Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2008, Síða 56
föstudagur 26. september 200856 Helgarblað DV Tónlist Dansvæn plata franz ferdinand hefur nú klárað að taka upp þriðju breiðskífu sína sem kemur út í upphafi næsta árs. Hljómsveitin sagði í viðtali við fréttastofu bbC að platan, sem er sú fyrsta síðan sveitin gaf út You Could Have It so much better árið 2005, væri undir miklum danstón- listaráhrifum en jafnframt örlítið hægari en fyrri plötur sveitarinnar. „síðasta plata var hröð og gröð, eins og unglingar að stunda kynlíf. Þessi er aðeins dansvænni,“ segir forsprakkinn alex Kapranos.umsjón: KrIsta Hall krista@dv.is Heilbrigði ekki sjálfsagt „Það er ekki sjálfsagt að vera heilbrigður,“ segir Arnhildur S. Magnúsdóttir, jógakennari og nuddari, sem skipuleggur tónleika til styrktar Umhyggju, félagi til styrktar langveikum börnum. „Ég veiktist sjálf fyrir nokkrum árum og vildi gefa eitthvað til baka,“ en Arn- hildur hefur skipulagt glæsilega tónleika sem fara fram á sunnudag á Hilton Nordica hóteli. Ágóði tón- leikanna rennur óskiptur til Um- hyggju. Barðist við krabbamein „Ég greindist með krabbamein árið 2001 og barðist við það í ein fimm ár,“ segir Arnhildur sem und- irgekkst erfiða lyfjameðferð á þeim tíma. „Með hjálp góðs fólks komst ég svo aftur til heilsu fyrir um ári og líður frábærlega í dag,“ en Arn- hildur segir að komið sé að henni að gefa af sér. „Mér datt þá í hug að skipuleggja þessa tónleika en ég hef aldrei gert neitt svona áður,“ segir Arnhildur sem fékk Geir Ólafsson stórsöngv- ara til þess að aðstoða sig. „Geir var mér innan handar í þessu öllu og hefur reynst mér vel,“ segir Arn- hildur ánægð með samstarfið. Úrvalslið tónlistarmanna Arnhildur og Geir hafa feng- ið fjölmarga þekkta tónlistarmenn til þess að spila á tónleikunum. Þar má meðal annars nefna Ragga Bjarna, Egil Ólafs, Hörð Torfa, Frið- rik Ómar og Regínu Ósk, Siggu Beinteins, Stebba Hilmars og marga fleiri. „Allir þessir listamenn gefa vinnu sína og hafa tekið mjög vel í þetta. Sumir höfðu meira að segja samband við okkur og vildu taka þátt.“ Tónleikarnir hefjast á sunnudag klukkan átta en miðasala fer fram á midi.is. „Miðinn kostar 2.000 krón- ur en það verður einnig hægt að kaupa miða við innganginn þeg- ar þar að kemur,“ segir Arnhildur að lokum og hvetur landsmenn til þess að mæta og styðja gott mál- efni. asgeir@dv.is arnhildur s. Magnúsdóttir heldur glæsilega tónleika á Hilton Nordica hótel á sunnudag til styktar Um- hyggju. Arnhildur veiktist sjálf fyrir nokkrum árum og vill gefa samfélaginu eitthvað til baka. Raggi Bjarna stígur á svið af alkunnri snilld. Fram koma á tónleikunum: ragnar bjarnason , egill ólafsson, stefán Hilmarsson, grétar örvarsson, sigga beinteins, björn jörundur, friðrik ómar, regína ósk, einar Ágúst, Hörður torfason, elín Halldórsdóttir og fleiri. Regina Ósk og Friðrik Ómar eru meðal þeirra sem koma fram. arnhildur s. Magnúsdóttir Vildi leggja sitt af mörkum. 4you.is l Digranesvegi 10 l 200 Kópavogur l Sími 564 2030 690 2020 Vöruflutningar frá Kína Erum með skrifstofur og fagfólk í Kína sem aðstoða fyrirtæki,stofnanir, gistiheimili, hótel og byggingaverktaka að kaupa vörur þaðan. Fylgst er með allri framleiðslu og gæðaeftirlit áður en varan er sett í gám. Getum fundið allar vörur sem hugurinn girnist Vilt þú versla vörur frá Kína á ódýrari verði? H ild ur H lín J ón sd ót ti r / h ild ur @ d v. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.