Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Síða 23
Iðnaðarskýrslur 1953
21*
ustu frá fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum, og þau verðmæti þarf að draga
frá framleiðsluverðmætinu til þess að fá fram hreina (nettó) hlutdeild iðnaðarins í
þjóðarframleiðslunni. Þessi hlutdeild sýnir, hve mikla verðmætisaukningu iðnaðar-
fyrirtækin skapa með vinnslu sinni, þ. e. a. s. vinnsluvirði.
Það er oft erfitt í framkvæmd að gefa upp nákvæmar tölur um vinnsluvirðið,
því að í venjulegu reikningsuppgjöri fyrirtækja eru ekki ávallt aðgengilegar allar
þær tölur, sem draga þarf frá framleiðsluverðmætinu til þess að vinnsluvirðið komi
fram. Þess vegna eru tölur um vinnsluvirði iðnaðarins í iðnaðarskýrslum ýmissa
þjóða ekki fyllilega sambærilegar — frádráttarliðirnir eru misjafnlega nákvæmir.
Ef ýtarlegar skýringar fylgja því, hvernig framleiðsluverðmætið og frádráttarlið-
irnir er reiknað, kemur þetta ekki verulega að sök, en markvisst er tmnið að því
á alþjóðlegum vettvangi að bæta úr þessu, svo að hægt sé að gera nákvæmari
þjóðhagsreikninga, sem séu sambærilegir innbyrðis. Enn þá eru þessi mál þó ekki
komin á það stig, að dregnar séu frá framleiðsluverðmætinu greiðslur til allra
annarra fyrirtækja, heldur einungis greiðslur til þeirra fyrirtækja, sem láta iðn-
aðinum hráefni og aðrar vörur í té og þjónustu í því sambandi. Það er því skerfur
landbúnaðar, fiskveiða og annarrar frumframleiðslu, sem er dreginn frá, svo og skerf-
ur aunarra iðnaðarfyrirtækja og skerfur byggingarstarfsemi og rafmagnsveitna. Auk
þess er kaupverð seldra verzlunarvara dregið frá, þegar iðnaðarfyrirtækin stunda
jafnframt verzlun. Hins vegar er ýmiss konar þjónusta annarra fyrirtækja að jafnaði
ekki dregin frá, t. d. alls konar viðskiptaleg þjónusta, (þ. á m. þjónusta vátrygginga-
og auglýsingastofnana), lögfræðileg þjónusta o. fl. Raunveruleg lilutdeild iðnaðar-
ins í þjóðarframleiðslunni er því nokkru minni en vinnsluvirðið sýnir yfirleitt, eins
og það er birt í iðnaðarskýrslum.
Eins og áður er greint frá, er framleiðsluverðmætið í þessum skýrslum ekki
talið á markaðsverði, heldur nokkurn veginn á kostnaðarverði, þ. e. a. s. að undan-
skildum söluskatti, en að viðbættum niðurgreiðslum. Yerðmæti notaðra hráefna,
kaupverð seldra verzlunarvara og aðkeypt þjónusta, sem draga þarf frá til þess
að finna vinnsluvirðið, er hins vegar talið á markaðsverði, þ. e. a. s. með söluskatti,
enda er annað torvelt. Þó eru niðurgreiðslur ríkissjóðs á verði mjólkur og mjólkur-
afurða ekki dregnar frá, þar sem þær fara um hendur mjólkurbúa og koma bæði
tekju- og gjaldamegin á reikningum þeirra. Þessar staðreyndir verður að hafa í
huga, þegar tölur um vinnsluvirði einstakra iðnaðargreina hér á landi eru athugaðar.
Að öðru leyti vísast til töflu XVII um vinnsluvirði iðnaðarins 1953.
H. Yfirlit um helztu niðurstöðiu*.
Summary of main resulis.
í töfluhluta þessa heftis eru niðurstöður iðnaðarskýrslna 1953 í einstökum atrið-
um, en hér verða höfuðniðurstöðurnar dregnar saman og látnar í té skýringar og
athugasemdir við þær.
I. Tryggðar vinnuvikur og skilahlutfall.
Insured working weeks and rate of reporling.
1. yfirlit sýnir fjölda tryggðra vinnuvikna verkafólks annars en afgreiðslufólks í
aðalgreinum iðnaðarins hvert ár 1947—1955. Tafla XVI sýnir skiptinguna eftir undir-
greinum. Við skiptingu milli greina eru tryggingarskyldir aðilar lagðir til grund-
vallar, en ekki fyrirtækin (sbr. bls. 14*—15* í þessum inngangi).