Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Qupperneq 37
Elín Hirst hefur starfað á fjölmiðl-
um í tæpan aldarfjórðung. Fjörurnar
títtnefndu sem hún hefur sopið eru
því orðnar margar. Nýjasta fjaran ef
svo má segja eru breytingarnar sem
áttu sér stað á Ríkisútvarpinu á dög-
unum þegar fréttastofur stofnunar-
innar voru sameinaðar í eina. Elín
hafði verið fréttastjóri Sjónvarpsins í
sex ár en þegar tilkynnt var um sam-
eininguna í síðustu viku kom í ljós að
henni var ekki ætlað sama hlutverk
og áður. Óðni Jónssyni, fréttastjó-
ra Útvarpsins, var boðin staða frétta-
stjóra hinnar sameinuðu fréttastofu
sem hann þáði. Það er því eðlilegt að
spyrja Elínu fyrst hvort hún líti svo á
að henni hafi verið sagt upp.
„Já, vegna þess að starfið var lagt
niður þar sem það voru tvö störf en
verður bara eitt. Þá var annaðhvort
að hafa tvo fréttastjóra eða velja ann-
an þeirra. Það er kannski ekki tal-
ið sniðugt að hafa tvo fréttastjóra því
það verður að vera einn skipstjóri í
brúnni.“
Elín segir sameininguna annars
horfa vel við sér. „Ég held að í þessu
felist gríðarleg tækifæri fyrir RÚV til
að bæta og auka fréttaþjónustuna.
Ég veit til dæmis að menn ætla sér-
staklega að setja meiri kraft í ruv.is.
Netfjölmiðlun er auðvitað framtíð-
in í fjölmiðlun. Ég fór á ráðstefnu í
vor þar sem meðal annars var fjallað
um hvernig fjölmiðlar ættu að haga
sér. Þar kom fram að það þýði ekki
að segja: „Við erum í þessu og ætl-
um ekki að vera í öðru.“ Þú verður að
haga þér eftir fólkinu, eftir neytand-
anum. Og neytandinn er í síauknum
mæli farinn að nota netið og þá verð-
um við náttúrlega að laga okkur að því
mynstri. Sjónvarp, útvarp og netið eru
líka í raun farin að renna saman í eitt.
Ég held því að í sameiningunni séu
fólgin mikil sóknartækifæri.“
Kölluð á fund útvarpsstjóra
Elín fékk að vita af sameiningunni
mánudaginn 15. september, daginn
áður en tilkynnt var um hana opin-
berlega. En hún segist hafa vitað af
því í nokkurn tíma að menn væru
að hugsa þessi mál. „Svo fékk ég allt
í einu að vita að búið væri að ákveða
þetta og jafnframt að Óðinn Jóns-
son myndi stýra hinni sameiginlegu
fréttastofu.“ Þetta tilkynnti Páll Magn-
ússon útvarpsstjóri Elínu á fundi
þeirra þennan mánudag.
Hvernig varð þér við?
„Mér brá,“ segir Elín og gerir stutta
málhvíld. „Ég hefði sjálf viljað leiða
sameiningu fréttastofa RÚV. Ég er
mjög metnaðarfull og með áralanga
reynslu sem fréttastjóri og því hefði
verið mjög skrítið ef ég hefði ekki
orðið fyrir vonbrigðum.“ Elín spurði
hvers vegna henni byðist ekki starfið
og segir að Páll hafi komið með sín-
ar skýringar á því. Hún vill hins veg-
ar ekki fara út í þær í smáatriðum
þar sem um tveggja manna tal var að
ræða. „En þetta er bara töff heimur og
þegar menn velja svona eru þeir ekki
að því til að vera vondir við einhvern
eða hefna sín á einhverjum. Þeir eru
bara að gera það sem þeir trúa að sé
best fyrir fyrirtækið. Ef ég er ekki sam-
mála því, þá er það bara þannig. Þessi
heimur er svona.“
Spurð hvort hún viti hvort ákvörð-
unin um að bjóða Óðni starfið sé al-
farið tekin af útvarpsstjóra segist Elín
ekki vita það fyrir víst. Væntanlega
þurfi hann þó að bera málið undir
stjórn RÚV ohf. Hvaða stuðning ná-
kvæmlega hún eða Óðinn höfðu hjá
einstaka stjórnarmönnum er Elínu
ekki kunnugt um.
Útvarpsstjóri bauð Elínu að vera
áfram við störf hjá RÚV, bæði við lest-
ur kvöldfrétta og þáttagerð sem nánar
verður vikið að á eftir, og þáði hún það
að íhuguðu máli.
Hefði viljað fá stöðuna
Aðspurð hvort með sameingunni
sé ekki verið að fórna fjölbreytileika
í fréttaflutningi RÚV kveðst Elín ekki
líta svo á. „Ég var einu sinni í nefnd
á vegum Ríkisútvarpsins – þetta var
fyrir svona tíu árum – þar sem komist
var að þeirri niðurstöðu að ekki væri
sniðugt að sameina fréttastofurn-
ar,“ segir hún og bætir við að þá hafi
ruv.is ekki verið komið til sögunn-
ar. „Þetta væru svo sterk vörumerki.
Þetta væri svipað og að vera með kók
og pepsí, sem báðir eru rosalega vin-
sælir drykkir, og hvers vegna ætti þá
að reyna að sameina þá. Þannig var
þetta þá með fréttastofurnar en nú
hefur þetta breyst. Það er kominn nýr
miðill um leið og útvarpið hefur gefið
eftir í fréttahlustun. Forsendurnar eru
því breyttar. Það sem mér fannst rangt
að gera fyrir tíu árum finnst mér rétt
að gera í dag.“
Páll Magnússon tók við starfi út-
varpsstjóra af Markúsi Erni Antons-
syni árið 2005. Elín segir samskipti
þeirra hafa verið mjög góð á þessum
þremur árum og raunar allt frá því
þau kynntust í fjölmiðlabransanum
fyrir margt löngu. „Við Páll byrjuð-
um að vinna saman á Stöð 2 árið 1988
þegar hann var fréttastjóri þar og réð
mig inn sem fréttamann. Hann er frá-
bær fréttastjóri og ofboðslega gaman
að vinna með honum. Ég steig þarna
mín fyrstu skref í sjónvarpi undir hans
leiðsögn og tókst með okkur vinátta
sem hefur eiginlega haldist alveg síð-
an.“
Hvernig er andrúmsloftið á milli
ykkar eftir atburðina á dögunum?
„Ég finn ekki neinn mun,“ seg-
ir Elín. Og hún kveðst ekki líta á það
sem trúnaðarbrest þeirra á milli að
Páll hafi tekið Óðin fram yfir. „Ég er
ekki æviráðin sem fréttastjóri Sjón-
varpsins. Ég er ekki að skafa utan af
því að ég hefði viljað gera þetta og er
því ósammála valinu, en hvað get ég
gert? Maður má heldur ekki blanda
saman faglegum hlutum og per-
sónulegum samskiptum. Og ég kýs
að vinna áfram á RÚV af því að mér
finnst það einfaldlega góður fjölmiðill
og mikið í hann spunnið faglega. Þar
fyrir utan líður mér mjög vel þar.
Nú kemst ég líka aftur niður á gólf
að gera það sem mér finnst skemmti-
legast, að búa til efnið, í stað þess að
búa til vaktatöflur, sitja fundi, hugsa
um fjármál og fleira. Ég sé því í þessu
skemmtilegt tækifæri; ég er aftur orð-
in fréttamaður. Ég breytti líka strax
undirskriftinni í tölvupóstinum mín-
um, úr fréttastjóri í fréttamaður. Það
var ekkert mál,“ segir Elín og brosir.
Rekin frá Stöð 2
Elín segist hafa unnið með öðru
fólki sem sagt var upp í sínum yfir-
mannastöðum en hélt samt áfram
að vinna á RÚV. Gott dæmi sé Bogi
Ágústsson. „Ég tek hann mér til fyr-
irmyndar í því,“ segir hún og vís-
ar þar til þess þegar starf yfirmanns
fréttasviðs var lagt niður fyrir fáein-
um misserum. Hann sagði að þetta
væri hans fag, honum liði vel hérna
og langaði miklu meira að vinna við
fréttaöflun og viðtöl, eins og hann er
að brillera í núna, en að sitja á fund-
um allan liðlangan daginn, taka erfið-
ar ákvarðanir og vera upp fyrir haus í
starfsmannamálum. Kannski kemur
eitthvað gott út úr þessum breyting-
um fyrir mig eins og hann.“
Elín var rekin úr starfi fréttastjóra
Stöðvar 2 árið 1996. „Þá var ég eigin-
lega rekin á dyr af Jóni Ólafssyni, þá-
verandi forstjóra. Hann sagði náttúr-
lega ekki: „Þú skalt bara fara,“ en mér
var gert ljóst að það væri ekki ósk-
að eftir starfsframlagi af minni hálfu
lengur. Uppsögnin tók því gildi strax
og ég fékk greiddan þriggja mán-
aða uppsagnarfrest. Ég upplifði það
sem mikinn sársauka fyrst. En síðan
leiddi það svo gott af sér. Ég gerði tvær
heimildarmyndir, starfaði á DV í eitt
ár og byrjaði svo á RÚV sem óbreytt-
ur fréttamaður 1998. Mér gekk því
rosalega vel að stíga niður af hásæt-
inu. Núna er ég að gera það aftur og
veit hvernig það er og veit að það get-
ur haft afar góða hluti í för með sér.“
Þess má geta að Páll Magnússon var
ráðinn í starf fréttastjóra í framhald-
inu, en Elín segir hann þó hvergi hafa
komið nærri uppsögn hennar þá.
Elín tók sér einn sólarhring í að
velta fyrir sér hvort hún ætti að þiggja
boð útvarpsstjóra um að halda áfram
á RÚV. „Ég ræddi þetta við manninn
minn og hann studdi mig í minni
ákvörðun. Synir mínir tveir sem báðir
eru komnir yfir tvítugt voru líka með í
ráðum og réðu mér heilt. Svo talaði ég
einnig við foreldra mína. Það er allt-
af mikið mál þegar svona breytingar
verða og ég vildi því heyra sjónarmið
þeirra sem bera mína hagsmuni fyrir
brjósti.“
Þreytt á samsæriskenningum
Þegar kunngjört var að Óðinn ætti
að leiða nýju fréttastofuna litu sumir á
ráðningu hans sem pólitískan leik þar
sem menntamálaráðherra, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, hefði haft hönd
í bagga með að gengið var framhjá El-
ínu. Ástæðuna sögðu samsæriskenn-
ingasmiðirnir vera vinskap Elínar og
Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra
og fyrrverandi forsætisráðherra, en
hinir sömu halda því fram að grunnt
sé á því góða á milli Davíðs og Þor-
gerðar Katrínar.
„Ég hafna algjörlega slíkum get-
gátum. Ég er orðin mjög þreytt á að
eftir tuttugu og fimm ár í fjölmiðlum
sé meintum tengslum mínum við
Sjálfstæðisflokkinn alltaf stillt upp,“
segir Elín en hún var í flokknum á sín-
um yngri árum. Hún sagði sig hins
vegar úr honum árið 1984 þar sem
henni fannst engan veginn fara sam-
an að starfa við blaðamennsku og
vera skráð í stjórnmálaflokk.
„En þetta er alltaf sett upp eins og
ég sé fyrst og fremst á vegum Sjálf-
stæðisflokksins en ekki á mínum eig-
in vegum sem fagmaður. Ég vil ekki
vera með einhvern oflátungshátt en
ég er viss um að það er sama hvern þú
talar við af þeim sem hafa unnið með
mér í gegnum árin, enginn myndi
segja að ég sé hlutdrægur fréttamað-
ur eða fréttastjóri fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins eða einhverja per-
sónu innan hans. Sá sem er hlaupatík
fyrir hagsmuni einhvers flokks, sam-
taka eða hvaðeina, hann myndi aldrei
endast í blaðamennsku. Blaðamenn
þurfa fyrst og fremst að vera Heiðar-
legir með stóru h-i og miðla sannleik-
anum sem best þeir geta. Þá meina ég
að þú gefur ekki einu sinni eitt pró-
sent í afslátt. Aldrei. Þetta er erfitt, en
þú ert ekki góður í þessu nema þú sért
að gera nákvæmlega þetta.“
Ekki lofræða um Davíð
Eiginmaður Elínar, Friðrik Friðriks-
son, hefur starfað mikið innan Sjálf-
stæðisflokksins sem ætla má að sé olía
á eld kenningasmiðanna. Grein sem
hún skrifaði í afmælisrit til heiðurs
Davíð Oddssyni, sem honum var gefið
þegar hann varð fimmtugur árið 1998,
hefur einnig verið nefnd í þessu sam-
hengi. Elín bendir á að umrædd grein
snúist ekki á neinn hátt um Davíð eða
hans persónu og geti því vart verið lof-
ræða um hann eins og einhvers stað-
ar hefur verið haldið fram. Þvert á
móti sé greinin fræðilegs eðlis og fjalli
um réttindi og skyldur fjölmiðlafólks,
meðal annars mikilvægi þess að fjöl-
miðlar sýni stjórnmálamönnum að-
hald og nauðsyn þess að fréttamenn
fái aðgang að upplýsingum.
„Ég er heldur ekki svo vitlaus að
ég færi að skrifa lofgjörð um einhvern
stjórnmálamann,“ segir Elín og hlær.
„Hvernig ætti ég að geta farið á minn
vinnustað eftir það og fjallað um eitt-
hvað sem tengist manninum? Ég hef
heldur aldrei verið beðin um að skrifa
slíka grein.“
Á gólfinu með
undirmönnunum
Samstarfsfólk Elínar á fréttastof-
unni tók því með ró og stillingu að
hennar sögn þegar breytingarnar voru
kynntar. „Andrúmsloftið á fréttastof-
unni hefur verið gott allan þann tíma
sem ég hef starfað þar. Það er afskap-
lega skemmtilegur og góður starfsandi
þar. Ég á eftir að sakna þeirra mikið en
kem væntanlega til með að vinna á
gólfinu með þeim. Ég vona að ég eigi
eftir að eiga góðar stundir með þeim
sem jafningi, eins og ég átti sem yfir-
maður.“
Elín er núna komin í rúmlega
tveggja mánaða launað leyfi sem fé-
lögum í Blaðamannafélaginu býðst að
taka á nokkurra ára fresti. Hún hyggst
nýta tímann meðal annars til að vinna
í heimildarmynd sem hún og Ragnar
Santos hafa verið að vinna að í hjá-
verkum frá því síðasta sumar.
Myndin fjallar um ættingja Elín-
ar sem búa á Íslendingaslóðunum í
Kanada og forfeður þeirra. Langalang-
amma og -afi Elínar fluttu búferlum
ásamt þremur dætrum vestur um haf
árið 1875, eins og fjölmargir Íslend-
ingar á þessum tíma. Boltinn byrjaði
að rúlla þegar Elín sá mynd af íslensk-
um vesturförum á Vesturfarasetrinu á
Hofsósi í fyrrasumar sem henni fannst
hún kannast við. Við eftirgrennslan
komst hún að því að þetta voru forfeð-
ur hennar. Stefnt er að frumsýningu
myndarinnar næstu jól.
Fréttaskýringaþáttur að fæðast
Þann 1. desember mætir Elín aftur
til starfa uppi í Efstaleiti. Þá hefst hún
handa við gerð á nýjum fréttaskýringa-
þætti sem að líkindum verður vikulega
á dagskrá í Sjónvarpinu, sá fyrsti vænt-
anlega í janúar. „Þetta er þáttur sem
vantar rosalega í íslenska fjölmiðla-
flóru. Kastljós hefur sinnt fréttaskýr-
ingum að nokkru leyti en núna ætlum
við að fara út í að gera skýrt afmark-
aðan fréttaskýringaþátt einu sinni í
viku. Kompás er auðvitað líka til stað-
ar en við verðum í aðeins öðrum dúr
en þau.“
Ætlarðu þá ekki að fara að taka upp
handrukkara að störfum með földum
myndavélum?
„Jú, jú, enda var sú umfjöllun al-
gjört þjóðþrifamál. En ég mun „taka
RÚV á þetta“, svo ég sletti,“ segir Elín
og hlær. „Þú getur fjallað um hvað sem
brennur á þjóðinni, svo framarlega
sem þú fjallar um það eftir ákveðnum
reglum sem þú setur þér. Þú verður að
segja frá báðum hliðum, sýna ákveð-
inn skilning, umburðarlyndi og nálg-
ast málið án „agenda“. Svo verður bara
að koma í ljós hvernig mér tekst til.“
kristjan@dv.is
föstudagur 26. september 2008 37Helgarblað
„Ég ræddi þetta við manninn minn
og hann studdi mig í minni ákvörð-
un. Synir mínir tveir sem báðir eru
komnir yfir tvítugt voru líka með í
ráðum og réðu mér heilt.“
„Ég er ekki æviráðin sem fréttastjóri Sjónvarpsins. Ég er
ekki að skafa utan af því að ég hefði viljað gera þetta og
er því ósammála valinu, en hvað get ég gert?“
„Ég hafna algjörlega slíkum getgát-
um. Ég er orðin mjög þreytt á að eft-
ir tuttugu og fimm ár í fjölmiðlum sé
meintum tengslum mínum við Sjálf-
stæðisflokkinn alltaf stillt upp.“
Sex ár elín tók við
fréttastjórastöðunni árið
2002 en hafði þá unnið á
rÚV í fjögur ár.
MynD HEiða HElgaDóttiR
Páll Magnússon útvarpsstjóri elín segir samskipti þeirra
páls hafa verið mjög góð allt frá því þau kynntust fyrir margt
löngu. Það hafi ekkert breyst í kjölfar breytinganna á formi
fréttastofunnar á dögunum. MynD RaKEl óSK
„Mér brá“