Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Blaðsíða 10
8*
Iðnaðarskýrslur 1953
enda var talið rétt að bíða með dreifingu þeirra fram yfir venjidegan sumarleyfis-
tíma fyrirtækjanna.
Innheimta skýrslnanna gekk mjög treglega, og þegar á reyndi lenti svo að
segja öll innheimtuvinnan á Hagstofunni, þó að heildarsamtök iðnaðarins hefðu
lofað að annast hana, og það loforð hefði verið skilyrði þess, að Hagstofan réðst
í verkið. Þó er skylt að geta þess, að skrifstofa Félags ísl. iðnrekenda veitti þegar
á leið góða aðstoð við innheimtuna. Að því er snertir þátt Landssambands iðnaðar-
manna verður að geta þess, að það hefur átt mjög erfitt um vik í máhnu vegna
mikils fjölda fyrirtækja og smæðar flestra þeirra.
Það var ekki fyrr en vorið 1957, að séð varð, að hægt yrði að gefa skýrslurnar
út með svipuðu skilahlutfalli og árið 1950. Endurskoðun og samræmingu skýrsln-
anna varð ekki lokið fyrr en seint á því ári. Þá var svo komið, að tiltölulega lítið
vantaði af skýrslum um verksmiðjuiðnaðinn í landinu (nema fiskiðnaðiim), en
hlutur handiðnaðarins var miklu rýrari, og er það að ýmsu leyti eðlilegt, þar sem
fyrirtæki í handiðnaði eru yfirleitt minni, og erfiðast hefur jafnan verið að fá skýrslur
frá litlu fyrirtækjunum, sem hafa oftast nær ófullkomnara reikningshald en stór
fyrirtæki. Jafnframt kom í ljós, að mikill hluti þeirra fyrirtækja, sem skiluðu skýrsl-
um, treystu sér ekki til að gefa neinar magntölur um framleiðslu eða hráefnanotkun.
Ymsum getum má að því leiða, hvað valdi tregðu fyrirtœkja á því að skila iðn-
aðarskýrslu, þótt ekki sé ástæða til að ræða það mál hér til hlítar. Óhætt mun þó
að fullyrða, að eftirtalin atriði eru þar þung á metunum:
1) Ótti skýrslugjafa við að láta upplýsingar í té um framleiðsluleyndarmál, einkum
ef fyrirtækin í greininni eru fá.
2) Ófullkomið reikningshald og rekstrarskýrslur, einkum í litlum fyrirtækjum.
3) Erfiðleikar, sem á því eru að gera almennt skýrslueyðublað þannig úr garði,
að það hæfi öllum fyrirtækjum. Allsherjarsamræming á gerð rekstrarreikninga
þyrfti að vera meiri, ef þennan vankant ætti að sniða af.
4) Almenn andúð á því að fylla mikið út af skýrslueyðublöðum hins opinbera.
Enn frekari viðleitni í þá átt að koma allri opinberri upplýsingasöfnun um
atvinnulíf þjóðarinnar á eina hönd mundi vafalaust verða til bóta í þessu efni.
5) Skattaástæður.
Skýrslusöfnunin fyrir árið 1953 hefur bæði orðið tímafrekari, dýrari og árang-
ursrýrari en æskilegt er. Það er því enn þá óleyst vandamál opinberra aðila og for-
vígismanna iðnaðarins, hvernig hægt sé að fá betri skýrslur frá fleiri iðnaðarfyrir-
tækjum en áður og fyrr en verið hefur, svo að stjórnarvöld landsins og iðnaðarsam-
tökin geti gert áætlanir um þennan mikilvæga þátt atvirmulífsins á grundvelli stað-
góðrar þekkingar og yfirsýnar.
Skýrslusöfnunin fyrir árið 1953 náði eingöngu til iðnaðarins (sjá næsta kafla),
en ekki til byggingarstarfsemi, námuvinnslu, rafmagnsveitna og gasveitna.
Ýmsar aðrar heimildir en skýrslur fyrirtækjanna sjálfra hafa verið notaðar
við gerð þessara iðnaðarskýrslna. Ber þar einkum að nefna framtöl til skattayfir-
valdanna um slysatryggt vinnuafl.
2. Svið iðnaðarskýrslnanna.
The scope of the industrial statistics.
Með iðnaði (manufacluring) er í þessum skýrslum átt við flokka 2—3 sam-
kvæmt flokkun Hagstofu Sameinuðu þjóðanna á atvinnulífinu (International
Standard Industrial Classification of All Economic Activities — venjulega nefnt