonar, b. á Ytrileikskálaá Gunnarssonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Sólheimatungukoti Bjarnason- ar og Halldóru Jónsdóttur, b. í Hrísnesi í Þverárhlíð Sigurðs- sonar, b. í Sanddalstungu Jóns- sonar, b. og dbrm. í Deildar- tungu Þorvaldssonar, ættföður Deildartunguættar Kolbeinn er að heiman á af- mælisdaginn. 80 ára á föstudag Guðmundur Halldór Jónsson f. 1. ágúst 1923, d. 22. nóvember 1999 Guðmundur stofnaði Bygg- ingarvöruverslun Kópavogs, BYKO, fyrir 46 árum, en fyrirtækið er nú í hópi stærstu og umsvifamestu fyr- irtækja landsins. Hann fæddist að Neðra-Haganesi í Fljótum og ólst í Fljótunum, að Dæli, í Móskógum og að Molastöðum. Hann lauk verslunarprófi frá Samvinnu- skólanum 1945, starfaði síðan hjá Kaupfélagi Árnesinga og SÍS og var þá lengst af verslun- arstjóri byggingarvörudeild- ar Sambandsins. Hann stofn- aði BYKO, ásamt mági sínum, Hjalta Bjarnasyni, og var for- stjóri fyrirtækisins til 1985. Guðmundur stundaði söng- nám og söng með Tígulkvart- ettinum, Þjóðleikhússkórnum og Karlakórnum Fóstbræðrum, bæði sem kórfé- lagi og einsöngv- ari. Hann vann ötullega að skóg- rækt í sínum frí- tíma, ræktaði m.a. upp skóg í Vatns- endalandi og á Minna-Grindli í Fjótum en skóg sinn í Vatnsend- alandi gaf hann Skógræktarfélagi Kópavogs 1998. Hann var stofnfélagi í Skóg- ræktarfélagi Kópavogs, átti sæti í stjórn félagsins og var um árabil fulltrúi á þingi Skógrækt- arfélags Íslands. Þá var hann heiðursfélagi Skógræktarfélags Kópavogs frá 1998. Meðal barna Guðmundar er Jón Helgi, forstjóri BYKO. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson, hrepp- stjóri í Fjótum og síðar bókari hjá BYKO, og k.h., Helga Guð- rún Jósefsdóttir, húsfreyja. Merkir Íslendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.