Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 28
föstudagur 26. september 200828 Helgarblað DV Til er land þar sem konurnar lifa lengur en aðrir jarðarbúar. Í því landi er lægsta hlutfall offitu meðal þróaðra ríkja. Þar líta fertugar kon- ur út fyrir að vera tvítugar. Þetta er land þar sem konurnar njóta góm- sætustu fæðu í heimi, en samt eru aðeins þrjú pósent þeirra of feit. Þriðjungi fleiri franskar konur eru feitar og tíu sinnum fleiri stallsyst- ur þeirra í Bandaríkjunum. Í þessu landi eru konurnar mjög upptekn- ar af því að njóta lífsins jafnframt því að borða hollan mat. Þetta er hátæknivætt land og næststærsta iðnveldi í heimi. Landið heitir Jap- an. Og þar er eitthvað ótrúlegt á seyði! Þetta eru upphafsorð bókarinn- ar Leyndarmál japanskra kvenna eftir Naomi Moriyama og William Doyle í þýðingu Þóru Sigurðardótt- ur. Í bókinni fjalla höfundar um af hverju fólkið í Japan lifir lengur en annars staðar í veröldinni og af hverju konurnar þar séu grennri og unglegri. Þau segja það ekki bara japönskum erfðaeiginleikum að þakka heldur líka mataræðinu og telja það sannað að Vesturlanda- búar sem tileinka sér japanskt mat- aræði verði hraustari og grennri. Í bókinni segir Naomi frá matar- menningu þjóðar sinnar og hvernig þau hjónin aðlöguðu japanskt mat- aræði vestrænum lifnaðarháttum sínum. Bókin er auk þess sneisa- full af girnilegum, meinhollum og einföldum uppskriftum og fróð- leiksmolum um japanskt hráefni og matargerð. Naomi Moriyama ólst upp í Tók- ýó en flutti til Bandaríkjanna þar sem hún fór í háskólanám og bætti á sig 12 kílóum! Nokkrum árum síðar fór hún með amerískum eig- inmanni sínum til Tókýó og dvaldi þar í mánuð. Fyrr en varði hrundu kílóin af þeim báðum án þess að þau gerðu nokkuð til þess. Þóra Sigurðardóttir, þýðandi bókarinnar sem einnig er höfundur bókanna Djöflatertan og Ef þú bara vissir ásamt Mörtu Maríu Jónsdótt- ur, segist algjörlega hafa dottið ofan í hrísgrjónapottinn á meðan á þýð- ingunni stóð. „Ég heillaðist algjör- lega af matarmenningu Japana eft- ir að ég las bókina. Maturinn þeirra er einstakur.“ Þóra segir ástríðu japanskra kvenna í matargerð mjög aðdáunarverða. „Konurnar í Japan eru aldrei búnar að ákveða hvað þær ætla að elda áður en þær halda út í búð. Þær velja eingöngu fersk- asta hráefnið. Þar af leiðandi er eldamennskan líka svolítið árstíða- bundin. Einnig leika þær sér að því að hafa allt í stíl þegar maturinn er borinn fram,“ segir Þóra Það vakti athygli Þóru að þó svo að japanskar konur séu grannar eru þær með mat á heilanum. „Þú mátt og átt að vera með mat á heil- anum. Ekki neita þér um það sem þú vilt – borðaðu bara minna af því og hafðu á hreinu hvaða valkosti þú hefur og vertu meðvitaður,“ seg- ir Þóra að lokum. kolbrun@dv.is Konan Klæðum af oKKur Kuldann Haustið er komið, á því leikur enginn vafi. Þar af leiðandi er kominn tími til að taka fram úlpuna, húfuna, trefilinn og vettlingana. Það er alveg hægt að vera smart þó svo maður sé vel klæddur. Kryddaðu aðeins upp á fata- skápinn með því að kaupa þér fallega húfu og vettlinga í stíl við þykku úlpuna þína og þú ert klár í slaginn fyrir kalda haustmorgna.umsjón: KOLbrÚn pÁLÍna HeLgadóttIr kolbrun@dv.is Komin er út bókin Japanskar konur, hraustar og grann- ar hjá bókafor- laginu Sölku. Bókin ljóstrar upp leynd- armálum japanskra kvenna og af hverju þær eru með lægstu fituprósentu í heimi. Í bókinni má finna úrval hollra uppskrifta sem og góð lífsstílsráð. Leyndarmál japanskra kvenna datt ofan í hrísgrjónapottinn Þóra sigurðardóttir, þýðandi bókarinnar, segist hafa dottið ofan í hrísgrjónapottinn og heillast af japönskum mat á meðan á þýðingunni stóð. Kona viKunnar Sigurlín Margrét Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Táknmáls ehf., tákn- málsfréttaþula og frumkvöðull. Hvað borðar þú í morgunmat? „Kaffibolla, 3 til 4 hrökkbrauðs- sneiðar með viðbiti og einstaklega mikið af gúrku sem er sneidd niður með ostaskeranum. um tíuleytið fæ ég mér ávöxt.“ Hvar líður þér best? „Á rösklegri göngu í rigningu og roki, helst við vatn eða við fjöru. Vellíðan við heimkomuna gerir það að verkum að maður lætur veðrið ekki aftra sér frá göngu í svona veðri.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „með göngutúrum og núna þessa dagana líka í turninum í Kópavogi með glænýja þjálfunaráætlun. svo auðvitað að borða rétta matinn sem ég má borða og drekka nóg af vatni.“ Hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „Hydrafresh-rakagelið frá L´oreal og L’oreal-maskara. af förðunar- vörum er mac í svolitlu uppáhaldi og á ég góðan grunn af vörum þaðan. dagsdaglega nota ég svo beat-ilmvatnið frá burberry en spari er það L´instant de guerlain sem vinkonur mínar gáfu mér.“ Hvar kaupir þú helst föt? „Ég á góð föt frá gK, Hm og fleiri góðum búðum.“ Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „maður lifandi.“ Hvert er þitt helsta fegrunarráð? „Hugsaðu jákvætt um sjálfa þig, umhverfi þitt og aðra í kringum þig. drekka vatn og fá góðan 8 tíma svefn.“ Lumar þú á einu góðu ráði fyrir okkur hinar? „nýlega fann ég frábæra lausn varðandi það hvernig geyma eigi förðunarvörur á haganlegan hátt í baðherberginu. mín lausn kostaði 1.490 krónur. Ég keypti mér í Ikea hnífaparaskúffustatíf og setti inn í skúffuna í baðherberginu, þannig að öllu er vel komið fyrir - blýantar - burstar - maskarar - varalitir - púðurmeik og svo framvegis.“ Brot úr bókinni: l Við fæðingu eiga japanskar konur von á að lifa lengur en konur í 192 öðrum lönd- um eða 77,7 ár við góða heilsu. l Japanskir karlmenn geta búist við bestu heilsu allra karlmanna í heiminum. l Heilbrigðislíkur Japana eru betri en allra annarra þjóða í heiminum og þeir lifa heilum þremur árum lengur en bæði Frakkar og Þjóðverjar, fjórum árum leng- ur en Bretar og nærri sex árum lengur en Bandaríkjamenn sem eru í tuttugasta og þriðja sæti. Zen-hugleiðingarnar fimm sem Japanir notast við áður en þeir matast. 1. Ég hugleiði alla þá vinnu sem þurfti til að færa þennan mat á borðið, leyfið mér að sjá hvaðan maturinn er kominn. 2. Ég íhuga minn eigin ófullkomleika og hvort ég verðskuldi þessa matargjöf. 3. megi hugur minn vera laus við mismunun og græðgi. 4. Ég neyti þessarar fæðu til að halda líkamanum hraustum. 5. Ég þigg þennan mat svo ég geti haldið áfram á andlegri vegferð minni til upplýsts hugar. Nýja Sendibílastöðin 568 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.