Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 6
föstudagur 26. september 20086 Fréttir DV Sandkorn n Ástandið í Frjálslynda flokkn- um er með spaugilegasta móti. Örflokkurinn glímir við sund- urlyndi og hver höndin er upp á móti annarri. Sigurjón Þórð- arson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur af tak- markalitlu sjálfstrausti lýst því yfir að hann vilji verða formaður flokksins. Til að kóróna vitleysuna telur hann líklegt að Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður flokksins, muni styðja hann til embætt- isins. Af flestum er talið miklu líklegra að Guðjón og Kristinn H. Gunnarsson muni yfirgefa flokkinn og eftir standi flokks- brot sem gerir út á þá vá sem stafi af útlendingum. n Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, stendur í stríði við Soffíu Vagnsdóttur bæjar- fulltrúa sem telur hann vera að flæma hana úr bænum með rekstur sem gæti gefið fjölda starfa. Bæj- arstjórinn á sjálfur umdeilda fortíð í rekstri. Vefurinn bb.is segir frá því að hann hafi árið 2004 rekið sprota- fyrirtækið hotMobilemail ehf. sem stofnað var í Bolungarvík. Hugmyndin gekk út á kerfi sem gerði fólki kleift að skoða tölvu- póst þráðlaust. Byggðastofnun mun hafa lagt 15 milljónir króna í verkefnið sem aldrei varð fugl eða fiskur. Staðfesti bæjarstjór- inn við BB að fyrirtækið væri ennþá til en hefði ekki neina starfsemi. Menn velta fyrir sér hvert peningarnir hafi farið. n Formaður Hrútavinafélagsins, Björn Ingi Bjarnason, er inn- múraður samfylkingarmaður og hefur um áratugaskeið verið krati. Um tíma var hann vara- þingmað- ur Alþýðu- flokksins. Björn Ingi mun hafa farið þess á leit við Samfylk- inguna að fá sæti í menning- armálanefnd Árborgar en var sniðgenginn. Sjálfstæðisflokkur Eyþórs Arnalds brá skjótt við og setti hann inn í nefndina sem sinn mann. Velta menn fyrir sér hvort formaðurinn skipti um flokk í framhaldinu. Lögreglan hafði handtekið fimm manns í gær í tengslum við morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur, hótelstýru á Extreme-hótelinu í Dóminíska lýðveldinu. Lög- regluforingi lýsti atburðarásinni sem leiddi til dauða Hrafnhildar í gær. Í gær greindi fréttamiðillinn List- indiario.com frá því að fimm hefðu verið handteknir vegna morðsins á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur. Rafael Calderón, yfirlögregluþjónn í norð- urhluta Dóminíska lýðveldisins, sagði tvo hinna handteknu hafa átt í nánu sambandi við Hrafnhildi. Ekki var þó ljóst í gærkvöldi hvort fyrst og fremst væri um vitni að ræða eða meinta morðingja. Í gær kom fram að hinn grunaði morðingi væri Franklin Genao sem væri einnig þekktur undir nafninu El Sanki Panky. Talið er að Hrafnhildi hafi ver- ið veitt banahöggið og stungusár á baðherberginu í íbúð hennar á Extr- eme-hótelinu í smábænum Cab- arete. Calderón yfirlögregluþjónn lýsti því í gær hversu hörmuleg árás- in hefði verið. Hrafnhildur var með ýmis sár á líkamanum. Hún hafði verið pyntuð og stungin og loks lam- in í höfuðið. Grunn stungusár voru á líkamanum og áverkar á munni en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar var banameinið höfuð- högg með hamri. Calderon sagði í gærkvöldi að skammt væri í að rannsókn á mál- inu lyki. Misvísandi upplýsingar Fréttir af málinu ytra hafa á köfl- um reynst misvísandi. Þannig full- yrða sumir fréttamiðlar að Hrafnhild- ur sé írsk og aðrir að hún sé áströlsk. Í fréttatilkynningu frá ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins kom fram að hún væri frá Írlandi, en það kann að skýrast af því að nánast sami fram- burður er á örnefninu Írland og Ís- land í suður-amerískum mállýskum spænsku. Þá fullyrti starfsmaður lög- reglunnar í Cabarete við blaðamann DV að hún væri frá Ástralíu en ekki Íslandi. Það kann að skýrast af því að Hrafnhildur fór til Ástralíu frá Íslandi þegar hún hóf ferðalag sitt í apríl síð- astliðnum. Ljótar myndir á netinu Myndir af Hrafnhildi látinni birt- ust á vefsíðum nokkurra fréttamiðla í Dóminíska lýðveldinu og virðist sem fjölmiðlar hafi fengið myndirnar frá lögreglu. Talið er að myndirnar hafi verið teknar af réttarmeinafræðingi lögreglunnar. Samkvæmt heimild- um DV vita einhverjir aðstandendur Hrafnhildar Lilju af myndbirtingun- um og leggjast þær illa í þá á þessari raunastund. Stjórnendur þeirra fjölmiðla sem birtu myndirnar virðast þó hafa feng- ið einhverja bakþanka. Síðdegis í gær höfðu myndir af líki Hrafnhildar Lilju verið fjarlægðar af fréttavefjum, utan einnar myndar sem sýndi börurn- ar sem líkami Hrafnhildar lá á, en þá undir ábreiðu svo hún sást ekki. Syrgja á Facebook Hrafnhildur Lilja átti vini úti um allan heim sem syrgja nú sviplegt dauðsfall hennar. Yfir sjö hundruð notendur á samskiptavefnum Face- book hafa vottað samúð sína á sér- stökum vef sem er tileinkaður henni. Þá hafa vinir hennar á Íslandi stofn- að sérstakan söfnunarreikning fyr- ir fjölskyldu Hrafnhildar en reikn- ingsnúmerið er 0537-14-609973 með kennitölunni 081079-5879. Þá verður bænastund til minning- ar um Hrafnhildi Lilju haldin í Vída- línskirkju í Garðabæ í dag klukkan 18. LJÚFFENG HOLLUSTA! Á GRÆNNI GREIN - SUÐURLANDSBRAUT 52 (BLÁU HÚSUNUM VIÐ FAXAFEN) SÍMI: 553-8810 OPIÐ Virka daga: 11:00 - 19:15 Laugardaga: lokað Sunnudaga: lokað Að lokum má ekki gleyma okkar gómsætu kökum. Syndsamlega góðum en samt hægt að njóta án samviskubits. Á Grænni Grein er ferskur staður þar sem hollustan er í fyrirrúmi. ATHUGIÐ, NÚ ER EINNIG HÆGT AÐ FÁ FISKRÉTTI. LJÚFFENG HÁDEGISTILBOÐ Góður afsláttur til fyrirtækishópa. Frábært að taka með sér hollan skyndibita í og eftir vinnu. LJÚFFENG TILBOÐ ALLAN DAGINN AtLi Már GyLFASon blaðamaður skrifar atli@dv.is Fréttir af málinu ytra hafa á köflum reynst misvísandi. Hún var pyntuð Hrafnhildur Lilja Georgs- dóttir Hún var afar vinsæl og hennar er sárt saknað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.