Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 18
föstudagur 26. september 200818 Helgarblað Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 „Ég var svældur út úr sveitarfélag- inu,“ segir hinn 49 ára Bolvíkingur, Svanur Elíasson, sem kom aftur á sín- ar æskuslóðir í Bolungarvík í október í fyrra. Hann hafði búið þar í hálft ár þegar hann missti íbúðina sína hjá bænum. Hann segir aðila innan bæj- arstjórnar hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að koma honum út úr íbúðinni og sveitarfélaginu. Svanur var dæmdur í fangelsi fyr- ir manndráp árið 1986 og sat í fang- elsi í sex ár. Hann hefur undanfarið skrifað pistla á vefsíðuna bb.is sem hafa vakið mikla athygli en þar hef- ur hann meðal annars sagt að sum- ir bæjarbúar hafi snúist gegn hon- um vegna fortíðar hans. Svanur segir niðurlæginguna hafa verið mikla. Í dag býr hann í húsbíl sínum á höfuð- borgarsvæðinu. Borinn út Svanur fékk úthlutað íbúð á leigu hjá sveitarfélaginu þegar hann kom til Bolungarvíkur í október í fyrra. Langur tími hafði liðið frá því að hann fluttist þaðan en hann ætlaði sér að setjast þar að og njóta þess að búa á æskuslóðunum. Hann seg- ir að fljótlega hafi honum orðið ljóst að ákveðin öfl í bænum vildu hann burt. 23. nóvember fékk hann senda aðvörun frá bæjarstjórn þess efnis að hann ylli ónæði í húsinu. Svanur seg- ir nágranna sína aldrei hafa kvart- að en hann hafi í kjölfarið gengið á milli íbúða til þess að biðjast afsök- unar ef hann hefði valdið einhverju JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is FLÆMDUR AF ÆSKUSLÓÐUM Langar heim svanur elíasson vill fara aftur til bolungarvíkur en hann er viss um að hann yrði flæmdur í burtu. Svanur Elíasson ætlaði sér að setjast að á æskuslóðum sínum í Bolungarvík. Hann segir marga bæjarbúa hafa snúist gegn honum vegna glæps sem hann framdi fyrir 22 árum. Eftir sex mánuði í bæjarfélaginu missti hann íbúðina hjá bænum og hafði ekki efni á að leigja á almennum markaði. Bærinn vildi bera hann út en tapaði mál- inu fyrir dómstólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.