Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Side 34
Krassandi og hrollvekjandi ferðasaga ungrar íslenskr- ar stúlku skaut nýlega upp kollinum og hef- ur farið sem eldur í sinu manna á milli. Samkvæmt þessari sögu fór stúlkan í frí til Krítar þar sem hún gerði það gott á djamminu. Eitt- hvert kvöldið komst hún í kynni við ákaf- lega prúðan og þokka- fullan Búlgara og tjútt- aði með honum fram á nótt. Þegar skemmtuninni lauk hugsaði dansherrann sér greinilega gott til glóðarinn- ar og bauð dömunni að koma með sér heim. Þrátt fyrir að kvöldið hefði lofað góðu ákvað stúlkan þó að fara aftur á hótelið og sofa þar ein. Hún sýndi þó svekktum vonbiðlinum þá íslensku kurteisi að kyssa hann vænum blautum kossi að skilnaði. Lýkur þar með samskipt- um þeirra. Ógeðslegt veganesti Þegar stúlk- an er komin heim til Íslands byrjar and- styggilegt munnangur að gera henni lífið leitt þannig að hún leitar að lokum til læknis. Læknirinn tekur stroksýni úr munni stúlkunnar en telur þó ekki ástæðu til að æðr- ast og skrifar upp á munnskol fyr- ir hana. Sárin vildu þó ekki gróa og ágerðust frekar ef eitthvað var. Ves- alings stúlkan veit svo ekkert hvaðan á hana stendur veðr- ið þegar her lögreglumanna bankar upp á hjá henni og spyr hana spjörun- um úr um hvað á daga hennar dreif á Krít og við hvaða menn hún hafi lagt lag sitt við. Örlagaríki kossinn kem- ur þá loksins upp úr kaf- inu og málið fer að skýrast. Við ræktun á sýn- inu úr munni hennar kom nefnilega í ljós að þar grasseruðu bakteríur sem aðeins þrífast í liðnum líkum. Stúlkan gat gert nógu góða grein fyrir dansfélaga sínum á Krít þannig að rannsóknarlögreglumaður rauk beint í símann og hringdi inn skýrslu til Interpol. Al- þjóðalögreglan hafði svo aftur sam- band við lögregluna á Krít sem sótti búlgarska partíljónið heim og fann lík af tveimur ungum konum í kjall- aranum hjá honum. Þessi dagfarsprúði maður hafði sem sagt það sjúka áhugamál að myrða konur og leggjast með þeim látnum og þannig bar hann óvær- una í munn íslensku stúlkunnar sem þótti heldur betur hafa sloppið með skrekkinn úr klóm sjúks nárið- ils. Auðvitað allt með hinum mestu ólíkindum þannig að maður getur ekki annað en trúað þessu. Sérstak- lega þar sem um vinkonu góðs vin- ar vinar manns er að ræða. Eða eitt- hvað álíka. Sígild flökkusaga Síðasta viðbótin við þessa sögu hér heima er að stúlkan sé enn að jafna sig á áfallinu en muni hugs- anlega tjá sig við fjölmiðla um þessa erfiðu lífsreynslu síðar. Sá dagur mun þó seint koma þar sem hér er á ferð- inni flökkusaga sem er til í ýmsum útgáfum úti um allan heim. Sagan er þar fyrir utan ekki fersk og henni voru gerð góð skil í bókinni Köttur- inn í örbylgjuofninum árið 2001. Í þeirri bók fjallaði Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur um eðli flökkusagna og tilfærði nokkrar sígildar sögur. „Þessi saga var mjög heit þegar ég var að skrifa bókina mína,“ seg- ir Rakel og bætir við að sagan sé í nokkru uppáhaldi hjá henni. Hún bendir jafnframt á að hér sé á ferð- inni frekar dæmigerð varúðarflökku- saga en útbreiðsla þeirra er býsna örugg þar sem fólk finnur sig beinlínis knú- ið til þess að koma henni áleið- is öðrum til varnaðar. „Þarna má segja að boðskapurinn til stúlkna sé sá að þær eigi ekki að kyssa útlend- inga. Svo fjallar hún um náriðil sem er mjög gamalt minni og kemur víða fyrir í þjóðsögum.“ Rakel nefnir sög- una um Þyrnirós í þessu sambandi en þar sé „lík“ kysst og það rís svo upp með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Ógeðslegar og fyndnar Rakel segir að kjarninn í flökku- sögum sé að þær séu spennandi og veki sterkar tilfinningar. „Þær eru föstudagur 26. september 200834 Helgarblað Kötturinn sem sprakk Bók Rakelar um flökkusögurnar dregur nafn sitt af klassískri flökkusögu um grimmileg örlög kattar sem endaði sitt níunda líf með subbulegri sprengingu í ör- bylgjuofni. Sagan er eitthvað á þá leið að kona nokk- ur átti kött og einhverju sinni þegar dýrið skilaði sér heim hundblautt eftir rigningu brá konan á það snjallræði að skella kisa í örbylgjuofninn til þess að þurrka hann. Afleiðingarnar voru miður geðslegar þar sem örbylgjuofnar eru ekki hannaðir í þessum til- gangi og kötturinn sprakk í ofninum. Rakel segir þessa sögu eldgamla og hún hafi verið komin á kreik löngu fyrir tíma örbylgjuofnanna. Þá hafi kettin- um einfaldlega verið stungið inn í hefðbundinn bakarofn. „Þessar sögur eru sjaldnast glænýjar,“ segir Rakel en nefnir þessa sögu sem ágætt dæmi um hvernig seinni tíma viðbætur komu til sögunnar til þess að gera flökku- sögurnar trúlegar. „Við þessa sögu bættist síðar að framleiðendur örbylgjuofna hafi sett sérstaka viðvör- un á ofnana þar sem fram kom að alls ekki mætti setja gæludýr í þá.“ Ekið yfir par í samförum Fyrir tæpum tveimur áratugum kvisaðist sú saga út skömmu eft- ir verslunarmannahelgi að ungt par hefði beðið bana í miðjum sam- förum í tjaldi á útihátíð. Ástarleikurinn fékk sviplegan endi þegar torfærujeppa á risadekkjum var ekið ógætilega um tjaldstæðið. Öku- ferðin fór ekki betur en svo að jeppinn ók beint yfir tjald en undir því var hið ógæfusama par í eldheitum ástarleik. Þessi flökkusaga rataði aldrei í fréttir og engar lögregluskýrslur fyrir- finnast um þetta skelfilega slys. En sagan fór víða og vakti talsverðan óhug og margt ungmennið prísaði sig sælt að komast heilt heim eftir gleði helgarinnar. Forvarn- argildi sögunnar er því ótvírætt og sjálfsagt fyrir- fannst ekki betri getnað- arvörn fyrir útihátíðir en þessi krassandi hryllings- saga. Kötturinn í örbylgjuofninum og Koss dauðans Ætli flestir kannist ekki við að hafa heyrt af vinum eða ættingjum vina sinna sem hafa lent í því að borða rottukjöt í kínverskum mat, frænku einhvers sem óprúttnir aðilar rændu úr nýra, vinkonu vinkonu sinnar sem sprautaði í misgripum glimmeri á sköp sín áður en hún fór til kvensjúkdómalæknis, kunningjafjölskylduna sem smyglaði hvolpi frá spáni en komst illu heilli að því að um háfjallarottu væri að ræða þegar krúttlegi hvolpurinn drap heimilisköttinn. allt eru þetta sígildar flökkusögur sem skjóta reglu- lega upp kollinum sem heilagur sannleikur, ekki síst vegna þess að þær eru svo krassandi við viljum að þær séu sannar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.