Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Page 44
föstudagur 26. september 200844 Helgarblað DV umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is Heitur bolli á Haust- kvöldi Það er fátt notalegra á köldum haustkvöldum en að gæða sér á heitum drykk. hvort sem um kakó, rjúkandi kaffi eða aðra gómsæta drykki er að ræða berið þá drykkina fram í fallegum bollum. dV tók saman nokkra gómsæta haustdrykki. Vanillusúkkulaði n 4 bollar mjólk n 2 vanillustangir n 300 g mjólkursúkkulaði eða suðusúkkulaði hitið mjólkina, kljúfið vanillu- stangirnar og leggið þær í mjólkina. látið standa í 15-20 mínútur, sigtið mjólkina og hellið í annan pott. brytjið súkkulaðið út í og hrærið þar til það bráðnar. berið fram með þeyttum rjóma. kaffisúkkulaði n 2 bollar kaffirjómi n 2 bollar sterkt kaffi n 2 bollar mjólk n 200 g suðusúkkulaði n þeyttur rjómi n kanill setjið kaffirjómann, kaffið og mjólkina í pott og hitið að suðumarki. brytjið súkkulaðið út í og hrærið meðan það bráðnar. setjið í bolla eða glös, sprautið þeyttum rjóma yfir og stráið kanildufti yfir. myntusúkkulaði n 4 bollar mjólk n 6 myntulauf n 300 g mjólkur- eða suðusúkku- laði hitið mjólkina og látið myntulauf- in trekkja í henni í 10-12 mínútur. sigtið laufin frá og setjið mjólkina aftur í pottinn. brytjið súkkulaðið út í og hrærið á meðan það bráðnar. epla- og sólberjadrykkur (fyrir 4) n 2 dl hreinn sólberjasafi (saft) n 2 kanilstangir n 2 negulnaglar n 1 lítri hreinn eplasafi hitið sólberjasafann og leggið kanilstangirnar og negulnaglana í. látið standa í 15 mínútur. sigtið kryddið frá og setjið sólberjasaf- ann í pott ásamt eplasafanum. hitið að suðumarki og berið fram vel heitt. & ínMatur Kjúklinga-pilau Í nýjasta tölublaði Gestgjafans má finna þennan frábæran kjúklingarétt sem ber heitið kjúklinga-pilau. Hrá- efnið er ódýrt en rétturinn sómir sér vel sem sparimatur eða bara rosalega góður hversdagsmatur. Njótið vel. UppsKrift fyrir 4 Það er gott að eiga frosnar baunir. Þær eru ódýrar og hollar og góðar út í ýmsa rétti og grænmetissúpur: n 6 kjúklingalæri (efri læri) n 2 msk. olía n 1 stór laukur, saxaður n 2 msk. gott karrí n 400 g hrísgrjón n 1 súputeningur eða 2 tsk. grænmetiskraftur n 200-300 g frosnar baunir n 70-80 g apríkósur, saxaðar steikið kjúklingalæri á báðum hliðum í olíu í djúpri pönnu, bætið síðan lauk út í og steikið aðeins áfram. stráið karríi yfir og látið það steikjast með í 1½ -2 mín. hellið hrísgrjónum á pönnuna og leyfið þeim að steikjast aðeins. bætið vatni og krafti saman við og látið malla í 30 mín. við meðalhita. setjið baunir og apríkósur út í og látið malla í 5 mín. til viðbótar. Lahmacun (tyrkneskar pitsur) Ég eldaði þennan rétt fyrir nokkr- um vikum í matarklúbbi sem ég er í. Það er skemmst frá því að segja að hann sló í gegn og á örugglega eft- ir að koma aftur við sögu þar. Þetta er tyrkneskt afbrigði af pitsu með sterku lambahakki. Það er alltaf gaman að prófa ný afbrigði af eldun á mat sem maður er jafnvanur og pitsum og lambakjöti en þessi rétt- ur stendur alveg fyrir sínu. deig: n 350 gr hveiti n 1 tsk. salt n 2 tsk. ger 250 ml volgt vatn 2 tsk. ólífuolía álegg: n 600 gr lambahakk (gætir þurft að nota blandað nauta- og lambahakk, það reyndist nokkuð erfitt að finna hreint lambahakk í reykjavík) n 1 laukur n ½ rauð paprika n ½ græn paprika n 1 hvítlauksrif n 15 gr fersk steinselja n 1½ tsk hungarian hot paprika- krydd (eða chilikrydd) botninn: n blandið öllu hráefninu saman og hnoðið í um það bil 5 mínútur. leggið í skál og leyfið deiginu að hefast í 1 klukkustund. áleggið: grófsaxið laukinn og paprikuna. setjið það í blandara og blandið vel saman (ekki of mikið!). hellið blöndunni í sigti og sigtið út allan aukavökva. blandið þessu saman, með höndunum, við hakkið, hvítlaukinn, steinseljuna, hungarian hot paprika-kryddið og salt. skiptið í tólf jafnstóra skammta. n forhitið ofninn í 240°C n fletjið út deigið í tólf jafnstóra ílanga botna, u.þ.b. 12 cmx25 cm. leggið hakkblönduna jafnt yfir hvern botn alveg út á endana (hakkið dregst aðeins saman við eldun). n eldið í átta mínútur (oft komast bara fjórir botnar á hverja plötu og þá er eldað í skömmtum) og berið strax fram. n dreifið yfir brauðið saxaðri steinselju og kreistið yfir sítrónu. rúllið svo upp (svipað og taco- pönnuköku) og borðið! Ég skora á Hrafnhildi Valdimarsdóttur, verkefnastjóra hjá Keili, sem var að ljúka við að festa kaup á fimm flugvélum í síðustu viku. M atg æð ing ur inn mynd: kristinn magnússon hönnuður: sigríður björk bragadóttir Hugsaðu vel um kryddin almennt missa krydd mikið af eiginleikum sín- um við þurrkun. Því skal leitast við að nota sem mest af ferskum kryddjurtum en úrval þeirra hefur stórbatnað á síðustu árum. krydd sem geymt er ómulið er líklegra til að varðveita gæðin betur, mulið krydd geymist mun síður og best er að kaupa það í litlum skömmtum. gott er að geyma krydd í loftþéttum umbúðum á svölum stað og forðast að geyma það í hita, líkt og í skáp ofan við eldavél eins og svo algengt er. Óli Örn eiríksson viðskiptafræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.