Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Blaðsíða 6
föstudagur 26. september 20086 Fréttir DV Sandkorn n Ástandið í Frjálslynda flokkn- um er með spaugilegasta móti. Örflokkurinn glímir við sund- urlyndi og hver höndin er upp á móti annarri. Sigurjón Þórð- arson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur af tak- markalitlu sjálfstrausti lýst því yfir að hann vilji verða formaður flokksins. Til að kóróna vitleysuna telur hann líklegt að Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður flokksins, muni styðja hann til embætt- isins. Af flestum er talið miklu líklegra að Guðjón og Kristinn H. Gunnarsson muni yfirgefa flokkinn og eftir standi flokks- brot sem gerir út á þá vá sem stafi af útlendingum. n Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, stendur í stríði við Soffíu Vagnsdóttur bæjar- fulltrúa sem telur hann vera að flæma hana úr bænum með rekstur sem gæti gefið fjölda starfa. Bæj- arstjórinn á sjálfur umdeilda fortíð í rekstri. Vefurinn bb.is segir frá því að hann hafi árið 2004 rekið sprota- fyrirtækið hotMobilemail ehf. sem stofnað var í Bolungarvík. Hugmyndin gekk út á kerfi sem gerði fólki kleift að skoða tölvu- póst þráðlaust. Byggðastofnun mun hafa lagt 15 milljónir króna í verkefnið sem aldrei varð fugl eða fiskur. Staðfesti bæjarstjór- inn við BB að fyrirtækið væri ennþá til en hefði ekki neina starfsemi. Menn velta fyrir sér hvert peningarnir hafi farið. n Formaður Hrútavinafélagsins, Björn Ingi Bjarnason, er inn- múraður samfylkingarmaður og hefur um áratugaskeið verið krati. Um tíma var hann vara- þingmað- ur Alþýðu- flokksins. Björn Ingi mun hafa farið þess á leit við Samfylk- inguna að fá sæti í menning- armálanefnd Árborgar en var sniðgenginn. Sjálfstæðisflokkur Eyþórs Arnalds brá skjótt við og setti hann inn í nefndina sem sinn mann. Velta menn fyrir sér hvort formaðurinn skipti um flokk í framhaldinu. Lögreglan hafði handtekið fimm manns í gær í tengslum við morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur, hótelstýru á Extreme-hótelinu í Dóminíska lýðveldinu. Lög- regluforingi lýsti atburðarásinni sem leiddi til dauða Hrafnhildar í gær. Í gær greindi fréttamiðillinn List- indiario.com frá því að fimm hefðu verið handteknir vegna morðsins á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur. Rafael Calderón, yfirlögregluþjónn í norð- urhluta Dóminíska lýðveldisins, sagði tvo hinna handteknu hafa átt í nánu sambandi við Hrafnhildi. Ekki var þó ljóst í gærkvöldi hvort fyrst og fremst væri um vitni að ræða eða meinta morðingja. Í gær kom fram að hinn grunaði morðingi væri Franklin Genao sem væri einnig þekktur undir nafninu El Sanki Panky. Talið er að Hrafnhildi hafi ver- ið veitt banahöggið og stungusár á baðherberginu í íbúð hennar á Extr- eme-hótelinu í smábænum Cab- arete. Calderón yfirlögregluþjónn lýsti því í gær hversu hörmuleg árás- in hefði verið. Hrafnhildur var með ýmis sár á líkamanum. Hún hafði verið pyntuð og stungin og loks lam- in í höfuðið. Grunn stungusár voru á líkamanum og áverkar á munni en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar var banameinið höfuð- högg með hamri. Calderon sagði í gærkvöldi að skammt væri í að rannsókn á mál- inu lyki. Misvísandi upplýsingar Fréttir af málinu ytra hafa á köfl- um reynst misvísandi. Þannig full- yrða sumir fréttamiðlar að Hrafnhild- ur sé írsk og aðrir að hún sé áströlsk. Í fréttatilkynningu frá ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins kom fram að hún væri frá Írlandi, en það kann að skýrast af því að nánast sami fram- burður er á örnefninu Írland og Ís- land í suður-amerískum mállýskum spænsku. Þá fullyrti starfsmaður lög- reglunnar í Cabarete við blaðamann DV að hún væri frá Ástralíu en ekki Íslandi. Það kann að skýrast af því að Hrafnhildur fór til Ástralíu frá Íslandi þegar hún hóf ferðalag sitt í apríl síð- astliðnum. Ljótar myndir á netinu Myndir af Hrafnhildi látinni birt- ust á vefsíðum nokkurra fréttamiðla í Dóminíska lýðveldinu og virðist sem fjölmiðlar hafi fengið myndirnar frá lögreglu. Talið er að myndirnar hafi verið teknar af réttarmeinafræðingi lögreglunnar. Samkvæmt heimild- um DV vita einhverjir aðstandendur Hrafnhildar Lilju af myndbirtingun- um og leggjast þær illa í þá á þessari raunastund. Stjórnendur þeirra fjölmiðla sem birtu myndirnar virðast þó hafa feng- ið einhverja bakþanka. Síðdegis í gær höfðu myndir af líki Hrafnhildar Lilju verið fjarlægðar af fréttavefjum, utan einnar myndar sem sýndi börurn- ar sem líkami Hrafnhildar lá á, en þá undir ábreiðu svo hún sást ekki. Syrgja á Facebook Hrafnhildur Lilja átti vini úti um allan heim sem syrgja nú sviplegt dauðsfall hennar. Yfir sjö hundruð notendur á samskiptavefnum Face- book hafa vottað samúð sína á sér- stökum vef sem er tileinkaður henni. Þá hafa vinir hennar á Íslandi stofn- að sérstakan söfnunarreikning fyr- ir fjölskyldu Hrafnhildar en reikn- ingsnúmerið er 0537-14-609973 með kennitölunni 081079-5879. Þá verður bænastund til minning- ar um Hrafnhildi Lilju haldin í Vída- línskirkju í Garðabæ í dag klukkan 18. LJÚFFENG HOLLUSTA! Á GRÆNNI GREIN - SUÐURLANDSBRAUT 52 (BLÁU HÚSUNUM VIÐ FAXAFEN) SÍMI: 553-8810 OPIÐ Virka daga: 11:00 - 19:15 Laugardaga: lokað Sunnudaga: lokað Að lokum má ekki gleyma okkar gómsætu kökum. Syndsamlega góðum en samt hægt að njóta án samviskubits. Á Grænni Grein er ferskur staður þar sem hollustan er í fyrirrúmi. ATHUGIÐ, NÚ ER EINNIG HÆGT AÐ FÁ FISKRÉTTI. LJÚFFENG HÁDEGISTILBOÐ Góður afsláttur til fyrirtækishópa. Frábært að taka með sér hollan skyndibita í og eftir vinnu. LJÚFFENG TILBOÐ ALLAN DAGINN AtLi Már GyLFASon blaðamaður skrifar atli@dv.is Fréttir af málinu ytra hafa á köflum reynst misvísandi. Hún var pyntuð Hrafnhildur Lilja Georgs- dóttir Hún var afar vinsæl og hennar er sárt saknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.