Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 25
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 25Fókus
Hvað er að
GERAST?
Leikritið Viðtalið í uppsetningu
Draumasmiðjunnar verður sýnt í
Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í kvöld,
föstudagskvöld, klukkan 20. Sýn-
ingin er í tilefni Dags heyrnarlausra
sem haldinn er hátíðlegur um allan
heim þennan dag. Þetta er í fyrsta
skipti sem döff-leikhússýning er
flutt í Þjóðleikhúsinu en döff-leik-
hús er leikhús heyrnarlausra sem
byggir á menningu þeirra og máli.
Verkið var frumsýnt í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu árið 2006. Það er
flutt bæði á íslensku og á táknmáli
og fjallar um mæðgur sem eru að
fara í viðtal þar sem dóttirin er orð-
in fræg leikkona í útlöndum. Dótt-
irin er heyrnarlaus og móðirin tal-
ar ekki táknmál og því má segja að
þær mæðgur hafi í raun aldrei talað
saman. Í viðtalið er boðaður túlk-
ur en þegar blaðamaðurinn kemur
ekki byrja þær mæðgur að spjalla
saman með aðstoð túlksins. Leik-
arar í sýningunni eru þær Soffía
Jakobsdóttir, Elsa Guðbjörg Björns-
dóttir, Árný Guðmundsdóttir, Tinna
Hrafnsdóttir og Berglind Stefáns-
dóttir. Bæði Elsa og Berglind eru
heyrnarlausar (eða döff) og flytja
sinn texta á táknmáli en Árný Guð-
mundsdóttir túlkar bæði talaðan
og táknaðan texta. Höfundar verks-
ins eru Laila Margrét Arnþórsdóttir
og Margrét Pétursdóttir sem einnig
er leikstjóri.
Aðeins er um að ræða þessa
einu sýningu.
Leikritið Viðtalið verður sýnt í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í kvöld:
FyRSTA DÖFF-SýninGin
föstudagur
n Fönkveisla á Vegamótum
Það verður blússandi fönkveisla á
Vegamótum í kvöld er Mr. Gorillafunk
þeytir skífunum fyrir sjóðandi heitt
dansgólfið. Við skulum samt vona að hann
sé ekki loðinn. Fjörið hefst á miðnætti.
n Dalton á Players
Það verður heldur betur fjör á Players í
kvöld þegar gleðisveitin Dalton stígur á
svið. Þeir er þekktir fyrir frábæra
sviðsframkomu og byrjar ballið klukkan
12.30. Ekki gleyma dansskónum.
n Eldur og ís
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur
stórtónleika í kvöld sem bera nafnið Eldur
og ís. Þar sem áhorfendur fá að heyra verk
sex íslenskra tónmeistara. Tónlistarunn-
endur ættu ekki að láta þessa tónleika
framhjá sér fara.
n Töfrandi tónlist
Dj Magic betur þekktur Gísi Galdur heldur
upp stuðinu á Kaffibarnum í kvöld. Hann
mun kalla fram seiðandi tóna langt fram
eftir nóttu og byrjar stuðið rétt fyrir
miðnætti.
n Dj Yamaho og Dj Sexy Lazer
Það verður eintóm gleði á Q-Bar í kvöld, en
Dj yamaho og Dj Sexy Lazer betur þekktur
sem Jón Atli kokka upp brilljant stemn-
ingu. Ballið byrjar á miðnætti.
laugardagur
n Konupartí á Q-Bar
Það verður glæsilegt konupartí á Q-bar í
kvöld á milli 22 og miðnættis. Karlmenn
komast ekki inn fyrir dyrnar. Síðan tekur Dj
Glimmer við og er bókað mál að hann
spilar glymrandi tónlist alla nóttina.
n Retro Stefson á Kaffibarnum
Hljómsveitin Retro Stefson efnir til
heljarinnar tónleika á Kaffibarnum í kvöld
og hefur hún leik klukkan 21.30. Síðan
tekur Dj Alfons X við og klárar kvöldið.
n Hip-hop og fönk á 22
Það verður brjáluð stemning á 22 um
helgina. Dj Danni Deluxxx fær gesti til að
hrista á sér rassinn á fyrstu hæð og á
annarri hæð er það Dj Funky Flavor sem
kitlar bragðlaukana.
n Rokk og ról á Prikinu
Ultra mega teknó bandið Stefán gerir allt
brjálað á Prikinu í kvöld. Tónleikarnir
hefjast klukkan 22. Síðan eru það Dj Addi
intro og Benni B Ruff úr Forgotten Lores
sem taka við.
n Glutimus Maximus á Dátanum
Fyrsta Domus Technika kvöldið verður
haldið í kvöld á Dátanum á Akureyri. Það er
enginn annar en Jack Schidt og President
Bongo sem sjá um stemninguna þetta
kvöldið og ganga þeir undir nafninu
Glutimus Maximus. Einnig munu Sexy
Lazer og Dj Casanova bregða fyrir. Allir að
taka á því.
...GLERKaSTaLanuM
eftir Jeannette
Walls. Vekur mann
til umhugsunar
og skilur eftir sig
þakklæti í
hjartanu.
m
æ
li
r
m
eð
...
...aFDRiFuM
HaFSKiPS
eftir Stefán
Gunnar Sveins-
son. Skilmerkileg
yfirsýn yfir
Hafskipsmálið.
...SVaRTnæTTi
eftir Michael Connelly
...PinEaPPLE ExPRESS
Virkilega fyndin mynd.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
...MiRRoRS
Er hrottaleg á köflum en heldur
ekki út.
einleikari eða í tríóum eða kamm-
ergrúppum eða einhverju svoleiðis.
Fiðlan er líka mikið notuð í popp-
tónlistinni í dag svo það getur vel
verið að ég endi í einhverri popp-
hljómsveit.“
Krissý segist ekki eiga sér neina
fyrirmynd í fiðluleik en á sér þó
uppáhaldsfiðluleikara.
„Hún er poppari sem spilar á
rafmagnsfiðlu og heitir Vanessa
Mae. Mér finnst hún mjög flott.
Annars get ég ekki beint sagt að
ég eigi mér neina fyrirmynd þótt
ég líti auðvitað upp til kennaranna
minna.“
Sjálf segist Krissý hlusta á alla
tónlist, allt frá poppi yfir í klass-
ík. „Ég hlusta mikið á FM957 og
fíla eiginlega alla tónlist. Hins veg-
ar er hljómsveitin Hjaltalín uppá-
haldshljómsveitin mín. Ég þekki
tvo krakka í sveitinni og það er svo
gaman að sjá hvað þeim gengur
vel. Svo finnst mér voðalega þægi-
legt að hlusta á eitthvað klassískt
þegar ég er uppi í rúmi að slaka
á. Ég hlusta samt ekki jafnmik-
ið á tónlist í dag og ég gerði þeg-
ar ég var krakki. Í Zuzuki-náminu
neyddist ég til dæmis til þess að
hlusta á klassíska tónlist í tvo tíma
á dag. Það var frekar þreytandi
og eiginlega það leiðinlegasta við
námið.“
Langaði að hætta þrettán ára
Eins og gefur að skilja getur
verið ansi strembið að vera ungl-
ingur á fullu í tónlistarnámi og ná
þannig ekki að sinna öllu því fé-
lagslífi sem í boði er á unglingsár-
unum. Því eru margir sem flosna
upp úr tónlistarnámi á þeim árum
og segir Krissý að það hafi komið
upp sá tímapunktur að hún hafi
viljað hætta fiðlunáminu.
„Það eru rosalega margir sem
hætta í fiðlunámi milli þrettán og
fimmtán ára aldurs því það er svo
mikið að gera að krakkar nenna
því ekki. Það kom sá tímapunkt-
ur þegar ég var þrettán ára að mig
langaði til að hætta. En þegar ég
byrjaði svo hér í tónlistarskólan-
um og fékk nýja kennara og byrj-
aði að æfa svona stór verk fékk ég
viljann aftur. Þetta varð einhvern
veginn aftur alveg rosalega gaman
og er það ennþá,“ segir hún sátt í
bragði.
Krissý segir að enginn í fjöl-
skyldunni sé í tónlist og hafi aldrei
verið neinn þrýstingur á hana frá
fjölskyldunni að halda áfram í tón-
listarnáminu. „Fiðlan hefur allt-
af verið algjörlega mitt mál og ég
ræð því alveg hvað ég vil gera með
námið. Ef ég vil hætta þá hætti ég,
þetta er alveg minn vilji.“
alls ekkert stressuð
Í fyrra tók Krissý þátt í kons-
ertkeppni Tónlistarskólans og sér
til mikillar undrunar sigraði hún í
keppninni. „Keppnin er haldin á
hverju ári og það eru alltaf mjög
margir krakkar sem taka þátt. Ég
var bara á öðru árinu mínu og varð
mjög hissa þegar ég vann. Ég spil-
aði fyrsta kaflann í fiðlukonsert í
G-moll eftir Max Bruch. Keppn-
in er alltaf haldin á haustin og sá
sem sigrar fær svo að spila með
HTR, hljómsveit Tónlistarskól-
ans í Reykjavík, á vortónleikum.
Hljómsveitin er eins og sinfóníu-
sveit að stærð.
Ég átti sem sagt að spila í vor
en tónleikunum var frestað því
allir voru í prófum á þeim tíma.
Ég spila einleik á tónleikunum en
hljómsveitin er í bakgrunni. Þetta
er alveg rosalega gaman og hljóm-
sveitin stendur sig ótrúlega vel,“
segir Krissý sem kveðst síður en
svo stressuð fyrir tónleikana.
„Nei, nei, ég er alls ekkert
stressuð. Ég er alveg undirbúin og
búin að æfa mig mjög mikið mið-
að við vanalega fyrir þessa tón-
leika því ég er búin að vita af þeim
svo lengi. Ég er líka búin að vinna
verkið miklu betur en þegar ég átti
upphaflega að flytja það í vor svo
það er bara orðið miklu betra því
ég fékk þennan aukatíma.“
Tónleikarnir fara fram í Nes-
kirkju laugardaginn fjórða októb-
er og hefjast klukkan fimm. „Það
eru allir velkomnir á tónleikana
og það er frítt inn.“ krista@dv.is
...STEaK anD PLaY
Fyrsta
flokks
sportbar en
mætti taka
til í eldhús-
inu.
Með ísbíl
í fiðlutíma
Hin fimmtán ára Krissý Thelma Guðmunds-
dóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur getið sér
gott orð sem upprennandi fifðluleikari og
lýkur áttunda stigi í fiðluleik frá Tónlistar-
skóla Reykjavíkur í vor. Krissý sigraði í ár-
legri konsertkeppni Tónlistarskólans á
síðasta ári og kemur því fram með skóla-
hljómsveitinni á tónleikum í Neskirkju
laugardaginn 4. október þar sem má með
sanni segja að hún verði stjarna sýn-
ingarinnar.
Tvítyngd sýning
Textinn er fluttur bæði á
íslensku og á táknmáli.