Fréttablaðið - 26.01.2016, Qupperneq 2
Inniheldurplöntustanólester
sem lækkar kólesteról
MEÐ
PLÖNTUSTANÓLESTER
Í NÆRINGU
EIN
AF
10
STÆ
RSTU UPPGÖTVUNUM
Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma
2 fylgja fríttmeð ms.is/benecol
Nýtt fjölbýlishús rís á hafnarsvæðinu
Unnið er að byggingu fjörutíu íbúða fjölbýlishúss á sex hæðum við Tryggvagötu 13 sem og bílakjallara undir húsinu. Fyrirhugað er að nýta fyrstu
hæð hússins undir verslun og þjónustu. Áður hafði Ungmennafélag Íslands hugsað sér að reka hótel á lóðinni. Fréttablaðið/SteFán
norðurál fékk starfsleyfi fyrir 350.000
tonnum. Fréttablaðið/SteFán
umhverfismál Umhverfisvaktin í
Hvalfirði hefur kært Umhverfisstofnun
til úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála vegna nýs starfsleyfis
Norðuráls sem felur í sér framleiðslu-
aukningu um 50 þúsund tonn af áli á
ári – eða í 350 þúsund tonn.
Umhverfisvaktin segir að ein for-
senda þess að framleiðsluaukningin
fór ekki í umhverfismat sé yfirlýsing
Norðuráls um að með bættum meng-
unarvörnum sé komið í veg fyrir aukna
flúorlosun þrátt fyrir framleiðsluaukn-
inguna. Það verði fjarri því raunin. Vilji
álverið nýta losunarkvóta sinn á flúori
aukist flúorlosun um rúm 52 prósent
miðað við þá losun sem iðjuverið gefur
upp fyrir árið 2014. – shá
Aukið leyfi fyrir
Norðurál kært
Brasilía Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin telur að Zika-vírusinn sé
líklegur til að breiðast um alla Suður-
og Norður-Ameríku.
Vírusinn hefur látið á sér kræla í
21 ríki og einkennin lýsa sér í hita,
roða í augum og höfuðverkjum.
Talið er að vírusinn sé orsök þess
að þúsundir barna hafi fæðst með
óþroskaðan heila en engin bóluefni
eru til við vírusnum.
Zika-vírussins varð fyrst vart í
Úganda árið 1947 og hefur hann
síðan þá dreift úr sér um Suðaustur-
Asíu, Eyjaálfu og nú til Suður-Amer-
íku. Moskítóflugur bera vírusinn
með sér en stjórnvöld víða í Suður-
Ameríku leggja kapp á að eitra fyrir
þeim. – srs
Zika-vírusinn
fer hratt yfir
Veður
Sunnan- og suðvestanátt í dag um 5-13 m/s
og él, en fremur þurrt og bjart um landið
norðaustanvert. Hægari og úrkomuminna
eftir hádegi, en bætir aftur í vind sunnan
og vestan til í kvöld með snjókomu.
Frost 0 til 7 stig, en hiti um frostmark við
suðurströndina. sjá síðu 18
heilBrigðismál Sjúkrahótel við
Ármúla leysir ekki vanda Landspítal-
ans við að útskrifa sjúklinga.
Forsvarsmenn LSH segja alrangt að
haft hafi verið samráð við spítalann í
aðdraganda útboðs um sjúkrahótel í
byrjun árs 2015 eins og framkvæmda-
stjóri sjúkrahótelsins við Ármúla hefur
haldið fram. LSH hafi á endanum þurft
að kaupa útboðsgögn eins og aðrir
verktakar til að átta sig á útboðinu.
Kolbrún Víðisdóttir, framkvæmda-
stjóri sjúkrahótelsins, segir hótelið
ekki geta lagað vanda Landspítalans.
Sjúklingar sem komu á sjúkrahúsið sé
í mörgum tilfellum veikari en þeir ættu
að vera samkvæmt samningum Því sé
erfitt að halda áfram samstarfi. Einnig
segir hún gagnrýni í garð sjúkrahótel-
sins ómálefnalega og byggða á sandi.
„Samráð var haft við alla aðila við
gerð síðasta útboðs,“ segir Kolbrún.
„Fráflæðisvandamál LSH er vandi sem
við tökum þátt í að leysa og hjá okkur
eru um 20 til 30 gestir á hverjum sólar-
hring en 70 til 80 prósent þeirra koma
frá Landspítalanum. Við getum hins
vegar ekki tekið á móti mjög veiku
fólki þar sem Landspítalinn er ekki
með hjúkrun hér nema til 20.00 á
kvöldin.#-
Þessari eru forsvarsmenn spítalans
ósammála. „Landspítali var þátt-
takandi í undirbúningsvinnu vegna
útboðs framan af,“ segir Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
flæðisviðs Landspítala.
„Hins vegar fengu fulltrúar Land-
spítala í undirbúningshópnum ekki
fundarboð á síðustu fundi hópsins
sem svo skilaði af sér fullkláruðum
útboðsgögnum um sumarið. Land-
spítali sá því ekki lokaútboðsgögn
og þegar útboðið var auglýst keypti
Landspítali útboðsgögnin,“ segir
Guðlaug Rakel. Atriði sem LSH lagði
áherslu á hafi ekki verið inni í útboð-
inu.
„Landspítali fór raunar fram á að
útboðið yrði stöðvað í ljósi þessa, en
svo varð ekki. Það útboð sem svo fór
fram var ekki í samræmi við vænting-
ar og óskir Landspítala, enda fengu
mikilvæg atriði sem Landspítali lagði
áherslu á ekki hljómgrunn í hinu birta
útboði . Þetta kom verulega á óvart.“
sveinn@frettabladid.is
Spítalinn varð að kaupa
gögn um sjúkrahótelið
Landspítalinn þurfti, líkt og aðrir verktakar, að kaupa útboðsgögn um sjúkra-
hótel til að fá upplýsingar. Spítalinn vildi stöðva útboðið því áherslur spítalans
vantaði í það. Framkvæmdastjóri sjúkrahótelsins segir samráð hafa verið haft.
Sjúkrahótelið í ármúla á að hjálpa til við að útskrifa sjúklinga hraðar af landspítal-
anum. Það hefur ekki gengið eftir að mati spítalans. Fréttablaðið/anton
Fráflæðisvandamál
LSH er vandi sem
við tökum þátt í að leysa og
hjá okkur eru um 20 til 30
gestir á hverj-
um sólarhring
en 70 til 80
prósent þeirra
koma frá
Landspítal-
anum.
Kolbrún Víðisdóttir, framkvæmdastjóri
sjúkrahótelsins
Kamerún Að minnsta kosti 28 létu lífið
í þremur sjálfsmorðsárásum í kamer-
únska bænum Bodo í gærkvöldi. Þá
særðust fleiri en sextíu í árásunum.
„Þetta voru þrjár sprengingar, tvær
nærri markaðnum og ein á brú við her-
stöðina,“ hefur fréttastofa CNN eftir
herforingjanum Albert Mekondane
Obounou. Hann sagði enn fremur að
líklega hefðu fleiri látið lífið en bráða-
birgðatalning gæfi til kynna. Sprengju-
mennirnir þrír voru ekki hluti af taln-
ingunni.
Talið er að skæruliðasamtökin Boko
Haram standi að baki árásunum. Sam-
tökin réðust einnig á sama bæ í des-
ember síðastliðnum. Þá sprengdu tvær
konur sig í loft upp nærri markaðstorgi
í bænum. – þea
Nærri þrjátíu
féllu í Kamerún
2 6 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
5
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
4
3
-C
F
1
8
1
8
4
3
-C
D
D
C
1
8
4
3
-C
C
A
0
1
8
4
3
-C
B
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K