Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 26
Helgarblað DVföstudagur 26. september 200826 HIN HLIÐIN Skipulagði sjálfur mótmæli Atvinna? „Sölufulltrúi á Viðskiptablaðinu og tónlistarmaður.“ Hjúskaparstaða? „Ég á yndisfríða kærustu .“ Áttu gæludýr? „Ég hef átt fullt af köttum og sakna oft fyrsta kattarins sem hét Daði og var gáfaðri og æðri öðrum dýrum. Maður sá það á svipnum á honum. Langar samt í hund núna.“ Fjöldi barna? „Núll.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Tónleika með hljómsveitinni FM Belfast.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Æðisleg græn peysa sem ég keypti mér í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. Ég var búinn að vera lengi að leita að slíkri peysu. Hún er ótrúlega þægileg og skemmtilega svöl.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, ég hef farið í svona átök. Það er fallegra orð. Mér leið illa í eigin skinni og fór að hreyfa mig.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögð- um mótmælum? „Ég skipulagði sjálfur mótmæli í grunnskóla fyrir framan kenn- arastofuna þegar það átti að henda okkur öllum út í frímín- útum. Við hentum meðal ann- ars mús, sem Hilmar, bekkjar- bróðir minn, hafði fundið dauða í bílskurnum hjá sér, inn á kenn- arastofu. Síðan vorum við með almenn skrílslæti.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Mikil ósköp væri þetta þá allt tilgangslaust.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Það var lag sem var vinsælt þegar ég var unglingur sem hét The Boy is Mine með söngkon- unni Brandy. Ég trylltist alltaf þegar ég heyrði það. Það pass- aði ekki alveg við ímyndina sem ég gekk með framan á mér á þeim tíma.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Að kynna nýju plötuna okkar, drengjanna í Sprengjuhöllinni. Standa á sviði með þessum snill- ingum og njóta hverrar mínútu.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, því miður, er mjög spenntur fyrir öllu svona rugli. Ég hef farið í heilun og það kom reyndar smá um mitt fyrra líf í vitrun heilar- ans. Ég var indjáni. Töff.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, ég spila á einhver hljóðfæri og síðan glamra ég á einhver önnur. En þetta er auðvitað allt spurning um smekk.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Já, ég held að þetta sé illskásti kosturinn.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fólkið í kringum mann og brosið.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Jim Carrey eða Bill Murrey. Ég elska að hlæja og ég held að þeir væru alveg frábærir í að grína mig í tætlur.“ Ert þú með tattú? „Nei, ég er ekki með neitt tattú, en það munaði einu sinni mjög litlu að ég hefði fengið mér forljótan hest á ökklann í Frakklandi.“ Hefur þú ort ljóð? „Ég er óttalegt skúffuskáld en í seinni tíð er ég aðeins byrjaður að skúffumála sem ég held að eigi líka rosalega vel við mig og er eig- inlega sjálfur spenntari fyrir því.“ Hverjum líkist þú mest? „Pabba mínum.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Af mönnum í of stórum jakkaföt- um með rautt bindi.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, ég held að það myndi ekki leysa vandamál okkar á neinn hátt.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Hamborg í Þýskalandi þar sem ég ólst upp að stórum hluta og síðan Bandaríkin sem ég kom bara nýlega til í fyrsta skiptið. Það er allt svalt í Bandaríkjunum nema karlar í of stórum jakkaföt- um með rautt bindi.“ GeorG Kári Hilmarsson er einn af meðlimum Hinnar ofurHressu Hljómsveit- ar sprenGjuHallarinnar. stráKarnir eru nú í Hljóðveri að leGGja loKa- Hönd á sína aðra breiðsKífu sem væntanleG er í verslanir á næstu viKum. Rötun og GPS Haldið í samstarfi við Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Kennari: Sigurður Ólafur Sigurðsson, yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í ferðamennsku og rötun. Tími: 3. okt. kl. 9:00-17:00 á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 15.900 Pottaplöntuskreytingar Kennari: Berglind Ragna Erlingsdóttir blómaskreytir og deildarstjóri Blómavals á Selfossi. Tími: 7. okt. kl. 9:00-16:00 á Reykjum í Ölfusi Verð: kr. 18.900 Innpakkanir Kennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir stundakennari við blómaskreytingarbraut LbhÍ Tími: 9. okt, kl. 9:00-16:00 í Reykjavík Verð: kr. 13.900 Forntraktorar – meira en járn og stál! Haldið í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands. Kennarar: Bjarni Guðmundsson prófessor við LbhÍ og verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, Jóhannes Ellertsson vélvirki og kennari við LbhÍ, Haukur Júlíusson frkvstj. o.fl. Tími: 11. okt. kl. 10:00-17:00 á Hvanneyri Verð: kr. 9.900 Lífrænum aukaafurðum breytt í verðmæti Kennari: Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur (MSc) og framkvæmdastjóri UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi. Tími: 14. okt. kl. 10:30-15:00 á Hvanneyri Verð: kr. 8.500 Tamning fjárhunda I Boðið verður upp á þrjú námskeið. Kennari: Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum. Tími: I: 15. okt. kl. 10:00-18:00 og 16. okt. kl. 09:00-17:00 á Hesti í Borgarf. II: 17. okt. kl. 10:00-18:00 og 18. okt. kl. 09:00-17:00 í Árnessýslu III: 20. okt. kl. 10:00-18:00 og 21. okt. kl 09:00-17:00 í Eyjafirði. Verð: kr. 28.900 fyrir hvern þátttakanda Tamning fjárhunda II Boðið verður upp á tvö námskeið Kennari: Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum. Tími: I: 19. okt. kl. 9:00-17:00 í Árnessýslu II: 22. okt. kl 9:00-17:00 í Eyjafirði Verð: kr. 18.500 fyrir hvern þátttakanda Kjötskurður og nýting afurða – Lambaskrokkar Kennari: Örlygur Ásgeirsson fagstjóri kjötiðnar við MK Tími: 18. okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri Verð: kr. 15.500 Súrmatur - Undirbúningur fyrir þorrann! Kennari: Örlygur Ásgeirsson fagstjóri kjötiðnar við MK Tími: 19. okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri Verð: kr. 10.500 Fóðrun og uppeldi kvígna Kennarar: Grétar Hrafn Harðarson lektor við LbhÍ og Jóhannes Sveinbjörnsson dósent LbhÍ Tími: 22.okt. kl. 10:00-16:00 á Hvanneyri. Verð: kr. 15.500 Samspil manns og hests með Alexandertækni Kennari: Reynir Aðalsteinsson tamningameistari Tími: 24. okt, kl. 15:00-19:00, 25. okt, kl. 9:00-17:00 og 26. okt, kl. 9:00- 16:00 í Borgarfirði Verð: kr. 36.000 Haustkransar – efniviður skógarins Haldið í samstarfi við Endurmenntunarskólann og Skógræktarfélag Reykjavíkur Kennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir stundakennari við blómaskreytingabraut LbhÍ Tími: 25. okt, kl. 10:00-15:00 í Reykjavík Verð: kr. 9.000 Grunnnámskeið í blómaskreytingum Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingabrautar LbhÍ Tími: 25. - 26. okt. kl. 09:00-16:00 á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 25.900 Hagkvæm fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu Kennari: Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Tími: 28.okt. kl.10:30-15:00 á Möðruvöllum Verð: kr. 13.500 Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Námskeið fyrir þig!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.