Hagskýrslur um iðnað - 01.01.1958, Síða 44
42*
Iðnaðarskýrslur 1953
6. Innlend og erlend hráefni.
Domestic and imported raw materials.
í 12. yfirliti og töflu XII er sýnd skipting notaðra hráefna í innlend og erlend
hráefni. í kaflanum um hugtakaskýringar er það skýrt nánar, hvað eru talin innlend
hráefni og hvað erlend.
Árið 1953 er talið, að 70,9% liráefnanna séu innlend og 29,1% erlend, en það
er mjög breytilegt eftir iðnaðargreinum, hve mikil lilutdeild innlendra hráefna er
í hráefnanotkuninni. Ef frá er talinn fiskiðnaður (iðnaðargreinar 204 og 312), þar
sem hlutdeild innlendu hráefnanna er 92—95%, og matvælaiðnaður úr landbúnaðar-
vörum (iðnaðargreinar 201 og 202), þar sem hlutdeild innlendu hráefnanna er 97—
99%, er skipting hráefnanotkunarinnar sú, að 12 %% eru innlend hráefni og
87/4% erlend.
Auk þeirra iðuaðargreina, sem áður eru nefndar, er notkun innlendra hráefna
tiltölulega mest í skinna- og leðuriðnaði, steinefnaiðnaði, vefjariðnaði og skó- og
fatagerð. Þrjár þessara aðalgreina vinna talsvert úr innlendum landbúnaðarvörum
(ull, gærur og skinn), en ein úr innlendu steypuefni (möl, sandur o. fl.). Nokkrar
undirgreinar matvælaiðnaðarins nota einnig talsvert af innlendum landbúnaðar-
vörum (t. d. mjólk og egg), svo sem brauð-, kex- og kökugerð.
Hlutdeild innlendra hráefna er vitaskuld tiltölulega minni í Reykjavík (52,6%)
en utan Reykjavíkur (84,5%), þar sem fisk-, kjöt- og mjólkuriðnaðarfyrirtæki eru
aðallega staðsett utan höfuðstaðarins.
7. Fjármagn bundið í vörubirgðum, fasteignum, vélum, tækjum og áhöldum.
Value of stocks and fixed assets.
í 13. yfirliti og töflu XIII eru upplýsingar um verðmæti vörubirgða skv. efna-
hagsreikningi, um brunabótamat bygginga og vátryggingamat véla, tækja og áhalda.
Til frekari skýringar á hugtökunum og raunverulegu gildi þessara matstalna vísast
til athugasemda þar að lútandi á bls. 18* og bls. 20* í imiganginum.
Heildarverðmœti þessara fjármuna skv. áðurgreindu mati var í árslok 1953
1 089 millj. kr., sem skiptist þanm'g, að 24%% verðmætisins eru birgðir hráefna,
hálfunninna og fullunninna vara, 1 %% birgðir verzlunarvara, 43%% byggingar og
30%% vélar, tæki og áhöld. Hlutdeild Reykjavíkur í heildarverðmætinu er 42%,
en annarra landshluta 58%. Mest er lilutdeild eftirtalinna aðalgreina í heildar-
verðmætinu: Matvælaiðnaður annar en drykkjarvöruiðnaður (45%%), kemískur
iðnaður (19%), smíði og viðgerðir flutningstækja (7%)’) og málmsmíði önnur en
flutningstækja- og rafmagnstækjagerð (7%). í 3 aðalgreinum er heildarverðmæti
fasteigna, véla, tækja og álialda meira en heildartekjur ársins 1953, þ. e. í kemískum
iðnaði, vefjariðnaði og prentun, bókbandi og prentmyndagerð.
Af hráefna- og afurðabirgðum er mest hjá fyrirtækjum í matvælaiðnaði öðrum
en drykkjarvöruiðnaði (58% birgðanna), vefjariðnaði (9%), kemískum iðnaði
(7%%) og skógerð og fatagerð (7%%). Það er atliyglisvert, hve misjafnt hlutfall
er á milli notaðra liráefna annars vegar og birgðanna af bráefnum og afurðum hins
vegar. í tóbaksiðnaði og vefjariðnaði (einkum ullariðnaðinuin) er verðmæti birgð-
anna t. d. eins mikið eða meira en verðmæti notaðra liráefna á árinu, og í prentun,
bókbandi og prentmyndagerð, skinna- og leðuriðnaði öðrum en skó- og fatagerð,
og „öðrum iðnaði“ (t. d. plastiðnaði og burstagerð) er verðmæti birgðanna næstum
I) í þcssari aðalgrein cr allmikilli vcrzlunarstarfsemi blandað saman við iðnaðarreksturinn.