Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 16
föstudagur 26. september 200816 Helgarblað
Reiðin getuR
kostað þig allt
„Þeir sem leita sér hjálpar eru því
miður oft og tíðum búnir að missa
mikið,“ segir Elsa Bára Traustadóttir
sálfræðingur sem heldur námskeið
í reiðistjórnun síðar í vetur. Í verstu
tilfellunum segir Elsa að fólk sé búið
að klúðra hjónabandinu, missa sam-
band við vini og ættinga og jafnvel
búið að missa vinnuna vegna reiði-
kasta sinna og slæmrar framkomu.
Aðspurð hvort reiði sé almennt
að verða algengari í íslensku þjóðfé-
lagi segir Elsa það ekki endilega vera
vandamálið. „Það sem hefur gerst
er að fólk er orðið hömlulaust í að
tjá skoðanir sínar, kvarta og kveina.
Sem dæmi eru ung börn í skólum
farin að láta í sér heyra á mjög gróf-
an hátt í auknum mæli í garð kenn-
ara sinna. Þetta var ekki eins algengt
fyrir nokkrum árum.“
Reiðir viðskiptavinir
Afgreiðslufólk í verslunum hef-
ur einnig fengið að kenna á reiðum
viðskiptavinum svo um munar. Svo
alvarleg hafa tilfellin orðið að af-
greiðslufólk hefur þurft að fá áfalla-
hjálp. „Hvort sem það er líkamleg
eða andleg árás sem á sér stað er
um árás að ræða. Fyrir kannski átj-
án ára ungling sem vinnur á kassa
í matvöruverslun er ekki auðvelt að
heyra að hann sé hálfviti, heimskur
og þar fram eftir götunum. Við eig-
um það líka til að þegar við erum
gagnrýnd tökum við það inn á okk-
ur þó svo að það séu kannski engin
skynsamleg rök fyrir gagnrýninni.
Eflaust gleymdi búðin að panta inn
vöru sem varð til þess að viðskipta-
vinurinn varð reiður og svo fram-
vegis. Svona ungt fólk sem er enn
að mótast sem persónur hefur enga
burði til að meta ósanngjarna gagn-
rýni með skynsamlegum hætti og á
það til að brjóta sig niður.“
Að tjá tilfinningar
En af hverju öll þessi reiði?
„Reiði er eðlileg tilfinning sem
við finnum öll fyrir. Við komum hins
vegar öll frá ólíkum bakgrunni og
höfum fengið misjafna leiðsögn í líf-
inu. Sumir kunna einfaldlega ekki
að tjá tilfinningar sínar af ýmsum
ástæðum. Aðrir hafa alist upp við
erfiðar aðstæður þar sem fyrirmynd-
ir þeirra hafa tjáð sig á neikvæðan
hátt og telja þetta því einu leiðina
til að á þá sé hlustað. Við fæðumst
öll með ákveðna skapgerð en svo er
þetta allt spurning um hvernig hlúð
er að okkur á lífsleiðinni, hvort okk-
ur hafi verið kennt að takast á við til-
finningu eins og reiði eða hvort ýtt
hafi verið undir neikvæða og óæski-
lega hegðun.“
Spurð hvort foreldrar geti gert
eitthvað til forvarnar svona hegð-
un hjá börnum sínum segir Elsa svo
vera. „Það er því miður þekkt að þeg-
ar lítil börn verða reið fái þau stund-
um skammir fyrir að vera óþæg
og vond. Ef börn sýna reiði, skella
hurðum, sparka eða skemma leik-
föng í ofsakasti er mjög mikilvægt að
benda þeim á að nú séu þau reið og
reyna að komast til botns í því hvað
reitti þau til reiði. Setja orð á tilfinn-
inguna.
Reiðir í umferðinni
Sjálf hefur Elsa fengið skjólstæð-
inga til sín sem hafa átt við mikla
skapbresti að stríða. „Ekki alls fyr-
ir löngu leitaði til mín maður sem
fékk reiðikast í umferðinni, rauk út
og barði í næsta bíl með þeim af-
leiðingum að það kom dæld í hann.
Annar rauk út og öskraði af öllum
krafti á annan bílstjóra. Tilfellum
sem þessum fer stöðugt fjölgandi og
fólk sem lendir í þessu þjáist af mik-
illi vanlíðan.“
Elsa segir að fólk sem missir
stjórn á skapi sínu sé oft og tíðum
orðið mjög kvíðið, komið með lágt
sjálfsmat, forðist mannamót og endi
oft og tíðum á því að verða þung-
lynt. Hún hvetur fólk því eindregið
til að grípa í taumana áður en afleið-
ingarnar verða slæmar og leita sér
hjálpar.
„Á námskeiðinu sem byrjar
6. október næstkomandi verður
fræðsla um reiði, hugsanir, hegðun
og margt annað sem tengist reiði og
lögð áhersla á hvaða áhrif hugsanir
hafa á reiði og reiðiviðbrögð. Kennd-
ar verða mismunandi aðferðir eins
og til dæmis slökun, að leysa vanda-
mál, að tjá sig á uppbyggilegan hátt
og fleira til að fyrirbyggja og takast á
við reiði og aðrar erfiðar tilfinning-
ar.“ Áhugasamir geta haft samband
við Elsu í síma 662 8318 eða sent
tölvupóst á ksm@ksm.is.
KolbRún PálínA HelgAdóttiR
blaðamaður skrifar: kolbrun@dv.is
Endurtekin reiðiköst og slæm framkoma hafa kostað fólk vinn-
una, samband við vinina og jafnvel hjónabandið, segir elsa
bára traustadóttir sálfræðingur. Hún segir mikilvægt að fólk
læri að tjá tilfinningar sínar með öðrum hætti en reiðiköstum.
Jafnframt er mikilvægt að kenna börnum hvernig sé best að tjá
sig í stað þess að skamma þau bara.
„Þetta byrjaði þannig að ég
var mjög kraftmikið og ætli sumir
myndu ekki segja reitt barn,“ seg-
ir Björg Magnúsdóttir, tuttugu og
þriggja ára formaður stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands og blaða-
maður á 24 stundum.
Fljótlega var rætt um að Björg
þyrfti að læra að hafa betri stjórn á
tilfinningum sínum og var því leit-
að til fagaðila. „Ég lærði ákveðnar
aðferðir til að reyna að nýta reið-
ina á uppbyggilegan hátt í stað
þess að sparka í markstangir og
tábrjóta mig og fleira í þeim dúr,“
segir Björg á léttu nótunum og
viðurkennir að eigur hennar hafi
um tíma verið í mikilli hættu.
Aðspurð hvernig henni gangi
að hemja reiðina í dag segist hún
vissulega hafa þroskast mikið og
lært að temja þessar tilfinningar.
„Þegar ég reiðist loka ég munn-
inum, kyngi og anda djúpt. Því
næst geng ég út úr aðstæðunum
og reyni með yfirveguðum hugs-
unum að komast yfir reiðina. Það
gengur sem betur fer mjög vel og
fer reiðiköstunum fækkandi með
hverju árinu. Einnig hjálpar stúd-
entapólitíkin mér mikið, þar fæ ég
fína útrás.“
Björg segir mikilvægt að ungt
fólk sem glímir við mikinn skap-
ofsa eigi alls ekki að fara leynt með
vandamálið. „Það skiptir miklu
máli að geta rætt hlutina. Einnig
á fólk ekki að hika við að leita sér
aðstoðar hjá faglærðum aðilum.
Til þess eru þeir.“
björg Magnúsdóttir var aðeins barn þegar hún var farin að fá
mikil skapofsaköst. Hún fékk aðstoð fagaðila og hefur nú lært
ýmsar aðferðir til að nýta reiðina á uppbyggilegan hátt.
tábRaut sig og
skemmdi eiguR sínaR
björg Magnúsdóttir „Þegar ég
reiðist loka ég munninum, kyngi og
anda djúpt. Því næst geng ég út úr
aðstæðunum og reyni með yfirveguð-
um hugsunum að komast yfir reiðina.“
Árni sparkaði í Össur
Árni Johnsen hefur nokkrum sinnum komist í
fréttirnar eftir viðskipti sín við fólk sem ekki hafa tal-
ist þingmannsleg. Þannig varð frægt þegar hann sló
til manns og sagðist síðar hafa heilsað að sjómanna-
sið. Þá kom nokkrum sinnum fyrir þegar Árni var
kynnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum að hann lenti
í útistöðum við skemmtikrafta.
Ein fréttin sneri þó að viðskiptum hans við annan
þingmann, nefnilega Össur Skarphéðinsson. Össur
hafði þá nýlokið við að flytja ræðu sem var Árna ekki
að skapi og sagði Össur þá meðal annars: „Ég heyri alla leið hingað að
háttvirtur þingmaður hristir höfuðið en þetta er samt sem áður þannig,
herra forseti. Þetta er bara útreiknað.“ Þessu vildi Árni alls ekki una og
fór á eftir Össuri fram á ganga þinghússins, greip í eyra Össurar og vildi
ræða við hann. Össur var ekki í skapi til þess og gekk á brott. Þá tók Árni
sig til og sveiflaði fæti sínum í óæðri enda mannsins sem nú er hæstvirt-
ur iðnaðarráðherra.
reiddist ræðu rithÖfundarins
Guðjón Þórðarson er sá knattspyrnuþjálfari Íslands sem náð hefur
lengst á ferli sínum. Guðjón hefur þó ekki verið skaplaus maður og segja
sumir að það sé einn af lyklunum að velgengni hans. Stundum hefur
skapið þó hlaupið með hann í gönur. Þannig vakti
athygli fyrr á þessu ári þegar Guðjón reiddist mjög
í viðtali í beinni útsendingu eftir tapleik ÍA gegn
Keflavík. Þar taldi hann lið sitt fara illa út úr störfum
dómara og sagðist hafa heimildir fyrir því að menn
héldu lokaða fundi til að fjalla um ÍA.
Frægustu atvikin þar sem skapið hefur borið Guð-
jón ofurliði voru hins vegar á síðasta áratug. Þegar
Skagamenn unnu glæsilega sigra árið 1993 fór ræða
Einars Kárasonar rithöfundar mjög fyrir brjóstið á
Guðjóni. Lauk viðskiptum þeirra með því að Guðjón beit í nef Einars
eins og lesa mátti í fréttum á þeim tíma. Seinna lenti Guðjóni saman við
Bjarna son sinn þegar þeir voru í Newcastle í boði enska úrvalsdeildar-
liðsins. Guðjón barði Bjarna og var í kjölfarið rekinn frá ÍA.
BjÖrk ræðst Á ljósmyndara
Við komu til flugvallarins í Auckland á Nýja-Sjá-
landi í janúarmánuði þessa árs réðst söngkonan
Björk Guðmundsdóttir á ljósmyndara sem hafði
tekið af henni myndir þrátt fyrir að hafa verið beð-
inn um að gera það ekki. Björk hefur áður skeytt
skapi sínu harkalega á ljósmyndurum.
Að þessu sinni var það Glenn Jeffrey, ljósmyndari
frá nýsjálenska dagblaðinu Herald, sem tók af henni
nokkrar myndir þrátt fyrir að fylgdarmaður Bjarkar
bæði hann um að gera það ekki.
Jeffrey sagði í viðtali að hann hefði tekið nokkrar myndir af henni og
snúið sér undan til að ganga á braut þegar Björk réðst aftan að honum
og reif stuttermabolinn hans niður eftir bakinu. Við árásina valt Björk
um koll og datt í gólfið. Jeffrey segist ekki hafa talað við hana eða snert
hana.
Reiðin brýst út „sumir kunna
einfaldlega ekki að tjá
tilfinningar sínar af ýmsum
ástæðum. aðrir hafa alist upp
við erfiðar aðstæður þar sem
fyrirmyndir þeirra hafa tjáð sig
á neikvæðan hátt og telja
þetta því einu leiðina til að á
þá sé hlustað,“ segir elsa bára.
Mynd / Rakel