Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 8
„Við viljum vita með óyggjandi
hætti hvernig þeir náðu efninu,“
segir Arnþrúður Karlsdóttir, út-
varpsstjóri Útvarps Sögu, sem seg-
ir það liggja fyrir að fjölmiðlavakt-
in hafi fénýtt sér efni stöðvarinnar
í fullkomnu heimildarleysi og selt
það til þriðja aðila.
Þessu neitar framkvæmdastjóri
Fjölmiðlavaktarinnar. Grunsemd-
ir hafa vaknað meðal starfsmanna
Útvarps Sögu að farið hafi verið
í gegnum tölvur stöðvarinnar og
velta forsvarsmenn hennar nú fyrir
sér að leita réttar síns.
Samningur eða ekki
samningur?
„Málið er einfalt. Við erum með
dagskrá hér á Útvarpi Sögu allan
sólarhringinn og Fjölmiðlavaktin
selur efni frá fjölmiðlum. Þeir hafa
stöku sinnum, sjaldan þó, pantað
þætti hjá okkur þar sem þau eru ekki
með neinn samning við okkur upp
á vöktun,“ segir Arnþrúður Karls-
dóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Forsvarsmenn stöðvarinnar segja
Fjölmiðlavaktina hafa ítrekað stolið
efni af stöðinni og selt áfram, þar á
meðal til ráðuneytanna. „Ég er búin
að fá það uppgefið hjá ráðuneytun-
um að þau séu með samning við
Fjölmiðlavaktina sem greitt er fyrir
mánaðarlega. Við erum ekki með
samning um vöktun og því viljum
við fá uppgefið hvað það er sem þeir
eru búnir að vera að selja.“
Rakel Sveinbjörnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Fjölmiðlavaktar-
innar, segir engan slíkan samning
vera til staðar. „Það er reyndar ekki
þannig að við séum með samn-
ing við ráðuneytin,“ segir Rakel, og
fullyrðir að leitað hafi verið undir
hverri þúfu til að leiða það fram í
dagsljósið sem Útvarp Saga heldur
fram að eigi sér stað. „Við bara finn-
um það ekki,“ segir Rakel en viður-
kennir að upp hafi komið atvik þar
sem efni var vaktað án leyfis og selt,
það hafi hins vegar verið leiðrétt.
Misskilningur ekki undanskot
„Það sem gerðist er að í gegn-
um árin hefur það verið þannig að
ef viðskiptavinur hefur sérpantað
efni frá Útvarpi Sögu hefur það ver-
ið pantað hjá þeim. Það er síðan af-
hent á diskum og við greiðum fyr-
ir hverja pöntun í hvert sinn. Síðan
gerist það fyrir þó nokkru að fyrir
misskilning hér innanhúss að það
eru einhverjar pantanir afgreidd-
ar þannig að hlustað var á tiltek-
inn þátt og það unnið á gamla mát-
ann. Það var ekki gert til að komast
framhjá einhverjum greiðslum.
Það var ekki nógu skýrt hér innan-
húss að Útvarp Sögu ætti að vinna
á annan hátt. Þess vegna fór þetta
fyrir slysni framhjá okkur,“ segir
Rakel spurð um meintan þjófnað.
Hún segir að þegar málið kom upp
hafi verið farið í að taka saman lista
yfir allt sem unnið hafði verið til að
leiðrétta hvað bæri að greiða fyrir.
Þessu vilja Arnþrúður og Útvarp
Saga ekki una og segja upphæðina
sem boðin var vera allt of lága, auk
þess sem tveimur útgáfum þessara
yfirlitslista sem fengist hefðu hafi
ekki borið saman. „Það segir okk-
ur einfaldlega að bókhaldið er ekki
í lagi hjá þeim. Það er talið til verð-
mæta á ljósvakamiðlum það efni
sem er til. Þetta eru heilmikil verð-
mæti og Fjölmiðlavaktin selur þau,“
segir Arnþrúður.
Fénýta dagskrárgerðina
„Við viljum vita með óyggjandi
hætti hvernig þeir náðu efninu, því
það er hegningarlagabrot að stela
hugverki með þessum hætti. Það
er í raun vera að fénýta sér okkar
dagskrárgerð. Við erum ósátt við
að þeir sýni ekki það efni sem farið
hefur í ráðuneytin. Við viljum fá að
vita hvernig þeir náðu efninu, því
hafa þau ekki getað svarað nema að
mjög litlu leyti með óásættanlegum
skýringum. Þau vilja ekki segja hvað
hefur farið í ráðuneytin á þessum
fjórum árum. Við vorum með gríð-
arlega mikla pólitíska umfjöllun í
kringum síðustu tvennar kosningar
og á að segja mér að það hafi ekki
verið beðið um efni í kringum þess-
ar kosningar?“ spyr Arnþrúður.
Þessa kröfu segir Rakel ekki vera
nógu skýra frá forsvarsmönnum
útvarpsstöðvarinnar. „Við vitum
ekki hvað þau eru að biðja um. Við
höfum mælst til þess að þau leggi
fram hvað það er sem þau eru að
tala um. Við getum ekki gert upp
eitthvað sem við vitum ekki hvað
er,“ segir Rakel Sveinsdóttir og ít-
rekar að allt liggi á borðinu af hálfu
Fjölmiðlavaktarinnar í málinu.
Málið í hnút
Lögfræðingar beggja aðila hafa
sest niður og rætt málin en að sögn
Arnþrúðar er málið í hnút og hefur
verið frá í byrjun ágúst. Mikill reiði
er meðal starfsmanna Útvarps Sögu
vegna málsins en grunsemdir hafa
jafnvel vaknað í mesta æsingnum
að farið hafi verið í gegnum tölvur
stöðvarinnar til að ná í efni. „Það
eru vissar grunsemdir uppi, en
við viljum að lögreglan rannsaki
hvernig þeir fóru að þessu, ef hitt
reynist satt er það háalvarlegt mál,“
segir Arnþrúður að lokum.
föstudagur 26. september 20088 Helgarblað DV
Mikil reiði er meðal aðstandenda Útvarps Sögu sem saka Fjölmiðlavaktina um að fénýta sér dagskrárgerð
stöðvarinnar. Þau vilja svör við hvaða efni hafi farið frá stöðinni og hvernig Fjölmiðlavaktin komst yfir
það. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlavaktarinnar, segir málið byggt á misskilningi en
kröfur Útvarps Sögu vera óljósar.
ÚTVARPSSTJÓRI VILL
LEITA RÉTTAR SÍNS
„Þetta eru heilmikil
verðmæti og þau selja
þau.“
SiguRðuR Mikael jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Rænt úr loftinu arnþrúður
Karlsdóttir sakar fjölmiðlavaktina
um að hafa stolið dagskrárgerð
stöðvarinnar og selt hana áfram.