Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Síða 22

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Síða 22
20* Iðnaðarskýrslur 1953 sambærileg við tölur annarra iðnaðarfyrirtækja, sem selja einkum á heimamarkaði („invoiced value“ annað en „ex-factory value“). j. Innlend og erlend hráefni. Innlend hráefni (tafla XII) teljast, auk þeirra, sem upprunnin eru hér á landi eða hér við land, innflutt hráefni, sem umbreytt hefur verið hér á landi meira eða minna, enda teljast þau erlend hjá þeim fyrirtækjum, sem fyrst taka við þeim til vinnslu erlendis frá. Mörg fyrirtæki hafa orðið að áætla hlutdeild innlendu hrá- efnanna í hráefnanotkuninni. k. Brunabótamat bygginga, vátryggingamat véla, tœkja og áhalda. Áður hefur verið gerð nokkur grein fyrir mati notaðra hráefna og seldra afurða og þá um leið mati vörubirgða. í töflu XIII er yfirlit um fjármagn, sem bundið er í vörubirgðum, fasteignum, vélum, tækjum og áhöldum í árslok 1953. Vöru- birgðir (hráefni, hálfunnar og fullunnar vörur og verzlunarvörur) eru þar taldar eftir efnaliagsreikningi, þ. e. a. s. skv. kaupverði eða kostnaðarverði, en ekki vá- tryggingaverði. Byggingar eru hins vegar taldar eftir brunabótaverði og vélar, tæki og áhöld eftir vátryggingamati. Brunabótamat bygginga breytist með hækkun bj'ggingarkostnaðar og ætti því ekki að vera fjarri raunverulegum byggingarkostnaði á liverjum tíma, en hins vegar getur misjafnlega góð staðsetning o. fl. gert gangverð bygginganna á hverjum tíma annað. Vátryggingamat véla, tækja og áhalda breytist hins vegar meira í stökkum og er háðara vilja eigenda. Þess vegna gefur það ekki nákvæma mynd af raunverulegu verðmæti þeirra, þótt meginreglan sé sú, að höfð sé hliðsjón af dagvirði þessara fjármuna, þegar tryggingaupphæðin er ákveðin. l. Innlent tollvörugjald. í töflu XV er yfirlit um framleiðslumagn innlendrar tollvöru og í 16. dálki töflu XI er sýnt gjald af innlendum tollvörum. Sést þar, hvaða vörutegundir þetta eru og hvaða iðnaðargreinar eiga þar hlut að máli. Sjá nánar um þetta á bls. 41* í þcssum inngangi. m. Framleiðsluverðmœti, vinnsluvirði. Hugtökin framleiðsluverðmœti („value of gross output“) og vinnsluvirði („value added“) eru þýðingarmikil hugtök í iðnaðarskýrslum, og skal því hér gerð nokkur grein fyrir þeim almennt (tafla XVII). Framleiðsluverðmæti iðnaðarfyrirtækja er heildarsöluverðmæti framleiddrar vöru (að verzlunarvörum meðtöldum) og veittrar þjónustu. Ef andvirði seldrar vöru og þjónustu á einhverju tímabili er leiðrétt með birgðabreytingum, fæst all- góð mynd af framleiðsluverðmætinu. Þar sem tekið er tillit til birgðabreytinga í töflum I og IX (sbr. þó það, sem segir um birgðamatið í skýringum hér að framan um lieildargjöld og heildartekjur), fellur hugtakið heildartekjur að verulegu leyti saman við hugtakið framleiðsluverðmæti. Þar eru heildartekjurnar að vísu reikn- aðar á „kostnaðarverði“ („factor cost“), þar sem söluskattur er dregin frá sölu- verðmætinu, en niðurgreiðslur úr ríkissjóði meðtaldar (fyrir mjólkurafurðir). Vegna útreiknings þjóðartekna er orðið algengt að færa framleiðsluverðmætið á markaðs- verði („market price“) í iðnaðarskýrslum, en þá yrði að reikna söluskattinn með í verðinu, en draga niðurgreiðslur úr ríkissjóði frá. Nú gefur framleiðsluverðmætið ekki nógu góðar upplýsingar um skerf íslenzks iðnaðar til þjóðarframleiðslunnar. Iðnaðarfyrirtækin hafa fengið afurðir og þjón-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.