Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2008, Qupperneq 25
FIMMTUdagUr 11. dESEMBEr 2008 25Sport Lampard viLL þakka stuðninginn Frank Lampard vill þakka stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn í gegnum árin með því að ná Englandmeistaratitlinum aftur á Stan- ford Bridge. „Ástæðan fyrir því að stuðningsmennirnir eru mér svo kærir er vegna þess hversu vel þeir tóku á móti mér þrátt fyrir að vera fyrrverandi leikmaður erkifjendanna í West Ham og vera auk þess uppalinn hjá félaginu. Fyrsta árið var mér erfitt og ég lék ekki vel en stuðnings- mennirnir tóku við mér, gáfu mér tækifæri og á öðru árinu fann ég fullan stuðning þeirra. Mér líður eins og Chelsea-manni og liðið hefur tekið yfir mitt líf,“ sagði Lampart fullur þakklætis redknapp viLL tvo frá West Ham Harry redknapp, stóri Tottenham, ætlar á heimaslóðir í janúargluggan- um og hyggst bjóða 16 milljónir punda í varnarjaxlinn Matthew Upson og markmanninn robert green hjá West Ham. redknapp gerði góða ferð á Upton Park á mánudaginn þegar lið hans lagði West Ham 2-0. Hatty telur að green sé upplagður til að taka við af Heurelho gomes sem ekki hefur verið sannfærandi í haust og þar sem Ledley King og Jonathan Wood- gate eru meira eða minna meiddir gæti enski landsliðsmaðurinn Upson reynst Tottenham mikilvæg- ur seinni hluta tímabilsins. gaLLiani neitar áHuga á agger adriano galliani, varaforseti aC Milan, hefur neitað þeim sterka orðrómi að ítalska liðið hafi áhuga á danska varnarmanninum daniel agger, leikmanni Liverpool. agger hefur áður lýst því yfir að hann væri alsæll á anfield og rafa Benitez segir hann mikilvægan í framtíðarplönum félagsins. Haft var eftir galliani í dönskum fjölmiðlum að fyrrverandi Bröndby-leikmaðurinn agger, sem verður 24 ára í dag, væri einn af 3-4 fjórum nöfnum sem væru á óskalista Milan. galliani neitar aftur á móti að hafa talað við dönsku pressuna um daniel agger og segir rangt haft eftir sér. UMSJón: TóMaS þór þórðarSon, tomas@dv.is / SvEInn WaagE, swaage@dv.is meistaradeiLdin e riðiLL ceLtic - viLLareaL 2-0 man. united - aab 2-2 Lokastaðan Lið L u J t m st 1. Man. Utd 6 2 4 0 9:3 10 2. villarreal 6 2 3 1 9:7 9 3. aaB 6 1 3 2 9:14 6 4. Celtic 6 1 2 3 4:7 5 f riðiLL Lyon - bayern müncHen 2-3 steaua búkarest - fiorentina 0-1 staðan Lið L u J t m st 1. Bayern 6 4 2 0 12:4 14 2. Lyon 6 3 2 1 14:10 11 3. Fiorentina 6 1 3 2 5:8 6 4. Steaua B 6 0 1 5 3:12 1 g riðiLL dynamo kiev - fenerbaHce 1-0 porto - arsenaL 2-0 staðan Lið L u J t m st 1. Porto 6 4 0 2 9:8 12 2. arsenal 6 3 2 1 11:5 11 3. dynamo Kiev 6 2 2 2 4:4 8 4. Fenerbache 6 0 2 4 4:11 2 H riðiLL Juventus - bate 0-0 reaL madrid - Zenit 3-0 staðan Lið L u J t m st 1. real Madrid 6 4 0 2 9:5 12 2. Juventus 6 3 3 0 7:3 12 3. Zenit 6 1 2 3 4:7 5 4. Bate Borisov 6 0 3 3 3:8 3 Síðustu leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fóru fram í gær. Sir Alex Ferguson var mikið í mun að Man.Utd næði efsta sæti riðilsins en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fór illa að ráði sínu í Portúgal Manchester United hvíldi fjölda leik- manna í kvöld þegar liðið á móti dönsku meisturunum AaB á Old Trafford. Cristiano Ronaldo og Mich- ael Carrick voru ekki leikfærir og Wa- yne Rooney og Rio Ferdinand voru þeir einu úr byrjunarliði United frá síðustu helgi. Giggs, Nani, Anderson ásamt hinum sjóðheita Carlos Tev- ez byrjuðu inn á. Ekkert nema sigur kom til greina hjá sir Alex Ferguson sem sagði að reynsla United af því að lenda í öðru sæti í riðlakeppninni ekki góða. Allan Kuhn, stjóri Álaborgar, fór á kostum á blaðamannafundi fyr- ir leikinn og sagði meðal annars sína menn í enska boltanum, Liverpool muni vinna Englandmeistaratitilinn. Manchester United og Villarreal voru jöfn að stigum og efst í riðlinum og ef United myndi klára sinn leik þyrfti Villarreal að sigra Celtic með miklum markamun til að hrifsa toppsætið. Danir yfir í hálfleik Reikna mátti með leik kattarins að músinni og strax á 3. mínútu leit út fyrir að svo yrði þegar hinn fun- heiti Carlos Tevez kom heimamönn- um yfir eftir glæsilega stoðsendingu frá Giggs. Stuttu seinna fékk hann dauðafæri sem Robbie Keane hefði meira að segja skorað úr. Yfirburð- ir United strax miklir og áhorfendur komnir í stellingar fyrir markaleik að hætti hússins. Og þau komu en ekki frá United. Á 31. mínútu fengu Dan- irnir aukaspyrnu og Jakobsen skallaði boltann snyrtilega framhjá Kuszczak í markinu. Staðan1-1. Takturinn hjá heimamönnum riðlaðist við þetta og rétt fyrir hálfleik gengu Danirn- ir á lagið og skoruðu aftur með góð- um skalla eftir fyrirgjöf. Vond blanda af vanmati og kæruleysi var að koma United um koll. Staðan 1-2 á Old Trafford í hálfleik. Rooney bjargar stigi Reikna má með að kjarnyrt skoska Fergusons hafi fengið að hljóma dug- lega í búningsklefanum því heima- menn mættu glaðvakandi til seinni hálfleiks og tóku öll völd á vellin- um. Rétt eftir að Tevez hafði klúðr- að öðru dauðafæri tók Wayne Roon- ey til sinna ráða og skoraði gott mark eftir sendingu frá Anderson. Stað- an jöfn 2-2. Eftir að Tevez og Nani höfðu fengið sín færi til að klára leik- inn flautaði dómarinn til leiksloka og Allan Kuhn hneigði sig fyrir áhorf- endum. Góð úrslit fyrir hann, sæti í UEFA cup en snautleg frammistaða hjá United sem dugði þó til að sigra í riðlinum þar sem Villarreal tapaði 2- 0 í Skotlandi fyrir Celtic. B-lið hjá Wenger Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, virtist ekki telja eins mikil- vægt að ná fyrsta sæti riðilsins. Hann gerði sjö breytingar á sínu liði fyr- ir viðureignina gegn Porto sem fór fram í Portúgal. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sætið. Arsenal var með 11 stig, Porto með 9 og nægði enska liðinu því jafntefli. Porto stillti upp sínu sterkasta liði á meðan Wenger hafði ekki menn eins og Fabregas og Addebayor einu sinni í hópnum. Gallas kom aftur inn í lið- ið. Varnarleysi Arsenal Arsenal byrjaði nokkuð vel, sótti á mark gestanna og átti ágæt skot á markið. Heimamenn áttu líka sín færi og á 29. mínútu komst Porto nálægt því að skora þegar fyrirliðinn Gallas var steinsofandi í vörninni en Almunia bjargaði vel og varði skot heimamanna. Almunia kom aftur á móti engum vörnum við þegar Al- ves skallaði dauðafrír af markteig og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn. Vörnin hjá Arsenal á köflum úti á þekju. Gallas, Diaby auk Eboue engan veginn sannfærandi í fyrri hálfleik. Númeri of litlir Ekki tók betra við í seinni hálfleik hjá Arsenal sem virtist ekki hafa sjálfs- traustið í þennan leik og ekki batn- aði það á 54. mínútu þegar Lisandro braust í gegnum hauslausa vörn Ars- enal og skoraði með góðu skoti. Stað- an orðin 2-0, Porto miklu betri og lík- legri að bæta við mörkum en Arsenal að minnka muninn. Það má vera að kjúklingar Wengers nái að stríða með- alklúbbum í Englandi en þeir eiga ekk- ert erindi í besta félag Portúgal. Fleiri urðu mörkin ekki og mega Arsenal vera sáttir við aðeins tveggja marka tap eftir hörmulega frammistöðu. Annað sætið í riðlinum staðreynd. Bayern og Juve efst Í H-riðli byrjaði Juande Ramos, nýr þjálfari Real Madrid, vel með liði sínu sem sigraði Zenit 3-0 þar sem Raúl bætti markamet Meistaradeild- arinnar og skoraði tvö mörk og Robb- en eitt. Raúl hefur nú skorað 66 mörk í 124 leikjum. Markalaust jafntefli hjá Juventus og Bate dugði Juve til að halda toppsæti riðilsins. Uppgjör toppliðanna í F-riðli stóð undir væntingum þegar Bayern München lagði Lyon 3-2 í Frakklandi eftir að gestirnir höfðu komist í 0-3 með tveimur mörkum frá Klose og einu frá Ribery. Govou og Benzema minnkuðu muninn. SVeiNN WAAge blaðamaður skrifar: swaage@dv.is Vanmat og Vitleysa hjá ensku liðunum Bjargaði stigi Wayne rooney jafnaði fyrir United á móti Álaborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.