Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 13
föstudagur 26. september 2008 13Nærmynd Jóhann R. Benediktsson, lög- reglu- og tollstjóri á Suðurnesjum, hrökklast nú úr starfi. Margt hef- ur gengið á í samskiptum hans við Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra undanfarna mánuði. Hermt er að upphaf þeirra deilna megi rekja til þess þegar Jóhann neit- aði að standa að handtöku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við komu hans til landsins í ágúst 2002. Á tíma virtust samskipti þeirra falla í ljúfa löð eða þar til dómsmálaráð- herra tók einhliða ákvörðun um að skipta upp embættinu sem ári áður hafði verið sameinað. Á dögunum auglýsti dómsmálaráðherra stöðu Jóhanns, án vitundar hans. Jóhann sagði upp störfum í vikunni en honum fylgdu þrír af stjórnendum embættisins. DV varpar ljósi á að- draganda brotthvarfs Jóhanns og hvaða mann hann hefur að geyma. Neitaði að handtaka Jón Ásgeir DV ritaði fréttaskýringu í vor að Jóhann hafi neitað því að handtaka Baugsmanninn Jón Ásgeir Jóhann- esson í ágúst árið 2002. Jón Ásgeir var á heimleið til yfirheyrslna vegna Baugsmálsins sem þá var í hámæl- um. Heimildir DV herma að fyrir- mæli hafi borist um að handtaka ætti Jón Ásgeir á Keflavíkurflug- velli. Þar áttu fréttamenn Ríkisút- varpsins einnig að vera til að hægt væri að sýna frá atburðinum. Bæði ríkislögreglustjóri og RÚV höfn- uðu þeim fullyrðingum DV með yfirlýsingum. Undir yfirlýsingu rík- islögreglustjóra skrifaði Harald- ur Johannessen ríkislögreglustjóri en hermt er að Jóhann hafi neit- að að skrifa undir. Hann neitaði af þeirri einföldu ástæðu að hann fékkst ekki til að gefa út ósanna yf- irlýsingu. Við þetta skapaðist nún- ingur á milli ríkislögreglustjóra og embættis Jóhanns, sem bauðst til að gera skýrslu um atburði þessa dags. Það var snarlega afþakkað. Björn treysti Jóhanni Jóhann var skipaður sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli 1. apríl 1999. Staða hans hefur tekið mikl- um breytingum frá þeim tíma. 1. janúar í fyrra voru lögreglu- og toll- umdæmin á Suðurnesjum sam- einuð. Um tíma var hann því allt í senn sýslumaður, lögreglu- og toll- stjóri á Suðurnesjum. Við sameininguna sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: „Ég er þess fullviss, að undir forystu Jó- hanns R. Benediktssonar lögreglu- stjóra tekst að sameina liðsheildina til góðra verka, en undir hans stjórn starfa um 220 manns, þar af um 90 lögregluþjónar og um 50 tollverðir, fjöldi öryggisgæslumanna í flug- stöð Leifs Eiríkssonar, lögfræðing- ar og annað sérhæft fólk. Verkefni liðsins er annars vegar að tryggja, að öll gæsla á Keflavíkurflugvelli standist ströngustu kröfur um að öryggi íbúanna á Suðurnesjum sé vel tryggt.“ Mönnum sem DV talaði við ber saman um að þessi orð ráð- herrans hafi gengið eftir. Gott orð fer af störfum Jóhanns og lögregl- unnar og tollgæslunnar á Suður- nesjum í heild. Það staðfestu fjöl- margir viðmælendur DV. Lögfræðipróf frá HÍ Jóhann Ragnar fæddist í Kópa- vogi 18. mars 1961 og ólst þar upp. Hann gekki í Kársnesskóla, Þing- holtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MK 1981, stundaði nám í lögfræði í HÍ og lauk þaðan embættisprófi 1987. Jóhann var lögreglumaður í Reykjavík í þrjú sumur á meðan hannn var í laganámi. Að því loknu lagði hann stund á almenn lög- fræðistörf, meðal annars hjá Húsa- smiðjunni. Jóhann réðst til starfa sem sendiráðsritari í utanríkis- BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Framhald á næstu síðu fjörkálf r Jóhann R. Benediktsson lenti upp á kant við ríkislögreglustjóra þegar hann neitaði að skrifa undir ósanna yfirlýs- ingu um að ekki hafi staðið til að hand- taka Jón Ásgeir Jóhannesson á Kefla- víkurflugvelli árið 2002. Jóhann hættir um mánaðamótin sem lögreglu- og tollstjóri á Suðurnesjum vegna trúnað- arbrests á milli hans og Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra. Vinir og samstarfsfélagar Jóhanns lýsa honum sem einstaklega glaðlyndum og heil- steyptum manni. NÆrMYND Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglu- og tollstjóri Hrökklast nú úr starfi, þvert á geð flestra sem með honum starfa. MYNDIR GUNNAR GUNNARSSON Kröftugur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.