Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 10
Öryggisverðir í forsetabústaðn- um, Beit Hanassi, urðu forviða tí- unda þessa mánaðar þegar aðlaðandi kvenmaður í fylgd forseta Íslands, Ól- afs Ragnars Grímssonar, heilsaði með orðunum „Shalom“ og „Boker Tov“, sem eru hebresk kveðjuorð; halló og góðan daginn. Orðin voru sögð án nokkurs erlends hreims og nærstadd- ir sem ekki höfðu verið upplýstir klór- uðu sér í höfðinu, en í ljósi alls við- móts hennar komust þeir þó að þeirri niðurstöðu að ekki væri um að ræða starfsmann í forsetabústaðnum. Og mikið rétt, því þarna var á ferð- inni Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem eðli málsins samkvæmt var í fylgd með eiginmanni sínum. Frá þessu segir í ísraelska dagblaðinu Jerusal- em Post. Frá Ísraels til Íslands Í Jerusalem Post er stiklað á stóru í lífi Dorritar, og meðal annars kem- ur fram að hún sé borin og barnfædd í Jerúsalem og hafi alist þar upp í Bukharan-hverfinu fram undir ungl- ingsárin. Blaðamaður Jerusalem Post hegg- ur eftir því að þó Dorrit sé forsetafrú Íslands fari fjarri því að hún sé ný- græðingur þegar horft er til aðalsins og hún hafi blandað geði við margt af mikilvægasta fólki í heimi. „Rætur fjölskyldu hennar spanna margar kynslóðir skartgripasala og faðir hennar, Shlomo, er einn fræg- asti safnari gyðinglegra listmuna í heimi,“ segir meðal annars um upp- runa Dorritar og föður. Shlomo Moussaieff flutti ásamt Alizu, eiginkonu sinni, og þremur dætrum til Lundúna árið 1963. Þá var Dorrit þrettán ára. „Þar sem hún hafði alist upp í skartgripaheiminum, sem í gegnum tíðina hefur verið uppspretta tekna allra ættkvísla fjölskyldunnar, var eðlilegt að Dorrit fyndi sinn eig- in styrk í skartgripum og í fjölda ára höndlaði hún með eðalsteina,“ segir í Jerusalem Post. Einnig er sagt frá því að Dorrit hafi komið nálægt því að endurinnrétta gamlar breskar byggingar auk þess sem hún hafi útvegað muni til kynn- ingar í tímaritum, þá helst tímaritum sem tengjast listum. Tvöföld tenging við Ísrael Ung að árum gekk hún í hjóna- band með Neil Zarak, hönnuði af gyðingaættum, en hjónabandið var skammlíft „... og þrír áratugir liðu áður en hún fann einhvern annan sem hún var reiðubúin að eyða því sem eftir lifði ævinnar með“. Örlögin höguðu því þannig að um var að ræða ekkil, sem var einn- ig forseti Íslands. En Dorrit er ekki eina tenging forseta Íslands við Ísra- el: „Þau voru gefin saman árið 2003 á sextugasta afmælisdegi hans, eft- ir þriggja ára trúlofun. Hann er þó tengdur Ísrael að öðru leyti, því hann fæddist 14. maí, sem samkvæmt gregoríska dagatalinu markaði upp- haf Ísraels.“ Eðlilega á Dorrit fjölda vina og ættingja í Ísrael, þeirra á meðal syst- ur sem býr í Tel Aviv, og fer þangað endrum og sinnum til að endurnýja kynnin og leita tíðinda. Í eitt slíkt skipti mátti litlu muna að upp kæmi diplómatísk flækja. Stöðvuð á Ben Gurion-vellinum Þrátt fyrir að vera ísraelskur ríkis- borgari hefur Dorrit varið stærstum hluta ævi sinnar á Englandi og hefur ferðast um heiminn á bresku vegabréfi og hafði árið 2006 ekki íhugað að verða sér úti um ísraelskt vegabréf, segir í greininni í Jerusalem Post. Því gerðist það, í maí 2006, að hún var stöðvuð af öryggisvörðum á Ben Gurion-flug- vellinum í Ísrael og henni meinað að koma inn í landið á bresku vegabréfi. Embættismenn á flugvellinum tjáðu henni að samkvæmt lögum í Ísrael væri henni skylt sem ísraelskum borg- ara að koma inn í landið með ísraelskt vegabréf. „Upphófust frekar gremjuleg sam- skipti á milli Moussaieff og skriffinn- anna og með einhverjum hætti kom- ust fjölmiðlar á snoðir um málið. En atvikið gerði hana þó ekki fráhverfa því að koma aftur,“ segir blaðamaður Jer- usalem Post. Sækja forseta Ísraels heim Í lok umfjöllunar Jerusalem Post segir frá fundi íslensku forsetahjón- anna og forseta Ísraels, Shimons Peres. Þrátt fyrir að íslensku forsetahjónin hafi verið á eigin vegum í Ísrael fyrr í þessum mánuði notuðu þau tæki- færið til að sækja forseta Ísraels heim: „Jafnvel á persónulegum ferðalögum vilja forsetar og forsætisráðherrar hitta starfsbræður sína og Shimon Peres tók á móti þeim með ánægju.“ Shimon Peres spurði forseta Íslands um ástandið heima fyrir og Ólafur svar- aði að bragði: „Það fer eftir því hvort þú trúir því sem þú lest,“ og vitnaði í fyr- irsagnir á borð við „Ísland að bráðna“ og „Ísland í ljósum logum“. Þegar Ólaf- ur Ragnar sá nokkrar þeirra frétta sem fjölluðu um Ísland sagði hann að full ástæða væri til að taka öðrum fréttum með fyrirvara. föstudagur 26. september 200810 Helgarblað DV Hollur og góður heimilismatur í hádeginu: Réttur dagsins Súpa og brauð Salatbar Pizza Keyrum einnig út matarbakka til fyrirtækja í hádeginu. Tökum að okkur veislur fyrir öll tilefni (stórar sem smáar) Pinnaveislur Brúðkaupsveislur Jólahlaðborð Þorrahlaðborð Árgangsmót..ofl Fortuna - Mánabraut 20 - Sími 431-3737 fortuna@simnet.is „Upphófust frekar gremjuleg samskipti á milli Moussaieff og skriffinnanna og með einhverjum hætti komust fjölmiðlar á snoðir um málið. En atvikið gerði hana þó ekki fráhverfa því að koma aftur,“ segir blaðamaður Jerusalem Post. Tenging Íslands og Ísraels Það er fleira en Dorrit Moussaieff sem tengir Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Íslands, og Ísrael böndum, til dæmis fæðingar- dagur forsetans. Forsetahjónin fóru til Ísraels í einkaerindum fyrr í mánuðinum og menn í forsetabústað Shimons Peres rak í rogastans þegar Dorrit heilsaði á reiprenn- andi hebresku. Atvikið varð tilefni umfjöllunar um ís- lensku forsetafrúna í dagblað- inu Jerusalem Post. Sýndu Dorrit mikinn áhuga Jerusalem post fjallaði af áhuga um dorrit og eiginmann hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.