Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Blaðsíða 20

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Blaðsíða 20
18* Iðnaðarskýrslur 1953 skattur, sem fyrirtækin innheimta, er ekki talinn með heildartekjunum, en hins vegar er söluskattur, sem fyrirtækið greiðir af því, sem keypt er til framleiðsl- unnar, reiknaður gjaldamegin. Niðurgreiðslur afurðaverðs úr ríkissjóði eru reikn- aðar með í tekjum, en lijá mjólkurbúunum eru þær jafnframt gjaldamegin (notuð hráefni) (sjá nánar skýringarlið m hér á eftir). í töflum IX, X og XII er sundurgreining á heildartekjum og heildargjöldum, sem skýrir sig að verulegu leyti sjálf. Þó skal vikið nánar að einstökum tekju- og gjaldaliðum í þessum töflum. Hráefni. Með hráefnum er átt við allar efnivörur, sem notaðar eru til fram- leiðslunnar. Umbúðir eru taldar með1), svo og hjálpar- og rekstrarefni (nema elds- neyti). Notuð hráefni eru fundin sem keypt hráefni á árinu að viðbættum birgðum hráefna í ársbyrjun, en að frádregnum birgðum í árslok. Þegar aðgreining hefur ekki fengizt á birgðum hráefna annars vegar og hálfunnum vörum og fullunnum vörum hins vegar, eru allar birgðirnar teknar saman og birgðabreytingin í heild látin hafa áhrif á hráefnanotkuniua, með því að bæta henni við eða draga hana frá keyptum hráefnum. Á þann hátt getur að vísu orðið skekkja í hráefnanotkun einstakra greina, en þá eru aðeins færðar seldar vörur og seld þjónusta tekjumegin í rekstrarreikninginn, svo að sama skekkjan verður beggja megin. Þetta breytir því ekki tekjum umfram gjöld, en getur hins vegar breytt upphæð veltunnar. Keypt liráefni eru að sjálfsögðu reiknuð á sama verði og í bókum fyrirtækj- anna, þ. e. a. s. verði þeirra kominna í vörugeymslu fyrirtækjanna. Birgðir hráefna eru einnig yfirleitt metnar á kaupverði. Framleiðsluvörur og þjónusta. Söluverðmæti framleiddrar vöru og veittrar þjónustu er fundið sem söluverð seldra vara og þjónusta á árinu að frádregnum birgðum hálfunninna og fullunninna afurða í ársbyrjun, en að viðbættum birgðum í árslok. Stundum eru birgðabreytingarnar þó hafðar með gjaldamegin (sbr. það, sem sagt er um liráefnin). Birgðir af hálfunnum og fullunnum afurðum eru metnar á kostnaðarverði (sjá enn fremur skýringar við liðinn „önnur gjöld“ hér fyrir aftan). Verzlunarvörur. Með verzlunarvörum er átt við vörur, sem fyrirtækið selur í sama ástandi og þær voru keyptar og eru ekki notaðar í sambandi við iðnaðar- starfsemi fyrirtækisins. Varalilutar, sem bifreiðaverkstæði flytur inn sjálft, teljast því hráefni, ef þeir eru notaðir á verkstæði fyrirtækisins sjálfs, en verzlunarvara, ef þeir eru seldir úr fyrirtækinu á aunan liátt (sjá enn fremur skýringar í lið e hér að framan). Þar sem miklir erfiðleikar eru á því hjá ýmsum fyrirtækjum að greina á milh keyptra hráefna og verzlunarvara2), var lögð ineiri áherzla á að fá tölur um verð- mæti seldra verzlunarvara. Síðan var kaupverðið áætlað, þegar það vantaði, eftir hlutfallinu milli kaupverðs og söluverðs hjá ldiðstæðum fyrirtækjum, sem gáfu hvort tveggja upp. Vinnulaun. Engin sundurgreining er gerð á vinnulaunum eftir því, hvort greiðsluformið sé tímakaup, vikukaup eða mánaðarkaup, heldur einungis eftir því, hvort þau renna til verkafólks eða annars starfsliðs. Greiðslur til annarra en starfs- liðs fyrirtækisins eru ekki taldar vinnulaun (t. d. greiðslur til endurskoðunarskrif- stofu fyrir bókhaldsaðstoð), þannig að fullt samræmi á að vera milli talna um starfslið og vinnulaun. 1) Eitthvað mun kvcða að því, að umbúðir séu í skýrslum til Hagstofunnar taldar mcð „öðrum gjöldum*1, og verður það þá einnig svo í töflunum. 2) Þetta er erfitt t. d. fyrir bifreiðaverkstœði, því að oft er ekki vitað, hve mikill hluti þess, sem keypt er hverju sinni, fcr á verkstæðið og hve mikill hluti er seldur bcint. Ðrauðgerðirnar eiga hins vegar iiægara með að skilja kaupverð neyzlumjólkur, sælgætis og aðkeyptra brauða frá eigin framleiðslu og hráefnum til hennnr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.