Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 33
föstudagur 26. september 2008 35
É
g varð í rauninni ástfangin af
öllum hópnum.“ segir María
Guðmundsdóttir hlæjandi
um kvennahópinn sem hún
fjallar um í mynd sinni All-
ar mættar. Þar fylgist hún með hópi
kvenna sem hafa verið saman í leikfimi
tvisvar í viku, flestar í næstum 50 ár.
Þetta er gullfalleg mynd um vináttuna
sem skapast hefur hjá ólíkum konum,
úr ólíkum stéttum, á ólíkum aldri en
eiga samt svo margt sameiginlegt.
En hvernig kom það til að ljósmynd-
arinn María Guðmundsdóttir fór út í
kvikmyndagerð?
„Ég er farin að lifa í núinu og mað-
ur á ekki að hafa áhyggjur af því sem
gerist einhvern tímann í framtíðinni
– ég er blessunarlega laus við að óttast
breytingar. Hlutirnir koma bara í ljós
og þegar eitthvað breytist sem í fljótu
bragði virðist vera til hins verra getur
komið út úr því eitthvað ennþá betra.
Það breyttist margt hjá mér í desem-
ber árið 2003 en þá greindist ég með
brjóstakrabbamein.
Á meðan á meðferðinni stóð hafði
ég ekki orku til að halda áfram starfi
mínu sem tískuljósmyndari. Ég gat
ekki haldið utan um stór ljósmynda-
verkefni, stjórnað tíu manna hópi fólks
og búið til auglýsingar; orkan nægði
mér ekki og einbeitingin minnkaði.
Álagið er mikið í slíku starfi og kröfurn-
ar gífurlegar. Í þeim bransa þýðir ekk-
ert að bjóða viðskiptavininum upp á að
maður sé ekki nema næstum því upp á
sitt besta. Ég ákvað því að hægja á mér
og leyfa veikindaferlinu að hafa sinn
gang, bíða með tískuljósmyndirnar þar
til krabbameinsmeðferðinni væri lokið
og ég yrði heilbrigð á ný.
Ég var ein af þeim heppnu, ég er
búin að ná mér en orkan er ekki sú
sama og hún var áður, það eyðist af því
sem af er tekið. Atvikin höguðu því sem
sagt þannig að þegar ég ákvað að leggja
tískuljósmyndaranum fyrir fullt og fast
var ég líka búin að kynnast konunum
hennar Ástbjargar og heillast af þeim.“
Allar mættar
„Það atvikaðist þannig að ég var að
fylgja góðri vinkonu eftir með kameru
og ætlaði mér að gera um hana stutta
æviskeiðsmynd sem bíður nú betri
tíma; mig langaði alltaf til að reyna mig
í tökum og lífið hennar var spennandi.
Í eitt skipti fór ég með henni í leikfimi-
tíma og það var þá sem það gerðist.
Ég gjörsamlega heillaðist af hinum
samstillta og skemmtilega hópi sem
hreyfði sig af mýkt og húmor og gleði.
Þetta eru 65 til 85 ára gamlar kon-
ur sem mæta vikulega í tíma hjá Ást-
björgu Gunnarsdóttur leikfimikennara
sem er 77 ára. En málið væri ekki svona
fallegt ef þær hefðu ekki hist í tæp 50
ár; það er líka einmitt það sem kveikti
ástríðu mína. Hvernig má það vera?
spurði ég sjálfa mig og nú veit ég svarið
og er reynslunni rikari.
Málið er í raun í einfalt: Árið 1959
byrjaði Ástbjörg með leikfimi tvisvar í
viku fyrir heimavinnandi húsmæður
sem áttu börn og enn þann dag í dag
hittast flestar þeirra og æfa saman. Það
hefur auðvitað orðið einhver endur-
nýjun í hópnum, sumar hafa horfið frá
og aðrar komið í staðinn, en kjarninn
er sá sami og hefur verið allan tímann.
Leikfimin hefur líka breyst og dansinn
aukið vægi sitt. Ástbjörg semur dans-
ana, hún heyrir kannski lag sem heill-
ar hana og semur dans eftir því; og þær
dansa skaltu vita og ekki bara hérna
heima held-
ur líka víða
erlendis.
Þær búa
sjálfar
til sína
eigin
bún-
inga
fyrir
sýn-
ing-
arnar, æfa grimmt undir stjórn síns
mentors og svo stíga þær á pall og njóta
þess að dansa. Þetta gera þær allt á eig-
in kostnað og hafa aðeins einu sinni
verið styrktar til utanfarar en þá var
það Ástbjörg sjálf sem styrkti þær; hún
hafði fengið arf eftir móður sína og þá
fengu konurnar hennar að njóta hans.
Hvað þær kalla sig? Jú, þær kalla sig
einfaldlega það sem þær eru; leikfimi-
hópur Ástbjargar Gunnarsdóttur.
Ég ákvað að kalla myndina Allar
mættar vegna þess að þær eru alltaf all-
ar mættar nema eitthvað sérstakt komi
til. Hún er mér líka ógleymanleg mynd-
in af Ástbjörgu þar sem hún situr með
kladdann sinn, les upp nöfnin þeirra
og merkir við hverjar eru á staðnum og
hverjar ekki. Þær liggja þarna á gólfinu
í slökun og svara kalli hver og ein eins
og þær stelpur sem þær eru og hún lýt-
ur snöggt höfði, horfir svo yfir salinn
og segir: „Allar mættar, eru ekki allar
mættar?“
Í myndinni eru viðtöl við 12 kvenn-
anna í hópnum og þeim fylgt eftir. Það
tók okkur tvö ár að vinna myndina og
það voru góð og vinnuglöð ár. Profilm
framleiðir myndina en fyrirtækið er
í eigu Jóhanns Sigfússonar og Önnu
Dísar Ólafsdóttur: þau eru bæði fyrir-
taks proffar og öndvegisfólk og ég vann
einkar náið með þeim og öllu því ein-
vala liði sem hjá Profilm skipar hvern
bekk; ég held í raun að myndefn-
ið sjálft, konurnar hennar Ástbjargar,
hafi kallað á svona glimrandi og sterka
samvinnu.
Myndin er 40 mínútur að lengd og
verður frumsýnd í dag, föstudaginn 26.
september klukkan 18 í Regnbogan-
um á Reykjavík International filmfesti-
val eða Riff eins og það er kallað. Hún
verður svo sýnd þar tvisvar í viðbót en
þá fer hún, eins og stelpurnar, að ferð-
ast á kvikmyndahátíðir; það er svona
dálítið eins og hún elti sporin þeirra.“
Miklu sætari með árunum
Við María horfum saman á nýju
myndina og það er óhætt að segja að
manni líður vel að horfa á hana. Sjón-
arhornið er svo fallegt og greinilegt að
næmt auga ljósmyndarans er að störf-
um. Myndin sýnir líka vel þjóðfélags-
breytingar því þar segir Ástbjörg frá því
að konunum hafi upphaflega eingöngu
verið boðið upp á kvöldtíma: Það þótti
ekki möguleiki að bjóða konum upp á
tíma fyrr en börnin voru sofnuð og þær
búnar að ganga frá eftir matinn. Eigin-
maðurinn passaði svo börnin á með-
an, eins og sagt var.
„Allar ljósmyndirnar mínar, fyr-
ir utan tískuljósmyndirnar auðvitað,
eru svarthvítar. Ég hef ást á leiknum
við ljósið og skuggana og finn í honum
óútskýranlega dýnamík sem mér finnst
líka hæfa myndinni og þess vegna er
hún svarthvít þótt sjá megi líka örlít-
inn, bláleitan tón leika við hana í dans-
atriðunum,“ segir María og við höldum
áfram að horfa á Allar mættar.
Einfarinn María
Hefur einhver hópur svona þýðingu
fyrir þig sjálfa?
„Ég er einfari en kannski er það ein-
mitt þess vegna sem ég sé hvað sam-
takamátturinn getur veitt mikinn styrk;
dálítið eins og að horfa utan frá á eitt-
hvað sem maður þekkir ekki og finna
til þeirrar nautnar sem það er að kynn-
ast einhverju nýju og frjósömu.
Aðstæður hafa bara hagað því
þannig að ég varð einfari; hefði ég lif-
að öðruvísi lífi hefði ég sjálfsagt orðið
önnur en ég er, en ég sakna einskis og
finnst gott að dvelja ein í mínum hug-
arheimi. Sumum finnst það óheilbrigt
en ég kæri mig kollótta, ég er einbirni
og hef lært að hafa ofan af fyrir sjálfri
mér og svo er ég alin upp í litlu plássi,
Djúpavík, þar átti ég vini en við vor-
um oft innilokuð vegna veðranna; það
snjóaði og okkur fennti inni. En mér
fannst það í lagi, ég gat alltaf dundað
mér sjálf og kannski mótaðist einfar-
inn þá, ég skal ekki segja en það er satt
að lengi býr að fyrstu gerð. Það er töff
fyrir fjölskyldu að eiga bara eitt barn
og að sama skapi er það töff fyrir þetta
eina barn að eiga bara foreldrana af því
þegar þeir hverfa hverfur allt. En það er
þroskandi, maður verður að standa sig
einn og getur ekki treyst á neinn.
Það kann að vera að það hafi líka
haft áhrif hvað ég var
lengi erlendis, lengi
í miklu mannhafi og
hraða vegna vinnunn-
ar; ég var alltaf að hitta
nýtt og nýtt fólk, fara á nýja og nýja
staði. Varanleg og djúp tengsl gátu ekki
myndast í svo órólegu og iðandi lífi og
í frístundum, sem satt að segja voru nú
ekki margar, naut ég þess að vera ein og
ég gerði það þegar færi gafst; ég skrif-
aði frekar í dagbók eða bréf til foreldra
minna en þjóta út á flandrið í sjaldgæf-
um frítíma.
En einsemdin jókst með aldrinum
og varð mikil eftir lát foreldra minna;
skrítið en þegar ég segi þetta hljóm-
ar það eins og ég hafi verið einmana
en það var ég ekki. Einsemdin mín
var einhvern veginn græðandi og fyll-
andi og þegar ég var að taka myndirn-
ar í bókina mína sem heitir A Land told
me, en í henni eru svart/ hvítar lands-
lagsmyndir, var ég ein í langan tíma án
þess að sjá nokkurn mann, gjarnan 10
daga í senn og oft lengur og var strax
þotin aftur, eins og óbyggðirnar lokk-
uðu mig til sín. Og ég get ekki gleymt
tilfinningunni þegar ég var uppi á mið-
hálendi; mig langaði ekki í bæinn. Mér
leið eins og það gæti verið algleymi
að ganga inn í náttúruna, hverfa inn í
hana og verða hún. Ég var sátt og mig
langaði að samlagast landinu; þetta
var yfirþyrmandi og sæl tilfinning. Ég
hugsa að ég finni hana aftur þegar ég
fer héðan.“
Feimnir karlmenn
Þegar maður situr í kaffi hjá Maríu
Guðmundsdóttur gleymir maður sér
stundum við það að stara bara á hana,
fegurð hennar er heimsþekkt en út-
geislun hennar, persónutöfrar og hlýja
umvefur mann. En skyldi þessi glæsi-
leiki og fegurð fyrirsætunnar einhvern
tímann hafa einangrað hana eða gert
fólk feimið við að nálgast hana?
„Fólk hefur yfirleitt verið yndislegt
í minn garð. Ég veit að hérna í gamla
daga þorðu karlmenn stundum ekki að
nálgast mig, þeir sögðust hafa hugsað:
„Hún hlýtur að vera umsvermuð all-
an liðlangan daginn og getur ekki haft
neinn áhuga á mér og ég þori ekki að
hringja í hana.“ Mér fannst þetta bara
fallegt þegar ég vissi af þessu seinna en
hefði ég vitað það hefði ég alls ekki skil-
ið það. En eins og ég segi hef ég bara
mætt góðvild fólks og hafi annað verið
uppi á teningnum hef ég kannski kosið
að taka ekki eftir því enda pæli ég ekki
í hlutum sem mér finnst ekki skipta
neinu máli.
Vinir mínir hafa haldið tryggð við
mig frá því ég var strákastelpa í hand-
boltanum, strákastelpa sem gekk um
í buxum því hún var svo óánægð með
granna leggina. Ég var í raun svo
óhamingjusöm að ég valdi að vera í
marki til að geta verið í síðbuxum. Í
boltanum var ég kölluð Maja júníor til
aðgreiningar frá nöfnu minni Maríu
Guðmundsdóttur fyrirliða. Frá þess-
um tíma á ég skemmtilegar minningar
sem ég dvel oft við “
Stækkaði 27 ára
„Ég pældi samt sem áður lítið í út-
litinu að öðru leyti en ég var kannski
komplexeruð yfir því hvað ég stækk-
aði fljótt. Ég var orðin 175 sentímetr-
ar aðeins 12 ára; það var sko stór tólf
ára stelpa í þá daga. Ég var alltaf stærri
en allir jafnaldrar mínir og ég var alls
ekkert fyrir útlitið. Ég var strákastelpa
og vildi vera það og mér fannst ég alls
ekkert kvenleg. Kvenleg fegurð kallað-
ist það þegar þetta var og gerir kannski
enn að vera með ávalar mjaðmir og stór
brjóst og ég var svo sannarlega ekkert í
þá áttina. En útlit mitt leiddi mig samt
í tískubransann. Með grönnum líkama
og mikilli hæð er nefnilega hægt að
leika sér með fötin. En svo gerðist það
alveg óvænt að það tognaði enn meira
úr mér.
Já, ég varð 181 sentímetri. Ég lenti
í bílslysi hér heima, klemmdist milli
tveggja bíla og marðist illa og skrámað-
ist. Vegna slyssins kom drep á innan-
verðan ökkla og ég varð því að að leggj-
ast inn á spítala í aðgerð. Þar kom í ljós
að tveir hryggjarliðir höfðu sprungið.
Ég lá inni í sex vikur á meðan allt var
að gróa. Hæð mín og öll mál voru ná-
kvæmlega skráð hjá föstum kúnnum
í New York. Þegar ég mætti svo aft-
ur í vinnuna tóku kúnnarnir að kvarta
undan því að pilsfaldurinn á kjólun-
um þeirra væri kominn upp yfir hné í
staðinn fyrir að vera á sínum stað fyr-
ir neðan hné. Þannig að fötin pössuðu
ekki lengur og þá var mér skellt í mæl-
ingu og í ljós kom að ég hafði hækkað
um sex sentimetra. Skýringin lá í því að
við erum öll með sveigju í bakinu en í
kjölfar bílslyssins réttist úr hryggnum
á mér; ég tapaði sveigjunni en græddi
sentímetrana sex.“
Fyrst fer sjónin svo
koma hrukkurnar
Þú hefur verið mynduð oftar en flest-
ir aðrir. Hvernig finnst þér að eldast?
„Öll eigum við misjafna daga og það
koma augnablik sem ég er óhress með
að eldast en venjulega finnst mér það
eðli málsins samkvæmt bæði eðlilegt
og gott og svo eru það auðvitað for-
réttindi. „Guð er svo góður. Fyrst dreg-
ur hann aðeins úr sjóninni og bætir
svo á mann hrukkum. Hann býr svo
um hnútana, blessaður, að maður hafi
ekki tækifæri til að fylgjast með hrörn-
uninni,“ sagði góð vinkona mín. Nei,
ég hef aldrei óttast aldurinn – en ég
hef haft áhyggjur af heilsunni og með
aldrinum hrakar henni óneitanlega. Ég
sagði að mér þættu forréttindi að fá að
eldast og mér finnst að þannig ætti það
líka að vera að öllu leyti.
Ég er þess vegna ekki sátt við hvern-
ig komið er fram við aldraða og ör-
yrkja á Íslandi. Ráðamenn bæta hik-
laust sinn eigin hag en teysta sér svo
ekki til að semja við kvennastéttir eða
borga öryrkjum og ellilífeyrisþegum
almennileg laun; líf margra er því eins
og í þröngu búri eftir ævistarfið og það
er einfaldlega rangt. Þegar menn ná
kjöri til alþingis eða bæjarstjórna virð-
ast þeir oft breytast í kýrnar sem sleppt
er út á vorin; þeir hlaupa út um víðan
völl og gleyma öllu í kringum sig. Og
svo finnst mér stundum eins og tal-
að sé niður til almennings. Kannski
er það af því stjórnmálamennirnir eru
í tilvistarklemmu því það er víst að sá
sem stjórnast af hroka og yfirdrepsskap
er bæði klemmdur og illa áttaður.
Við höfum undanfarið búið við vel-
megun, mörg hver að minnsta kosti,
allt virtist svo auðvelt og margur kunni
sér ekki hóf og sást ekki fyrir, lét glepjast
af skruminu og heillaðist af græðginni.
Í gamla daga keypti fólk fyrir það sem
það átti, það safnaði sér fyrir hlutum
og sumir áttu jafnvel sparifé. En í óráð-
síu dagsins í dag eða gær er keypt áður
en aflað er og afleiðingarnar geta orðið
mjög alvarlegar, óöryggi, atvinnuleysi
og ótti.“
María hefur áhyggjur af ástandinu
en hún er ánægð með að geta boðið
upp á jákvæða mynd um falleg sam-
skipti og vináttu. Svo við víkjum talinu
aftur að myndinni Allar mættar sem
frumsýnd verður í dag.
Uppspretta tækifæranna
„Æskudýrkunin hefur alltaf ver-
ið mikil en kannski aldrei jafnmikil og
í tæknivædda samfélaginu þar sem
stúlkur rétt af barnsaldri hlaupa til lýta-
lækna til að breyta útliti sínu á einn eða
annan mátann. Umræðan um æskuna
og lífið og fjörið er endalaus og stund-
um yfirþyrmandi og það segir mér ekk-
ert annað en að óttinn og flóttinn hafa
náð tökunum. Eðlileg umræða um elli
og dauða fyrirfinnst varla hvað þá að sú
hugsun hvarfli að fólki að því eldri sem
þú verður því áhugaverðari; því meira
hefurðu að gefa og fleiru að miðla.
Kannski þarf maður að vera orðinn
aldinn sjálfur til að sjá þetta, kannski
gremst manni að konur sem komn-
ar eru vel yfir miðjan aldur þykja varla
gjaldgengar hvað þá að nokkur sé
forvitinn um líf þeirra, áhugamál og
reynslu. Konurnar í Allar mættar eru
fullorðnar en þær eru og verða stelpur
og það er einmitt galdurinn þótt hann
sé ekki endilega í andliti fólgin.“
Er ekki oft talað um að konur verði
ósýnilegar eftir fertugt?
„Jú, kannski er það strax um fer-
tugt sem úreldingin byrjar, ég skal ekki
segja. Við heyrum í pólitíkusum og
fjölmiðlafólki á öllum aldri en konur í
öðrum stéttum sjást síður, karlar fá að
taka þátt lengur enda gerir aldurinn þá
virðulega en konurnar óþægilegar.
En mér finnst konur oft samsama
sig þessu bulli og væla að óþörfu. Þær
segja: „Tækifærin eru nú ekki eins og
þau voru þegar maður var yngri.“ Ég
held að hugsunin sé röng og henni
verður að breyta. Hugmyndir eru upp-
spretta tækifæra og við eigum að elta
þær. Við verðum auðvitað bara æðis-
gengnar með aldrinum og flottar með
alla reynsluna og við eigum að vera
ófeimnar við að láta það sjást. Ástbjörg,
sem heldur utan um leikfimihópinn í
myndinni, er 77 ára eins og ég hef nefnt
áður og hún hefur svo mikla ástríðu í
starfinu sínu að það er unun að sjá það;
hún fylgist með öllu sem að leikfiminni
snýr og er sífellt að koma með nýjung-
ar; hún nýtir sér alla möguleika til að fá
sem mest út úr lífinu bæði fyrir sjálfa
sig og stelpurnar og hún er gangandi
dæmi um sterka og flotta eldri konu
sem lifir lífinu glöð. Svona eru þær
reyndar allar í hópnum.“
Hvert er markmið þitt með mynd-
inni?
„Ja, ætli það sé ekki helst að sýna
það sem ég var að segja hérna áðan
um aldurinn, þroskann og reynsluna
og um leið að sýna hvað hreyfingin er
áríðandi fyrir heilsuna og hugarfarið.
Mig langaði sem sagt að búa til mynd
um fullorðnar konur á ferð og flugi,
heilbrigðar, hlæjandi og elskulegar þar
sem vinátta og samheldnin ríkir.
Auðvitað vona ég að myndin veki
þá hugsun að það geti verið gaman og
gott að eldast og bendi líka lauflétt á þá
staðreynd að fullorðnar konur eru með
í samfélaginu og þær eiga ekki bara að
sjást, þær eiga líka skilið að þær séu
virtar viðlits. Mér fannst löngu kominn
tími til að sjá mynd um konur á þess-
um aldri; við förum allar þangað ef við
erum heppnar.“
En ert þú þá ekki í leikfimihópi sjálf
og dugleg að hreyfa þig?
„Ég hreyfi mig mest í huganum, er
mikið í ferðalögum og út um allar triss-
ur þar. Ég fór í bakaðgerð fyrir tveimur
árum og er með bakverki og dofa nið-
ur í tær og þegar ég er slæm get ég ekki
gengið. Þetta er gjaldið sem ég borga
núna fyrir sentímetrana sem ég græddi
forðum.
Yfirleitt er ganga talin góð hreyfing
fyrir bakið en ég nýt mín ekki á göngu
lengur, því miður. En þegar ég kemst
út í náttúruna líður mér vel og mér
finnst gaman að ganga á haustkvöld-
um og horfa á stjörnurnar. En ég teygi
mig auðvitað og fer í nudd, annaðhvort
væri nú. Ég finn hvernig það losar um
bakið að hanga fram á við og teygja og
teygja; ég lærði það nú líka af stelpun-
um.“
Tískuheimurinn í dag
Var líkamsrækt stór hluti af starfi
þínu sem fyrirsæta hér áður fyrr?
„Nei, ég var alltaf löng og mjó og
grönn og ég var ekkert í leikfimi í kring-
um módelstörfin. En það var alltaf
þeytingur á mér eins og ég sagði þér,
ég var hlaupandi af einum stað á ann-
an. Ég hef sennilega hreyft mig miklu
meira en ég gerði mér grein fyrir; ég sé
það bara núna þegar ég segi þetta.
Tískuheimur dagsins í dag er mjög
ólíkur þeim sem ég þekkti; kröfurnar
eru gífurlegar og það er í þeim miklu
meiri harðneskja og samkeppnin er
miklu grimmari. Sumar stúlkurnar
leggja svo mikið á sig til að vera grann-
ar að þær verða anórexíu og neyslu að
bráð; slíkur heimur er hættulegur og ég
er ekkert stolt af honum eins og hann
er í dag. Pressan er ofboðsleg og stúlk-
urnar eru jafnvel plataðar í dansinn
með loforðum um gull og græna skóga
en svo þegar til kemur eru efndirnar
engar. Það lenda heilu vélarnar af ung-
um módelum í París og Mílanó á vorin
vegna lyga og gylliboða en það er enga
vinnu að fá.“
Gamall draumur að rætast
Ákvaðst þú snemma að fara hinum
megin við ljósmyndavélina og fara svo
út í kvikmyndatöku?
„Nei, vissulega er gott að læra und-
irstöðuna í öllum fögum en það hefur
æxlast þannig hjá mér að ég er hvorki
skólagengin sem ljósmyndari né töku-
maður.
En ég hef lært mikið af því að vinna
með stórkostlegum ljósmyndurum
í gegnum tíðina og það sama hefur
svo gerst varðandi kvikmyndatökuna.
Svona hefur heppnin elt draumana
sem ég hef átt og ég hef ekki lagst upp í
rúm til að gleyma heldur litið á þá sem
áskorun og tækifæri. Reynslan kenndi
mér í báðum deildum og svo varð ég
mér úti um þá tæknikunnáttu sem ég
þurfti og þeir sem hafa unnið með mér
á báðum sviðum vita að það er sko skóli
allan sólarhringinn. Ég gerði þetta sem
sagt „my way“ eins og Sinatra og ég sé
ekki eftir því.“
Listsköpun Maríu hefur hreyft við
mörgum. Og nýlega fékk hún bréf frá
Ástralíu.
,,Það er gaman þegar maður gerir
eitthvað sem „inspirerar“ aðra. Ástr-
ölsk kona varð svo hrifin af svart/hvítu
ljósmyndabókinni A land told me að
hún skrifaði mér og sagði að bókin
veitti henni sem tónskáldi innblást-
ur svo að hún samdi lög út frá áhrif-
um frá myndunum. Þau eru að koma
út á geisladiski á næstunni og mynd-
ir úr bókinni verða á umslaginu. Það
er ánægjulegt þegar maður hreyfir við
fólki og það gleður mig í hvert skipti
sem ég geri það.“
En nú fer að styttast í frumsýningu á
Allar mættar. Langar þig að gera fleiri
myndir?
,,Veistu hvað, ég er bara rétt að
byrja og ég er með margt spennandi
á prjónunum og enn fleira í kollin-
um. Kvikmyndatakan hefur tekið við
af ljósmynduninni eins og er og á nú
hug minn allan. Það heftir mig ekkert
nema síðasta kallið og ég vona að það
sé langt í það.“
Æðisgengnar með aldrinum maría
varpar ljósi á kosti þess að eldast.
„Það lenda heilu
vélarnar af ungum
módelum í París
og Mílanó á vorin
vegna lyga og
gylliboða“
Helgarblað
Stórglæsileg Hefur lifað tímana
tvenna.
Brautryðjandi ein allra frægasta
fyrirsæta sem Íslendingar hafa átt.