Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Page 7
Formáli.
Preface.
Iðnaðarskýrslur þessar fyrir árið 1953 eru mjög síðbúnar og er ástæðan aðal-
lega sú, að mjög miklir örðugleikar liafa verið á öflun nauðsynlegra skýrslna frá
iðnaðarfyrirtækjum. í formála Iðnaðarskýrslna 1950, sem komu út árið 1953, var
tekið fram, að iðnaðarskýrslur yrðu ekki gefnar út aftur með sama fyrirkomulagi
á skýrslusöfnuninni, þar eð slíkt væri frágangssök vegna tregðu fyrirtækjanna á
að láta skýrslur í té. Vegna eindreginua tilmæla Félags ísl. iðnrekenda og Lands-
sambands iðnaðarmanna var þó ráðizt í aðra skýrslusöfnun, fyrir árið 1953, og
er nánar að þessu vikið á bls. 1*—2* í inngangi. Innheimta skýrslna reyndist enn
tafsamari og erfiðari en við fyrri skýrslusöfnunina og hefur það nú verið staðfest,
svo að ekki verður um villzt, að koma verður öflun upplýsinga í annað borf, ef
möguleikar eiga að vera á því að semja og gefa út iðnaðarskýrslur, áður en þær
eru orðnar úreltar að meira eða minna leyti. Er Hagstofan nú að undirbúa nýtt
kerfi til reglulegrar öflunar gagna um iðnað og raunar alla atvinnuvegi landsbúa.
í þessu hefti iðnaðarskýrslna er sitt bvað, sem ekki var í Iðnaðarskýrslum
1950. Einkum eru nú miklu ýtarlegri upplýsingar úr rekstrarreikningum iðnaðar-
fyrirtækja og þá sérstaklega um sundurgreiningu gjalda. Einnig er nú gerð grein
fyrir eignaraðild — þ. e. í hvaða réttarformi fyrirtækin eru rekin —, fjölda iðn-
lærðra manna og iðnnema, og látin er í té fyllri sundurgreining vinnsluvirðis en
var í skýrslunum 1950. Þá er inngangurinn allmiklu ýtarlegri, einkum að því er
tekur tU 6kýringa bugtaka, og loks fylgir stutt greinargerð á ensku. — Fátt hefur
verið fellt niður af upplýsingum, sem voru í 6kýrslunum 1950, en þó er nú nokkr-
um atriðum sleppt úr töflunum um byggingarstarfsemi, rafmagns- og gasfram-
leiðslu.
Hagstofa íslands, í september 1958.
Klemens Tryggvason.