Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Page 12
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 200812 Fréttir Í bígerð er að opna sérstakt safn um einræðisherrann og harðstjór- ann Saddam Hussein, sem stjórn- aði með harðri hendi í Írak frá 1979 til 2003. Ráðgert er að safnið verði opnað í Bagdad, höfuðborg lands- ins, á næsta ári. Hugmyndasmiðurinn að baki safninu er Arif Abdul Razak al-Sha- heem dómari, en hann var ein- mitt dómari réttarins sem dæmdi Hussein til dauða í nóvember 2006. Dauðadómnum var framfylgt í lok desember sama ár. Safnið mun verða eins kon- ar skrásetning þeirra glæpa sem framdir voru af stjórn Saddams og er ætlað að senda skýr skilaboð um að jafnvel verstu harðstjórar fái ekki flúið réttlætið. Arif Abdul Raz- ak al-Shaheem vill að tuttugu og sex milljónir skjala sem innihalda sönnunargögn verði aðgengileg á safninu, þeirra á meðal vitnis- burðir og yfirlýsingar verjenda frá réttarhöldunum yfir Saddam og skósveinum hans. „Ég mun senda skilaboð til allra einræðisherra í heimi hér um að tími einræðis sé liðinn,“ sagði Arif Abdul Razak al- Shaheem um safnið. Hryllingssafn Saddams Á meðal sýningargripa verður járn- búr, mótað eins og mannslíkami, sem notað var til að pynta íþrótta- menn sem ekki stóðu undir vænt- ingum. Einnig verður hægt að berja augum, á þessu hryllingssafni Sadd- ams, blóðugar snörur og árásar- áætlanir sem miðuðu að útrýmingu Kúrda, en tilvist þeirra var eitt af því sem Saddam hugnaðist ekki. Á safninu verða til sýnis raun- veruleg skjöl um árásirnar á varn- armálaráðuneyti Kúrda og „hvern- ig ráðgert var að þurrka út þorpin“, sagði Shaheem. Á meðal þeirra skjala er kort sem notað var í svo nefndri al-Anfal-herferð, en í henni beittu Saddam Hussein og frændi hans, Ali Hassan al-Majid, Efna- vopna-Ali, efnavopnum til að drepa þúsundir Kúrda í norðurhluta Írak. Á því má sjá rauðgular örvar sem sýna hreyfingar herja Saddams og rauða punkta sem sýndu staðsetn- ingu uppreisnarsveita Kúrda sem nú hafa tekið við hlutverki öryggis- sveita í Kúrdistan. Pyntingar í húsnæði ólympíunefndar Járnbúrið sem verður til sýn- is fannst á skrifstofum íröksku ól- ympíunefndarinnar og er eitt af því hryllilegasta á safninu. Ólymp- íunefndin var undir stjórn sonar Saddams, Uday, en hann var síst skárri pappír en faðir hans. Búrið var notað til að pynta íþróttamenn sem ekki stóðu undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra. Hnefaleikari einn, sem tapaði bardaga, var afklæddur og lokaður inni í búrinu sem síðan var híft upp. Í þrjátíu daga mátti hann þola brennandi sólina, innilok- aður í búrinu, ófær um að beygja fótleggina og með brunasár vegna heits járnsins. Eftir að hnefaleikamanninum hafði verið gefið eitthvað að eta sveifluðu verðirnir búrinu þannig að fórnarlambið seldi upp. Síðasti felustaðurinn Til að byrja með verður safnið til húsa í litlum sal sem er rúmlega 220 fermetrar að flatarmáli. Sal- urinn er í vöruskemmu, og nú er unnið að því að koma öllum skjöl- um stjórnar Saddams í tölvutækt form. Hugmynd er uppi um að smíða tröppur niður í salinn og hafa inn- ganginn þannig að sólin komi upp að baki honum. Á táknrænan hátt mun sólin rísa og skína á nokkuð sem heyrir sögunni til. Auk pyntinga- og morðtóla verða sýndir hlutir sem Saddam Hussein hafði í fórum sínum þeg- ar bandarískir hermenn fundu hann árið 2003. Eftirlíking í fullri stærð af hol- unni sem Saddam fannst í um miðjan desember 2003 verður sett upp í einu horni salarins. Þeir hlutir sem hann var þá með verða til sýnis á safninu; skjalataska, spegill, landlínusími og tvær bækur, kóraninn og skáldsaga. Stólar sakborninga Ætlunin er að að þrír stólar sak- borningastúku réttarsalarins, þar sem réttað var yfir Saddam Huss- ein, Efnavopna-Ali og Tarik Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Sadd- ams, verði endurgerðir og sýndir. Sönnunargögn um harðstjórn Saddams munu verða aðgengi- leg í tölvum og ekkert á að verða undanskilið. Þar mun geta að líta smáatriði skipunar Saddams um að taka af lífi sjíamúslima sem risu upp gegn honum í kjölfar Flóa- stríðsins 1991 og fyrirmælin um dráp 148 sjíamúslima í bænum Dujali, en dauðadómur Saddams grundvallaðist á þeim verknaði. Lokatakmark Arif Abdul Raz- ak al-Shaheem dómara er að færa safnið inn í húsnæði dómstóls- ins. Þar voru áður til húsa höfuð- stöðvar Baath-flokks Saddams, og stendur það ekki fjarri bandaríska sendiráðinu innan græna svæðis- ins svonefnda. Shaheem er bjartsýnn á að inn- an árs verði störfum dómstóls- ins lokið, en þrettán mál bíða enn umfjöllunar, og þá verði hægt að leysa réttinn frá störfum. Kolbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Járnbúr Uday, sonur Sddams, refsaði íþróttamönnum grimmilega. Ýmis tæki og tól Voru nauðsynleg hjá íröksku ólympíunefndinni. Hryllingssafn saddams Saddam Hussein er búinn að vera fjarri góðu gamni í fjölda ára, en arfleifð hans hefur lifað. Nú hyggst dómari við réttinn sem dæmdi Saddam koma upp safni um stjórnartíð hans. Þar verða til sýnis sönnunargögn um ódæði einræðisherrans og skósveina hans og ýmis tól og tæki sem notuð voru við pyntingar og aftökur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.