Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 35
Helgarblað Köngulóin í jukkunni Þegar Rakel er spurð hvort hún eigi sér einhverja eftirlætisflökkusögu nefnir hún strax söguna um „köngulóna í jukkunni“. Þessi saga hefur verið býsna lífseig og sjálf- sagt hafa margir heyrt hana í ýmsum myndum en í stuttu máli er hún eitthvað á þessa leið: Kona fór í Blómaval og keypti sér forláta jukku sem hún stillti upp í stofunni heima hjá sér enda blómið hin mesta prýði. Konan vökvaði blómið reglulega, eins og vera ber, og heyrði iðulega torkennileg hljóð, hálfgert hvæs, þegar vatnið skall á plöntunni. Kon- an lét þó hljóðin sem vind um eyru þjóta í nokkur skipti en hvæsið frá plöntunni varð að lokum slík ráðgáta að hún fór að rannsaka blómið betur. Heldur brá frúnni í brún þegar hún horfðist þá í augu við kafloðna og risavaxna tarantúlu sem kunni athyglinni og vatnsúðanum fremur illa. Allt fór þetta þó á besta veg og sérfræðingur, sem sá um að fjar- lægja ófétið, var kallaður til. Margir létu sér þessa skelfilegu reynslu að kenningu verða og fóru að öllu með gát þegar jukkur voru keyptar, minnugir þess að óvelkomnar átt- fætlur gætu fylgt með í kaupunum. „Ég man svo vel eftir því þegar ég heyrði þessa sögu í fyrsta sinn. Ég er sjálf svo hrædd við köngulær að ég þreyttist ekki á að segja fólki frá þessu,“ segir Rakel sem er flest- um fróðari um flökkusögur á Ís- landi. Kötturinn í örbylgjuofninum og Koss dauðans ógeðslegar, fyndnar og oft svo vand- ræðalegar að við viljum trúa því að þær séu sannar.“ Trúverðugleikann fá sögurnar svo ekki síst vegna þess að frumheimildin virðist jafnan standa sögumanni nærri og ekki fer fólk að ljúga slíkum ósköp- um að sínum nánustu. „Þetta er oftast frænka einhvers, eða einhver náskyldur, sem hefur lent í þessu og það elur á alls kyns til- finningum. Sög- urnar lifa síð- an góðu lífi í meðförum manna og alltaf er verið að bæta ein- hverju við til að byggja undir trúverð- ugleikann.“ Rakel segir fjölmiðla hafa gegnt stóru hlutverki í útbreiðslu flökkusagna og að þær rati oft í alvöru fréttir sem heilagur sannleikur. Í því sambandi þarf ekki að fjölyrða um áhrifamátt netsins þar sem flökku- sögur grassera og berast sem eldur um sinu út um allan heim. Þá varð- veitast sögurnar, taka breytingum og berast ekki ósvipað bröndurum á milli fólks og þrátt fyrir mátt fjölmiðlanna á síðustu ára- tugum virðist hin munnlega geymd enn vera traustasti og öflugasti farvegur flökkusagn- anna. Hundurinn Lúkas Flökkusögurnar sækja áhrifamátt sinn síðan ekki síst til hinna óljósu marka á milli skáldskapar og raunveruleika. Stund- um geta sögurnar átt sér hliðarsögur sem eiga sér stoð í raun- veru- leik- anum en fara að hegða sér sem flökkusögur. Eða öfugt. Hundur- inn Lúkas, sem átti að hafa geispað golunni í íþróttatösku sem of- beldisfauti notaði fyrir fótbolta, er ágætt dæmi um það hvernig óljós kjaftasaga öðlast sjálf- stætt líf og verður að stórfrétt. Netið stuðl- aði að trylltri útbreiðslu „flökkusögunnar“ um myrta smáhundinn sem öðlaðist slíkan slagkraft að múgurinn róaðist ekki fyrr en saklaus maður hafði nánast verið brennd- ur á báli í netheimum fyrir glæpinn sem aldrei var framinn. En sagan var góð og því ekki ann- að hægt en að trúa henni. Flökkusög- urnar eru nefnilega svolítið eins og hundurinn Lúkas. Þær spretta upp úr engu, neita að deyja og skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Vatnshrúturinn ehf Ný pípulagnaþjónusta á skaganum Nýlagnir & breytingar Öll almenn pípulagnaþjónusta Upplýsingar gefur Benni í síma 899 3464 Tækifæri Vantar þig fulla vinnu ? Eða hlutastarf með námi, eða annari vinnu ? Eða ertu heimavinnandi, og vantar auka tekjur ? www.vinnaheima.is Bláir fiskar Markaður Ægisbraut 9, eh., 300 Akranesi Skranbúð & antik notað eða nýtt Opið föstud., laugard. og sunnud. kl. 12:00 - 18:00 Allir velkomnir visa - visa létt master
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.