Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 40
föstudagur 26. september 200840 Sport Sport Íslandsmótið ræðst Á laugardaginn fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þá ræðst hvaða lið verður Ís-landsmeistari, Keflavík eða fH. Keflavík tekur á móti fram á heimavelli og dugar alltaf sigur til þess að vinna titilinn í fyrsta skiptið í 35 ár. tapi Keflavík og fH vinnur fylki verður fH meistari í fjórða skiptið á fimm árum. Jafntefli dugar fH einnig vinni það fylki með meira en tveimur mörkum. aðrir leikir í umferðinni eru: Valur-Kr, Þróttur-grindavík, Ía-fjölnir og HK-breiðablik. fram, Kr og Valur eiga öll möguleika á 3. sætinu og þar með öruggu sæti í evrópukeppni félagsliða. Í síðustu keppni á á Ítalíu gerðist sögulegur hlutur. Þjóðverjinn Seb- astian Vettel varð þá yngsti ökumað- urinn til að sigra í keppni í Formúl- unni þegar hann kom fyrstur í mark á rennblautri Monza-brautinni. Keppnin á sunnudaginn, sem haldin verður á Marina Bay-svæðinu í Sing- apúr, verður einnig söguleg. Í fyrsta skiptið er keppt í flóðljósum að næt- urlagi. Flóðlýstar keppnir eru ekki al- gengar en hafa verið notaðar í keppnum sem taka lengri tíma. Le Mans-kappaksturinn í Frakklandi nýtir sér þessa tækni en þar er keyrt í sólarhring án þess að stoppa. Eng- inn ökumaður hefur fengið að keyra brautina fyrr en í dag. Tvær æfing- ar eru í dag, föstudag, tímatakan á morgun og sjálf keppnin á sunnu- daginn eins og vaninn er. ótrúleg braut Flóðlýsingin er engu lík og fjórföld sú er má sjá á stóru íþróttaleikvöng- unum. Eitt þúsund og fimm hundr- uð kastarar með 2.000 vatta perum lýsa upp brautina sem er götubraut innan borgarmarka. Sebastian Bord- ais, ökumaður Torro Rosso, er fjór- faldur Ameríkumeistari í kappakstri. Hann varð fyrstur manna til að rölta í gegnum brautina, ríflega fimm kíló- metra göngutúr það og Bourdais líst vel á en hefur smá áhyggjur. „Þetta er nánast eins og dagsbirta, þessi ljós eru svo svakaleg. Ljósin virka alveg fullkomlega og það er að- dáunarvert það sem aðstandendur keppninnar hafa gert hérna. Ég hef þó smá áhyggjur af 10. beygju. Þar eru háir kantar sem eiga að varna því að menn taki fram úr en í raun gera þeir ekkert nema skemma bílana. Þá er aðreinin inn á viðgerðasvæðið mjög varasöm,“ segir Bourdais. Fullkomnir ökuhermar Þó ekkert liðanna hafi fengið að keyra brautina hafa þau æft sig stíft í ökuhermum. Liðin hafa mælt út brautina og keyrt stanslaust síðustu daga. Öll liðin hafa svona herma en munur er á gæðum þeirra. „McLar- en, Ferrari, Red Bull, Williams og Renault eru öll með mjög fullkomna ökuherma. Ég talaði við Pedro de la Rosa sem er þróunarökumaður hjá McLaren. Hann segir að það vanti stigakeppni ökumanna 1. Lewis Hamilton, mcLaren 78 2. felipe massa, ferrari 77 3. robert Kubica, bmW 64 4. Kimi räikkönen, ferrari 57 5. Nick Heidfeld, bmW 53 6. Heikki Kovalainen, mcLaren 51 7. fernando alonso, renault 28 8. Jarno trulli, toyota 26 9. sebastian Vettel, toro rosso 23 10. mark Webber, red bull 20 11. timo glock, toyota 15 stigakeppni bÍlasmiða 1. ferrari 134 2. mcLaren 129 3. bmW 117 4. toyota 41 5. renault 41 6. toro rosso 27 7. red bull 26 8. Williams 17 9. Honda 14 10. force India 0 11. super aguri 0 Fjórða síðasta keppnin í Formúlu 1 fer fram í Singapúr á sunnudaginn. Mótið er sögu- legt fyrir þær sakir að í fyrsta skiptið er ekið að næturlagi í flóðljósum. Ökumenn fá tvær æfingar í flóðljósunum en var neitað um að keyra að degi til. Einu stigi munar á efstu tveimur mönnunum og gætu línur farið að skýrast eftir þessa keppni. gunnlaugur rögnvaldsson, Formúlu-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, býst við skemmtilegri keppni. tómas Þór ÞórðarsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is öll augu á þeim stutta sebastian Vettel varð um síðustu helgi yngsti sigurvegari í formúlu 1 frá upphafi. Hvað gerir hann í singapúr? Formúlan verður ljósið í myrkinu svona 20% upp á að þetta sé eins og að keyra í keppninni sjálfri, þeir fái svo mikla tilfinningu fyrir braut- inni,“ segir Gunnlaugur Rögnvalds- son, umsjónarmaður Formúlunnar á Stöð 2 Sport og andlit íþróttarinnar hér á landi. spáð þrumum og eldingum Keppnin á sunnudaginn gæti orð- ið enn áhugaverðari ef litið er til veð- urspárinnar. Spáin er einföld. Þrum- ur og eldingar. Því gæti fylgt mikil bleyta sem myndi gera ökumönnum enn erfiðara fyrir að aka á braut sem þeir ekki þekkja. „Bourdais bjó í Flór- ída og hann er vanur þannig veðri. Hann segir að verði þrumur og rign- ing að næturlagi dugi ekkert minna en bátur til að ná árangri svo mikil er rigningin,“ segir Gunnlaugur. afskrifar ekki kubica Aðeins munar einu stigi á efstu tveimur mönnunum í stigakeppn- inni, Hamilton og Massa, en tel- ur Gunnlaugur að stórar breytingar verði á töflunni eftir kappaksturinn á sunnudaginn? „Það er erfitt að spá í þessa keppni. Alonso fékk á sig þennan dóm þannig að hann kemur brjálaður til leiks. Verði mikil rigning gætu Ferrari-menn átt í vandræð- um með dekkin og svo hef ég ekk- ert afskrifað Robert Kubica sem er fjórði í stigakeppninni. Ég held að þessir fjórir efstu gætu verið líklegir á sunnudaginn og eftir það gætu lín- ur farið að skýrast í mótinu. Svo er auðvitað frábært að fá unga strákinn Vettel inn í þetta. Verði mikil rign- ing tel ég hann eiga góða möguleika líka,“ segir Gunnlaugur. Hamilton líkur schumacher? Lewis Hamilton fékk á sig 25 sek- úndna víti sem kostaði hann sigur á Spa-brautinni í Belgíu fyrir að stytta sér leið. Þrír ökumenn, þeir Fern- ando Alonso, Mark Webber og Timo Glock, voru svo brjálaðir út í Ham- ilton fyrir aksturslag hans á Monza- brautinni í síðustu keppni. Þeir segja hann þvinga menn nánast út af brautinni og Webber sagði hann hafa klippt á framdekkið hjá honum til að þjóta fram úr honum. Timo Glock var hvað reiðastur og sagði: „Ég veit ekki hvað maðurinn var að hugsa. Ég var alveg upp við hann en hann gaf mér ekkert pláss. Stundum keyrir hann bara eins og hann sé aleinn á brautinni. Næst þegar við erum hlið við hlið á braut- inni mun ég haga mér nákvæmlega eins.“ Spurður um þessi orð ökuþór- anna svaraði Gunnlaugur um hæl: „Eru þeir ekki bara að tala um Mich- ael Schumacher? Hamilton fer bara eins langt og hann kemst og það er kannski það sem þarf.“ Útsending á þessum sögulega kappakstri hefst klukkan 11.30 á sunnudaginn á Stöð 2 Sport. © GRAPHIC NEWS Heimild: FIA Fyrsta Formúlu keppnin sem fram fer að næturlagi verður haldin á nýrri braut í Singapúr. Brautin er staðsett á hinu heimsfræga Marina Bay-hver og er keyrð rangsælis innan borgarmarka. Esplanade Brúin Esplanade Singapúrhjólið Beygja Við- gerð- arhlé Flotpallur Áhorfenda- stæði Hafnar- torgið Sólarorku- borgin Árþúsunds- turninn Tombólu Hótelið Stríðs- minja garðurnn Anderson Brúin Fullerton Hótelið Padang Borgara- hverð St Andrew’s Dómkirkjan Tombólu borgin MARINA BAY Singapúr Marina Bay 10km 1 2 3 4 56 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Rásmark Dagsetning: September 28 Tími: 20:00 staðartíma, 12:00 ÍSL Lengd brautar: 5,067 km Heildarlengd: 309,087 km Fjöldi hringja: 61 HVERNIG BRAUTIN ER LÝST UPP Ljósin sem verða sett upp við brautina fyrir kappaksturinn eru órum sinnum öugri en á meðal íþróttaleikvangi. lampar, 4 metrar á milli hvers. Ljóskastarar: hver lamp er 2000 vött, samanlagt 1,500 ytja rafmagn, samskiptakapla og ljósleiðara. sérstaklega stillt til að fá jöfn birtuskilyrði. Bili einhver einn rafall tekur sá næsti við. Burðargrindir úr áli: eru kringum alla brautina, Háspennumöstur: 8-12m stór. Hæð hvers masturs Orka: 12 tvöfaldir raar á öruggum svæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.