Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Síða 36

Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Síða 36
34* Iðnaðarskýrslur 1953 uin um að ræða húsgagnasmiði og húsgagnabólstrara, en jafnframt húsasmiði, beykja, myndskera o. fl. í annarri greininni eru það aðallega prentarar (við setn- ingu og prentun), bókbindarar og prentmyndagerðarmenn (ljósmyndarar og prent- myndasmiðir). Tæplega 96% karla meðal verkafólks í þeim greinum hafa iðnrétt- indi eða eru við iðnnám. í þriðju greininni er einkum um að ræða járniðnaðar- menn alls konar (járnsmiðir, eirsmiðir, ketil- og plötusmiðir, málmsteypumenn, vélvirkjar og rennismiðir), blikksmiði, mótasmiði og skriftvélavirkja. 1 fjórðu greininni eru aðallega bifvélavirkjar, bifreiðasmiðir, skipa- og bátasmiðir og vagna- smiðir. Þær aðalgreinar iðnaðarins, sem böfðu enga iðnlærða menn í þjónustu sinni árið 1953, eru drykkjarvöruiðnaður og tóbaksiðnaður, en fáir iðnlærðir menn starfa við vefjariðnað (aðallega netagerðarmenn), pappírsiðnað, skinna- og leðuriðnað (aðallega sútarar, reiðtygja- og aktygjasmiðir), gúmiðnað, kemískan iðnað (einkum menn með réttindi í járniðnaði) og steinefnaiðnað (einkum steinsmiðir, leirkera- smiðir og speglagerðarmenn). í matvælaiðnaði öðrum en drykkjarvöruiðnaði eru tiltölulega fáir iðnlærðir menn, nema í brauð- og kökugerð, þar sem rúmlega 78% karla meðal verkafólks eru iðnlærðir eða iðnnemar (bakarar). 1 3 öðrum greinum matvælaiðnaðarins eru nokkrir iðnlærðir menn, þ. e. í kjötiðnaði (kjötiðnaðarmenn), mjólkuriðnaði (mjólk- fræðingar) og fískiðnaði (menn með réttindi í járniðnaði o. fl.). Allmargt iðnlærðra manna starfar að skógerð, fatagerð og framleiðslu annarra fullunninna vefnaðar- muna, svo sem skósmiðir (að skóviðgerðum vinna eingöngu iðnlærðir menn og iðn- nemar), klæðskerar, liattasaumarar, kjólasaumarar, feldskerar og reiða- og seglasaum- arar. Við smíði og viðgerðir rafmagnstækja er einnig allmargt iðnlærðra manna, eink- um rafvélavirkjar, rafvirkjar og útvarpsvirkjar, og í „öðrum iðnaði“ kveður mest að gull- og silfursmiðum og úrsmiðum. Þá hafa verið nefndar allar löggiltar iðngreinar hér á landi í árslok 1953, sem einhverja þýðingu höfðu fyrir þær atvinnugreinar, sem iðnaðarskýrslurnar ná til. Hins vegar voru ýmsar aðrar löggiltar iðngreinar um þetta leyti, sem einkum höfðu þýðingu fyrir byggingarstarfsemi og þjónustustarfsemi, og skulu þær nú taldar upp: Flugvélavirkjun (flugvélaviðgerðum er sleppt úr þessum skýrslum, þótt þær teljist til iðnaðar eftir ISIC), framreiðsluiðn, gaslagning, hárgreiðsluiðn, hárskera- og rakaraiðn, hljóðfærasmíði (telst til iðnaðar skv. ISIC, en er sleppt hér), leturgröftur, ljósmyndun, matreiðsla, málaraiðn, múrun, pípulögn, tágariðn og veggfóðrun. Raf- virkjun og liúsasmíði liafa einnig miklu meiri þýðingu við byggingarstarfsemi en í iðnaði, þótt nokkrir liúsasmiðir og rafvirkjar vinni hjá iðnaðarfyrirtækjum. í 8. yfirliti er upplýst tala iðnnema í einstökum löggiltum iðngreinum í árslok 1953, skv. upplýsingum Iðnfræðsluráðs. Samkvæmt því yfirliti hafa 1 037 iðnnemar með staðfestan námssamning verið við nám í árslok 1953, en sennilega hafa 50—80 námssamningar verið gerðir seint á árinu og ekki verið staðfestir, þegar skráin var samin. Af 724 iðnnemum í Reykjavík eru 224 við nám í greinum byggingarstarfsemi og þjónustustarfa, sem ekki eru talin til iðnaðar í þessum skýrslum. Ætla má því, að um 500 iðnnemar hafi verið starfandi í hinum ýmsu greinum iðnaðarins í Reykja- vík í árslok 1953, skv. skýrslu Iðnfræðsluráðs. í iðnaðarskýrslunum eru þeir taldir 491, svo að liér virðist lítið bera á milli, þótt tölur iðnaðarskýrslnanna séu að nokkru leyti áætlaðar. Sé reiknað með því, að skiptingin milli iðnnema við iðnað annars vegar og byggingarstarfsemi og þjónustustörf hins vegar sé svipuð í Reykjavík og utan Reykjavíkur, þá ættu 216 af 313 iðnnemum utan höfuðstaðarins að vinna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hagskýrslur um iðnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um iðnað
https://timarit.is/publication/1130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.