Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2016, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.01.2016, Qupperneq 2
Inniheldurplöntustanólester sem lækkar kólesteról MEÐ PLÖNTUSTANÓLESTER Í NÆRINGU EIN AF 10 STÆ RSTU UPPGÖTVUNUM Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma 2 fylgja fríttmeð ms.is/benecol Nýtt fjölbýlishús rís á hafnarsvæðinu Unnið er að byggingu fjörutíu íbúða fjölbýlishúss á sex hæðum við Tryggvagötu 13 sem og bílakjallara undir húsinu. Fyrirhugað er að nýta fyrstu hæð hússins undir verslun og þjónustu. Áður hafði Ungmennafélag Íslands hugsað sér að reka hótel á lóðinni. Fréttablaðið/SteFán norðurál fékk starfsleyfi fyrir 350.000 tonnum. Fréttablaðið/SteFán umhverfismál Umhverfisvaktin í Hvalfirði hefur kært Umhverfisstofnun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna nýs starfsleyfis Norðuráls sem felur í sér framleiðslu- aukningu um 50 þúsund tonn af áli á ári – eða í 350 þúsund tonn. Umhverfisvaktin segir að ein for- senda þess að framleiðsluaukningin fór ekki í umhverfismat sé yfirlýsing Norðuráls um að með bættum meng- unarvörnum sé komið í veg fyrir aukna flúorlosun þrátt fyrir framleiðsluaukn- inguna. Það verði fjarri því raunin. Vilji álverið nýta losunarkvóta sinn á flúori aukist flúorlosun um rúm 52 prósent miðað við þá losun sem iðjuverið gefur upp fyrir árið 2014. – shá Aukið leyfi fyrir Norðurál kært Brasilía Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin telur að Zika-vírusinn sé líklegur til að breiðast um alla Suður- og Norður-Ameríku. Vírusinn hefur látið á sér kræla í 21 ríki og einkennin lýsa sér í hita, roða í augum og höfuðverkjum. Talið er að vírusinn sé orsök þess að þúsundir barna hafi fæðst með óþroskaðan heila en engin bóluefni eru til við vírusnum. Zika-vírussins varð fyrst vart í Úganda árið 1947 og hefur hann síðan þá dreift úr sér um Suðaustur- Asíu, Eyjaálfu og nú til Suður-Amer- íku. Moskítóflugur bera vírusinn með sér en stjórnvöld víða í Suður- Ameríku leggja kapp á að eitra fyrir þeim. – srs Zika-vírusinn fer hratt yfir Veður Sunnan- og suðvestanátt í dag um 5-13 m/s og él, en fremur þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hægari og úrkomuminna eftir hádegi, en bætir aftur í vind sunnan og vestan til í kvöld með snjókomu. Frost 0 til 7 stig, en hiti um frostmark við suðurströndina. sjá síðu 18 heilBrigðismál Sjúkrahótel við Ármúla leysir ekki vanda Landspítal- ans við að útskrifa sjúklinga. Forsvarsmenn LSH segja alrangt að haft hafi verið samráð við spítalann í aðdraganda útboðs um sjúkrahótel í byrjun árs 2015 eins og framkvæmda- stjóri sjúkrahótelsins við Ármúla hefur haldið fram. LSH hafi á endanum þurft að kaupa útboðsgögn eins og aðrir verktakar til að átta sig á útboðinu. Kolbrún Víðisdóttir, framkvæmda- stjóri sjúkrahótelsins, segir hótelið ekki geta lagað vanda Landspítalans. Sjúklingar sem komu á sjúkrahúsið sé í mörgum tilfellum veikari en þeir ættu að vera samkvæmt samningum Því sé erfitt að halda áfram samstarfi. Einnig segir hún gagnrýni í garð sjúkrahótel- sins ómálefnalega og byggða á sandi. „Samráð var haft við alla aðila við gerð síðasta útboðs,“ segir Kolbrún. „Fráflæðisvandamál LSH er vandi sem við tökum þátt í að leysa og hjá okkur eru um 20 til 30 gestir á hverjum sólar- hring en 70 til 80 prósent þeirra koma frá Landspítalanum. Við getum hins vegar ekki tekið á móti mjög veiku fólki þar sem Landspítalinn er ekki með hjúkrun hér nema til 20.00 á kvöldin.#- Þessari eru forsvarsmenn spítalans ósammála. „Landspítali var þátt- takandi í undirbúningsvinnu vegna útboðs framan af,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Hins vegar fengu fulltrúar Land- spítala í undirbúningshópnum ekki fundarboð á síðustu fundi hópsins sem svo skilaði af sér fullkláruðum útboðsgögnum um sumarið. Land- spítali sá því ekki lokaútboðsgögn og þegar útboðið var auglýst keypti Landspítali útboðsgögnin,“ segir Guðlaug Rakel. Atriði sem LSH lagði áherslu á hafi ekki verið inni í útboð- inu. „Landspítali fór raunar fram á að útboðið yrði stöðvað í ljósi þessa, en svo varð ekki. Það útboð sem svo fór fram var ekki í samræmi við vænting- ar og óskir Landspítala, enda fengu mikilvæg atriði sem Landspítali lagði áherslu á ekki hljómgrunn í hinu birta útboði . Þetta kom verulega á óvart.“ sveinn@frettabladid.is Spítalinn varð að kaupa gögn um sjúkrahótelið Landspítalinn þurfti, líkt og aðrir verktakar, að kaupa útboðsgögn um sjúkra- hótel til að fá upplýsingar. Spítalinn vildi stöðva útboðið því áherslur spítalans vantaði í það. Framkvæmdastjóri sjúkrahótelsins segir samráð hafa verið haft. Sjúkrahótelið í ármúla á að hjálpa til við að útskrifa sjúklinga hraðar af landspítal- anum. Það hefur ekki gengið eftir að mati spítalans. Fréttablaðið/anton Fráflæðisvandamál LSH er vandi sem við tökum þátt í að leysa og hjá okkur eru um 20 til 30 gestir á hverj- um sólarhring en 70 til 80 prósent þeirra koma frá Landspítal- anum. Kolbrún Víðisdóttir, framkvæmdastjóri sjúkrahótelsins Kamerún Að minnsta kosti 28 létu lífið í þremur sjálfsmorðsárásum í kamer- únska bænum Bodo í gærkvöldi. Þá særðust fleiri en sextíu í árásunum. „Þetta voru þrjár sprengingar, tvær nærri markaðnum og ein á brú við her- stöðina,“ hefur fréttastofa CNN eftir herforingjanum Albert Mekondane Obounou. Hann sagði enn fremur að líklega hefðu fleiri látið lífið en bráða- birgðatalning gæfi til kynna. Sprengju- mennirnir þrír voru ekki hluti af taln- ingunni. Talið er að skæruliðasamtökin Boko Haram standi að baki árásunum. Sam- tökin réðust einnig á sama bæ í des- ember síðastliðnum. Þá sprengdu tvær konur sig í loft upp nærri markaðstorgi í bænum. – þea Nærri þrjátíu féllu í Kamerún 2 6 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 5 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 3 -C F 1 8 1 8 4 3 -C D D C 1 8 4 3 -C C A 0 1 8 4 3 -C B 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.