Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 41
föstudagur 26. september 2008 41Sport Grétar á Old traffOrd Okkar strákar á englandi verða í eldlínunni eins og vanalega þegar helgin gengur í garð. grétar rafn steinsson fer með sínum félögum í bolton á sjálfan Old trafford-leikvanginn í manchester og mætir eng- landsmeistrunum. grétar lék þar einnig með bolton í fyrra en tapaði, 2-0, með tveimur mörkum Cristianos ronaldo. fái Hermann Hreiðarsson tækifæri í hriplekri vörn portsmouth mun hann leika á heimavelli gegn tottenham. Hvorugt lið- anna hefur farið vel af stað en tottenham þó öllu verr enda ekki náð að vinna einn sigur á tímabilinu í deildinni. „Það fyrsta sem ég geri þegar leikja- planið birtist er að skoða hvenær við leikum gegn Man.Utd og Ev- erton,“ sagði Jamie Carragher, hinn innfæddi leikmaður Liverpool á dögunum. Það eru margir rómaðir granna- slagir í enska boltanum en óvíða er eins mikill titringur og eftirvænt- ing og í Liverpool-borg þar sem allt snýst um fótbolta. Leikir Everton og Liverpool í gegnum tíðina hafa verið harðir og einkennst af mik- illi baráttu. Í meðalleik sjá liðin álíka mörg spjöld á lofti og skauta- hlauparar í einkunnagjöf. Ómögu- legt hefur verið að spá fyrir um úr- slit leikjanna eftir stöðu liðanna í deildinni. Hún skiptir engu máli í þessum viðureignum. rígurinn eykst Rígur félaganna hefur síður en svo minnkað með árunum. Ef eitt- hvað er hefur hann aukist. Leik- ir liðanna undanfarin ár hafa líka borið þess merki. Í september 2006 tók Everton á móti þeim rauðu og vann stærsta sigur sinn á Liver- pool í 32 ár. Mikill viðbúnaður var í borginni þar sem stuðningsmenn Everton fóru mikinn enda höfðu þeir þurft að sætta sig við tap í 12 af síðustu 13 leikjum liðanna. Karam- ellurnar (The Toffies) fengu upp- reisn æru og Liverpool-borg varð blá á litinn. Þessi minni lið Spennan var því rafmögnuð þegar liðin mættust í næsta leik á Anfield. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan eftir að heimamenn höfðu verið með boltann mestall- an tímann. Leikurinn sjálfur var ekki eftirminnilegur og Everton fagnaði hefndarmissi Liverpool. Eftirleikurinn var öllu fjörlegri. Í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn sagði Rafael Benitez, stjóri Liver- pool, að hætta væri á svona nið- urstöðu þegar keppt væri við þessi minni lið (e. smaller teams ) sem legðust bara í vörn. Liðsmenn Ev- erton tóku þessu illa, eins og gefur að skilja, og mikið rifrildi í fjölmiðl- um hófst. Rígurinn blómstraði sem aldrei fyrr. farsi á Goodison Liðin mættust næst í söguleg- um leik í október 2007 á Goodison Park þar sem óteljandi umdeild atvik áttu sér stað. Sjálfsmark, tvær vítaspyrnur og tvö rauð spjöld voru aðeins hluti af réttum dags- ins. Fyrir leik höfðu fréttir borist af hugsanlegu brotthvarfi Everton úr borginni og létu stuðningsmenn liðanna skoðanir sínar óspart í ljós á leiknum. Liverpool sigraði 1-2 og viðbúnaður lögreglu eftir leikinn var gríðarlegur enda hitastigið um og yfir suðumarki. torres bjargar Í síðasta leik liðanna í mars síð- astliðnum mætti Everton í miklum hefndarhug á Anfield. Talsvert fjöl- miðlafár var fyrir leikinn þar sem yfirlýsingar leikmanna og stjór- anna Moyes og Benitez gengu á víxl. Skemmst er frá því að segja að leikmenn slógust úti um allan völl og tæklingar upp í nára sáust með reglulegu millibili. Hvorugt liðið gaf nokkuð eftir og áhorfendur gengu af göflunum. Niðurstaðan varð sú að aðeins eitt mark spænska gulld- rengsins skildi liðin að. Úrslitin 1-0 og íþróttafréttamenn notuðu enn og aftur fleygustu línu síðasta tímabils: „Hvar væri Liverpool án Fernandos Torres?“ Hvað gerist nú? Þessir fornu fjandvinir mætast nú í hádeginu á laugardaginn á heimavelli Everton. Bæði lið, sam- kvæmt hefðbundnum yfirlýsing- um, stefna á sigur og ekkert annað. Liðin hafa sýnt góða og slæma leiki í byrjun tímabilsins en í svona leik er það dagsformið og stemningin sem munu skipta sköpum. Sterk- ustu leikmönnum liðanna verð- ur stillt upp og blásið í herlúðra. Hver svo sem gæði leiksins verða er hægt að lofa borgarastyrjöld á Goodison Park. Flautað verður til leiks klukkan 11.45. SíðuStu Sex leikir liðanna 28. desember 2005 á goodison park EvErtOn 1 - 3 livErpOOl phil Neville - peter Crouch, steven gerrard, djibril Cissé 25. mars 2006 á anfield road livErpOOl 3 - 1 EvErtOn phil Neville (sm.), Luis garcia, Harry Kewell - tim Cahill 9. september 2006 á goodison park EvErtOn 3 - 0 livErpOOl andy Johnson 2, tim Cahill 3. febrúar 2007 á anfield road livErpOOl 0 - 0 EvErtOn 20. október 2007 á goodison park EvErtOn 1 - 2 livErpOOl sami Hyypia (sm.) - dirk Kuyt 2 (bæði úr vítum) 30. mars 2008 á anfield road livErpOOl 1 - 0 EvErtOn svEinn waaGE blaðamaður skrifar: swaage@dv.is Baráttan um BítlaBorgina Everton tekur á móti grönnum sínum Liverpool á laugardag- inn. Miðað við síðustu leiki liðanna, umdeild atvik og dramatík ber að flokka viðureignir félaganna undir borgarastyrjöld frek- ar en nágrannaslag. arOn fErðast til BlackpOOl aron einar gunn- arsson verður væntanlega í byrjunarliði Coventry sem heimsækir blackpool í Championship-deildinni um helgina. Þá eiga hin Íslendingaliðin tvö heimaleiki. Jóhannes Karl guðjónsson og félagar í burnley fá preston í heimsókn sem situr í 3. sæti deildarinnar. burnley er í því 13. Þá taka Ívar Ingimarsson og brynj- ar björn gunnarsson á móti swansea sem hefur farið vel af stað í deildinni og er öllum að óvörum í 12. sæti. reading er þó öllu ofar, í sjötta sæti deildarinnar. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti lagersala Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 í 4 mis munand i áklæðu m Bjóðum 1 5 tungu sófa verð áður 139.000 kr.69.000,- á aðeins yfir 200 gerðir af sófum VERÐHRUN Tek að mér að þvo og bóna bíla (djúp- og blettahreinsun) Bjargvætturinn torres fagnar sigurmark- inu í síðasta borgarslag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.