Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 13
föstudagur 26. september 2008 13Nærmynd Jóhann R. Benediktsson, lög- reglu- og tollstjóri á Suðurnesjum, hrökklast nú úr starfi. Margt hef- ur gengið á í samskiptum hans við Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra undanfarna mánuði. Hermt er að upphaf þeirra deilna megi rekja til þess þegar Jóhann neit- aði að standa að handtöku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við komu hans til landsins í ágúst 2002. Á tíma virtust samskipti þeirra falla í ljúfa löð eða þar til dómsmálaráð- herra tók einhliða ákvörðun um að skipta upp embættinu sem ári áður hafði verið sameinað. Á dögunum auglýsti dómsmálaráðherra stöðu Jóhanns, án vitundar hans. Jóhann sagði upp störfum í vikunni en honum fylgdu þrír af stjórnendum embættisins. DV varpar ljósi á að- draganda brotthvarfs Jóhanns og hvaða mann hann hefur að geyma. Neitaði að handtaka Jón Ásgeir DV ritaði fréttaskýringu í vor að Jóhann hafi neitað því að handtaka Baugsmanninn Jón Ásgeir Jóhann- esson í ágúst árið 2002. Jón Ásgeir var á heimleið til yfirheyrslna vegna Baugsmálsins sem þá var í hámæl- um. Heimildir DV herma að fyrir- mæli hafi borist um að handtaka ætti Jón Ásgeir á Keflavíkurflug- velli. Þar áttu fréttamenn Ríkisút- varpsins einnig að vera til að hægt væri að sýna frá atburðinum. Bæði ríkislögreglustjóri og RÚV höfn- uðu þeim fullyrðingum DV með yfirlýsingum. Undir yfirlýsingu rík- islögreglustjóra skrifaði Harald- ur Johannessen ríkislögreglustjóri en hermt er að Jóhann hafi neit- að að skrifa undir. Hann neitaði af þeirri einföldu ástæðu að hann fékkst ekki til að gefa út ósanna yf- irlýsingu. Við þetta skapaðist nún- ingur á milli ríkislögreglustjóra og embættis Jóhanns, sem bauðst til að gera skýrslu um atburði þessa dags. Það var snarlega afþakkað. Björn treysti Jóhanni Jóhann var skipaður sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli 1. apríl 1999. Staða hans hefur tekið mikl- um breytingum frá þeim tíma. 1. janúar í fyrra voru lögreglu- og toll- umdæmin á Suðurnesjum sam- einuð. Um tíma var hann því allt í senn sýslumaður, lögreglu- og toll- stjóri á Suðurnesjum. Við sameininguna sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: „Ég er þess fullviss, að undir forystu Jó- hanns R. Benediktssonar lögreglu- stjóra tekst að sameina liðsheildina til góðra verka, en undir hans stjórn starfa um 220 manns, þar af um 90 lögregluþjónar og um 50 tollverðir, fjöldi öryggisgæslumanna í flug- stöð Leifs Eiríkssonar, lögfræðing- ar og annað sérhæft fólk. Verkefni liðsins er annars vegar að tryggja, að öll gæsla á Keflavíkurflugvelli standist ströngustu kröfur um að öryggi íbúanna á Suðurnesjum sé vel tryggt.“ Mönnum sem DV talaði við ber saman um að þessi orð ráð- herrans hafi gengið eftir. Gott orð fer af störfum Jóhanns og lögregl- unnar og tollgæslunnar á Suður- nesjum í heild. Það staðfestu fjöl- margir viðmælendur DV. Lögfræðipróf frá HÍ Jóhann Ragnar fæddist í Kópa- vogi 18. mars 1961 og ólst þar upp. Hann gekki í Kársnesskóla, Þing- holtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MK 1981, stundaði nám í lögfræði í HÍ og lauk þaðan embættisprófi 1987. Jóhann var lögreglumaður í Reykjavík í þrjú sumur á meðan hannn var í laganámi. Að því loknu lagði hann stund á almenn lög- fræðistörf, meðal annars hjá Húsa- smiðjunni. Jóhann réðst til starfa sem sendiráðsritari í utanríkis- BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Framhald á næstu síðu fjörkálf r Jóhann R. Benediktsson lenti upp á kant við ríkislögreglustjóra þegar hann neitaði að skrifa undir ósanna yfirlýs- ingu um að ekki hafi staðið til að hand- taka Jón Ásgeir Jóhannesson á Kefla- víkurflugvelli árið 2002. Jóhann hættir um mánaðamótin sem lögreglu- og tollstjóri á Suðurnesjum vegna trúnað- arbrests á milli hans og Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra. Vinir og samstarfsfélagar Jóhanns lýsa honum sem einstaklega glaðlyndum og heil- steyptum manni. NÆrMYND Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglu- og tollstjóri Hrökklast nú úr starfi, þvert á geð flestra sem með honum starfa. MYNDIR GUNNAR GUNNARSSON Kröftugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.