Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Síða 17

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Síða 17
Iðnaðarskýrslur 1953 15* í töflu IV er yfirlit um fjölda tryggingarskyldra aðila í hverri grein iðnaðarins °g tryggðra vinnuvikna hjá þeim árið 1953. Til samanburðar er tala fyrirtækja, sem starfa aðallega í greininni. Þar sem aðgreining er ekki alltaf til milli vinnu- vikna við mismunandi framleiðslu innan sama fyrirtækisins, verður að telja fyrir- tækið sem einn tryggingarskyldan aðila og þá aðeins í þeirri grein, sem aðalfram- leiðslustarfsemin fellur undir. Til lagfæringar á þessu eru færðir í töflu IV dálkar 8, 16 og 24 annars vegar og 7, 15 og 23 hins vegar. í dálkum 8, 16 og 24 eru taldir þeir aðilar, sem vitað er að hafa tryggt vinnuafl í viðkomandi iðnaðargrein, en eru ekki taldir þar í dálkum 4, 12 og 20 vegna vöntunar á aðgreiningu vinnuvikna. Samtala þessara dálka er svo færð í dálka 9, 17 og 25 og táknar fjölda þeirra aðila, sem hafa tryggt vinnuafl í viðkomandi greinum, svo að vitað sé, hvort sem tala vinnuvikna er aðgreinanleg eða ekki. Dálkar 7, 15 og 23 sýna hins vegar, hve margir tryggingarskyldir aðilar í dálkum 4, 12 og 20 eru taldir með öllum tryggðum vinnu- vikum í viðkomandi grein í dálkum 5, 13 og 21 (vegna vöntunar á aðgrciningu vinnuvikna milli iðnaðargreina), þó að hluti þeirra ætti að teljast til annarra greina. Tafla XVI er gerð á sama hátt og tafla IV. Þar er yfirlit um tryggðar vinnu- vikur tryggingarskyldra aðila í hverri grein iðnaðarins árin 1951—1955. Þær tölur eru sambærilegar við hliðstæðar tölur í iðnaðarskýrslum 1950 fyrir árin 1947— 19501), enda hvorar tveggja unnar upp úr framtölum til skattyfirvaldanna um slysatryggt vinnuafl. í öðrum töflum er fyrirtækið lagt til grundvallar skiptingar- innar milli iðnaðargreina, en ekki hinn tryggingarskyldi aðili, enda eru þær upp- lýsingar fengnar skv. skýrslusöfnun Hagstofunnar frá fyrirtækjunum sjálfum. 6. Skilahlutfall. í töflu I er í 17. dálki getið skilahlutfalls í hverri grein, þ. e. a. s. hve skýrslur bárust um mikinn hundraðshluta greinarinnar miðað við tryggðar vinnuvikur.2) Sama var gert í iðnaðarskýrslum 1950. En gagnstætt því, sem var 1950, er skila- hlutfallið notað til þess að áætla tölur fyrir þann hluta lxverrar greinar, sem skýrslur vantar um. Tölur iðnaðarskýrslna 1953 eiga því að vera heildartölur í hverri grein, en tölur iðnaðarskýrslna 1950 náðu einungis til þess hluta greinarinnar, sem skila- hlutfallið segir til um. Er ástæða til þess að benda þeim, sem nota skýrslurnar, sérstaklega á þetta. Þó að skilahlutfallið sé yfirleitt notað við áætlun fyrir það, sem á vantar í hverri grein, þá hafa jafnframt önnur ráð verið höfð til þess að áætla einstaka liði, þegar þess hefur verið kostur. Sérstaklega er þá haft í huga brunabótaverð- mæti fasteigna hjá þeim fyrirtækjum í Reykjavík, sem ekki skiluðu skýrslu. Raun- verulegar tölur hafa verið notaðar þar í stað áætlunar, eftir því sem hægt hefur verið. Það lætur að líkum, að viðbótaráætlun, byggð á skilahlutfallinu eingöngu, getur ekki verið nákvæm um öll atriði. Raunhæfust er hún við áætlun verkafólks- tölu, vinnustunda og kaupgreiðslna hjá þeim fyrirtækjum, sem ekki hafa skilað, en vafasamari við áætlun annarra atriða. Það er þó engan veginn fráleitt að beita þessari aðferð, og varla mun vera um aðra leið að ræða, eins og nú er ástatt. Enginn mun heldur ætlast til þess, að tölur iðnaðarskýrslnanna séu hárréttar, heldur láta sér nægja, að þær séu nálægt réttu lagi. Iðnaðarskýrslur, sem eru jafnsíðbúnar og þessar, hafa hvort sem er einkum sögulegt gildi. 1) Sbr. þó kaílnnn „Svið iðnaðarskýrslnanna" í þcssum inngangi. 2) Með fyrirtœkjum, sem hafa skilað skýrslu, eru talin nokkur fyrirtœki, scm gerðu ekki skil en ýtarlegar upplýs- ingar fengust um eftir ððrum leiðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.