Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 15
N3 FLYTUR FYRIR ÞIG
búslóða- og vöruflutningar auk kælibíls
N3
www.n3.is
Ásmundur l S: 898 7424
Dóri (kælibíll) l S: 661 8133
-hvað er að frétta?
Hvað er að frétta?
– kíktu á dv.is
FRÉTTIR FÓLK FRÓÐLEIKUR SKEMMTUN
föstudagur 26. september 2008 15Nærmynd
var hátt skrifaður á meðal yfirmanna
þar. Það gilti bæði með lögregluna og
yfirmenn varnarmála hjá þeim,“ seg-
ir Grétar.
„Stóra málið var að taka við flug-
stöðinni sem var lítil á þeim tíma og
breyta henni í landamæravörsludeild
með öllu sem því fylgdi, Schengen-
samstarfinu og öðru. Honum tókst
að umbreyta þessu liði og breyta
vöktum, skipulagi og verklagi. And-
rúmsloftið var erfitt en honum tókst
að gera það á þann veg að allir líta
upp til hans,“ segir Grétar.
Tempruð kappsemi
Um persónu Jóhanns segir Grét-
ar að hann sé góður félagi, traustur
bakhjarl og einn besti mannkostur
sem hann þekki. Spurður um lesti
Jóhanns segir hann: „Yfirleitt eru ein-
hverjir lestir fólgnir í stærstu kostum
manna. Hann er kappsamur og þarf
stundum að hægja á sér. Hann hefur
samt það góða dómgreind að hann
veit þegar hann fer of hratt af stað. Þá
ráðfærir hann sig við marga menn og
er fljótur að taka ábendingum. Gall-
ar hans liggja því helst í kappsemi
hans, sem hann kann hins vegar að
tempra. Hann er meðvitaður um
sínar takmarkanir og galla og það er
styrkleiki hans að auki,“ segir Grétar.
Hann segir að mikil ánægja hafi
ríkt í utanríkisráðuneytinu með Jó-
hann sem sýslumann, þegar sýslu-
menn heyrðu undir ráðuneytið.
„Hann virðir vel allar gefnar boðleið-
ir og því var auðvelt að starfa með
honum,“ segir Grétar.
Minni tekjur
Rekstrarvandi embættisins hef-
ur verið áberandi í umræðunni um
löggæslu á Suðurnesjum undanfarin
misseri. Það stafar fyrst og fremst af
minni tekjum. Þegar varnarliðið yf-
irgaf Keflavíkurflugvöll varð embætti
Jóhanns af 40 milljóna króna árlegum
tekjum. Aukafjárveiting fæst hugsan-
lega ekki fyrr en nú í haust. Þá hafa
svokallaðar umsvifatekjur vegna far-
þega sem fara um Leifsstöð ekki fylgt
vísitölu undanfarin ár. Ef þetta gjald
yrði leiðrétt fengjust tekjur sem færu
langt með að tryggja rekstrargrund-
völl embættisins í óbreyttri mynd.
Breytingin fyrir þá sem ferðast til og
frá landinu næmi um hundrað krón-
um á hvern farþega.
Í Kastljósi í fyrrakvöld upplýsti Jó-
hann að hann hefði í mars fengið vil-
yrði ráðuneytisins til að ráða tíu Suð-
urnesjamenn sem myndu útskrifast
úr Lögregluskólanum í vor. Nokkru
síðar hafi hann hitt fjárlaganefnd
sem hafi komið af fjöllum þegar Jó-
hann fór að tala um ráðningu þess-
ara tíu manna. Nefndin hafi því beð-
ið um að fá erindið sent hið snarasta.
Tveimur mánuðum síðar sagði Jó-
hann að honum hafi borist bréf þar
sem embættinu var tilkynnt að það
fengi hugsanlega 40 milljóna fjár-
veitingu vegna tapaðra tekna út af
brotthvarfi varnarliðsins. Ekki einu
orði hafi verið vikið að þessum tíu
nýútskrifuðu lögreglumönnum sem
embættið hafi mátt ráða tveimur
mánuðum áður. Að endingu hafi
verið gerð krafa um að embættið
héldi sig innan fjárheimilda.
Sviptur stjórnarsetu
Jóhann sat í þrjú ár í stjórn Landa-
mærastofnunar Evrópu, FRONTEX.
Fundi sótti hann annan til þriðja
hvern mánuð auk þess sem sjö eða
átta undirmenn Jóhanns komu að
undirbúningi og sátu í hinum ýmsu
undirnefndum. Heimildir DV herma
að fyrir um tveimur mánuðum hafi
Jóhann fengið bréf frá dómsmála-
ráðuneytinu. Þar kom fram að hann
væri sviptur umboði til stjórnarsetu
í stofnuninni. Sviptingin tók gildi frá
og með móttöku bréfsins en hermt er
að Jóhanni hafi komið þetta fullkom-
lega í opna skjöldu. Hann hafi leit-
að eftir skýringu á þessari aðgerð en
sagt er að fátt hafi verið um svör.
Ekki má annað sjá en að dóms-
málaráðherra hafi verið ánægð-
ur með störf Jóhanns í FRONTEX.
Í því samhengi má benda á frétt á
vef dómsmálaráðuneytisins frá 12.
mars á þessu ári. Þar segir frá fundi
Björns Bjarnasonar með ráðherrum
Schengen-ríkjanna í Brdo í Slóveníu.
Fundurinn snerist um landamæra-
vörslu á ytri landamærum Scheng-
en-ríkjanna, þróun hennar og ný úr-
ræði. „Ráðherrarnir ræddu einnig
störf landamærastofnunar Evrópu,
FRONTEX, og töldu reynslu af starfi
hennar, síðan hún kom til sögunnar
árið 2005, mjög góða og að þróa ætti
starf hennar áfram,“ sagði í fréttinni.
Íslenska dómsmálaráðuenytið hafði
auk þess ítrekað lýst yfir ánægju með
störf Jóhanns og undirmanna hans.
Ófyrirgefanleg staða
Ellisif Tinna Víðisdóttir var að-
stoðarlögreglu- og tollstjóri á Suður-
nesjum þar til hún tók við starfi for-
stjóra Varnarmálastofnunar 1. júní á
þessu ári. Tinna segist eiga Jóhanni
mikið að þakka. „Ég væri ekki í minni
stöðu núna, sem forstjóri Varnar-
málastofnunar, ef ég hefði ekki feng-
ið að alast upp sem stjórnandi hjá
honum. Ég held að lög- og tollgæsla
á Suðurnesjum eigi þessum manni
allt að þakka. Það að hann skuli vera
í þeirri stöðu sem hann er í dag, er
bara ófyrirgefanlegt. Hann hefur
einstaka stjórnunarhæfileika,“ seg-
ir Tinna og bætir við: „Einn af hans
stærstu kostum er að hann gefur
næstráðendum svigrúm til að þrosk-
ast sem stjórnendur. Hann er mikill
mannþekkjari og leyfði okkur sem
vorum undir honum að þroskast og
dafna,“ segir hún.
Það er enginn hörgull á lýsingar-
orðum þegar Tinna er beðin að lýsa
Jóhanni. „ Hann er einlægur, heið-
arlegur og metnaðarfullur. Honum
er ákaflega umhugað um sína starfs-
menn og ég hef aldrei haft yfirmann
sem hefur lagt sig jafnmikið fram fyr-
ir starfsfólk sitt eins og hann. Hann
er mikill listamaður á sínu sviði. Eins
og alvöru listamaður er hann með
skap en beitir því aldrei nema hann
hafi ríka ástæðu til þess. Það gerir
hann helst þegar embættið er órétti
beitt eða einhver starfsmaður mis-
notar góðvild hans. Þá getur hann
orðið reiður en það hefur örugglega
enginn verið skammaður af Jóhanni
sem ekki hafði unnið fyrir því,“ segir
hún að lokum.
Grátklökkur í pontu
Jóhann tilkynnti um afsögn sína á
tilfinningaþrungnum starfsmanna-
fundi embættisins síðdegis á mið-
vikudag.
Eftir að Jóhann hafði á fundin-
um rakið samskipti sín við dóms-
málaráðuneytið stigu þeir Eyjólfur
Kristjánsson, staðgengill Jóhanns,
Guðni Geir Jónsson, fjármálastjóri
embættisins, og Ásgeir J. Ásgeirsson,
starfsmannastjóri þess, í pontu og
tilkynntu að þeir myndu sýna stuðn-
ing við Jóhann með því að víkja
einnig.
Það var tilfinningaþrungin stund
þegar Jóhann lauk máli á fundin-
um. Á annað hundrað starfsmenn
embættisins sem mættir voru risu úr
sætum og hylltu hann með dynjandi
lófataki. Af viðbrögðum Jóhanns
mátti ráða að honum þætti þessi
ákvörðun afar þungbær. Þegar þeir
Eyjólfur, Guðni Geir og Ásgeir höfðu
sagt hug sinn steig Jóhann grátklökk-
ur í pontu og óskaði samstarfsfélög-
um sínum í lög- og tollgæslunni alls
hins besta. Hann sagðist enga von
eiga heitari en að embættinu muni
farnast vel á komandi árum.
Það má ljóst vera að mikil eftirsjá
verður af Jóhanni og þeim mönnum
sem ganga út með honum. Skarðið
sem brotthvarf hans úr embætti skil-
ur eftir sig verður vandfyllt.
Dyrunum lokað Jóhann gekk á fund
með lög- og tollgæslumönnum þar
sem hann tilkynnti um uppsögn sína.
Skarð fyrir skildi Jóhann
hefur gengið vasklega fram á
suðurnesjum og arftaki hans
mun starfa í skugganum sem
hann skilur eftir sig.