Fréttablaðið - 26.01.2016, Page 11

Fréttablaðið - 26.01.2016, Page 11
Auður Guðjónsdóttir formaður Mænuskaða- stofnunar Íslands Ágæti lesandi. Mig langar til að spyrja þig hvort þú þekkir eða hafir sambönd við heims- þekkta og virta leikkonu sem þú telur að væri tilbúin til að koma til Íslands og hjálpa okkur við að vekja athygli umheimsins á taugakerfinu. Ef þú hefur þessi sambönd og ert tilbúinn til að nota þau bið ég þig vinsamlegast um að hafa samband. Hugmyndin er að biðja leikkon- una um að koma fram í eitt skipti í íslenskum fjölmiðli. Þar myndi hún hvetja þjóðarleiðtoga, yfirmenn við- eigandi alþjóðastofnana og alþjóðleg líknarfélög til að taka höndum saman og hrinda úr vör átaki til aukins skiln- ings á því hvernig taugakerfið virkar. Hún myndi hvetja þessa sömu aðila til að hafa forgöngu um að láta greina gagnagrunna á alþjóðlegu taugavís- indasviði og samkeyra upplýsingarn- ar í þeim. Sú stóra rannsóknarmynd sem þá myndi blasa við gæti leitt í ljós vannýtta vísindaþekkingu sem nota mætti til að finna árangursríkari meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, Alzheim- er, MS, MND, flogaveiki, Parkinson og öðru ólagi í taugakerfinu. Leikkonan myndi hvetja þjóðarleiðtogana á þeim forsendum að þeir hefðu sjálfir yfirlýst á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna í september síðastliðnum að næstu 15 árin skuli tekið á málefnum taugakerfisins. Leiðum málið til lykta saman Undanfarin ár hafa íslensk stjórn- völd talað máli taugakerfisins á alþjóðavísu, nú á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, hjá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni WHO og hjá Norðurlandaráði. Síðastliðið sumar sendu um 26 þúsund Íslendingar bænaskjal til aðalritara Sameinuðu þjóðanna og biðluðu um byr fyrir taugakerfið. Þessi vinna Íslands er að bera árangur og er meðal annars ein undirstaða þess að þjóðarleiðtogarnir samþykktu taugakerfið inn í pólitískt lokaskjal Sameinuðu þjóðanna um næstu heimsmarkmið, eins og getið er að ofan. Nú megum við ekki láta deigan síga og verðum að berjast með öllum ráðum svo að þjóðarleið- togarnir standi við yfirlýsingu sína. Til þess þurfum við mjög sterka rödd. Það væri því afar kærkomið ef heims- fræg og virt leikkona vildi ljá okkur rödd sína til að auðvelda að koma málinu í traustan alþjóðlegan farveg. Að endingu þakka ég þeim tugum þúsunda Íslendinga sem komið hafa að þessu máli í gegnum árin. Þekkir þú heimsfræga leikkonu? Nú megum við ekki láta deigan síga og verðum að berjast með öllum ráðum svo að þjóðarleiðtogarnir standi við yfirlýsingu sína. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminja- safns Íslands Landsvirkjun og Veiðimálastofnun stóðu á dögunum fyrir opnum fundi sem bar yfirskriftina Fisk- ar og vatnsaflsvirkjanir. Þar greindu sérfræðingar Veiðimálastofnunar frá niður stöðum rannsókna sinna á áhrifum vatnsaflsvirkjana á laxfiska, einkum lax en einnig bleikju og urriða. Þetta var mikilvægur fundur í ljósi þess að Landsvirkjun er mjög umsvifamik- ill gerandi og áhrifavaldur í straum- vötnum landsins og um að tefla afar dýrmæta og mikilvæga náttúruauð- lind. Fundurinn stóð í 1,5 klst. og flutt voru fimm erindi auk umræðna. Eins og gefur að skilja gafst ekki tóm á svo stuttum tíma til að fjalla á heildstæðan eða ítarlegan hátt um málefnið. Aftur á móti er mjög brýnt að gera sér grein fyrir því að viðfangs- efnið er mun víðtækara en svo að áhrif virkjana taki einvörðungu til laxfiska og vatnavistkerfa, eða að verðmæti fiska séu bundin við þætti sem telja má til króna og aura, t.d. að hver lax sé verðmetinn á um 1,5 milljónir kr. í samhengi stangveiðinnar eins og einn fundargesta tók fram. Slíkt verðmat er mikilvægt en það er bara einn þáttur af mörgum sem líta ber til þegar spáð er í verðmæti laxfiska og vistkerfa. Ef ekki er reiknað með öllum helstu verðmætaþáttunum í dæminu verður útkoman röng. Fiskar og vatnsaflsvirkjanir Í umræðum var tæpt á þætti sem ekki telst til beinna efnahagslegra gæða en það eru verðmæti sem felast í mismunandi stofngerð laxfiska m.t.t. lífsögu og útlits (t.d. stærð, vaxtarhraði og kynþroskaaldur) og endurspegla aðlögun fiskanna að ólíkum lífsskil- yrðum í vötnunum sem þeir hafa alist upp í. Bent var á að íslenskir laxfiska- stofnar hafa mikla sérstöðu og vísað til aðlögunar að lífi í jökul- og lindaám, en slíkar vatnagerðir búa yfir sér- stökum eiginleikum og eru fágætar á hnattræna vísu. Verðmæti af þessu tagi hafa þegar farið forgörðum við virkjun íslenskra vatnsfalla og hætt við að fleiri laxfiskastofnar muni glatast ef heldur fram sem horfir með virkjunaráform. Það er vissulega rétt að stofnar lax- fiska hafa vaxið í sumum jökulám eftir að þær hafa verið virkjaðar, en að kalla slík áhrif „jákvæð“ er tvíbent í hinu stóra samhengi. Það verður að skiljast að eftir því sem virkjuðum vatnsföllum fjölgar, eykst einsleitni í straumvötnum okkar vegna vatns- miðlunar og -stýringar og þeim fækkar vatnsföllunum sem lúta gangi náttúrunnar. Hvað jökulárnar varðar þá hverfur aurinn og þær blána, vatns- rennsli jafnast út á ársgrunni og flestir umhverfisþættir, m.a. vatnshiti og efnabúskapur, verða stöðugri. Með þessum og álíka umhverfisbreyting- um er vegið að rótum þess sem alið hefur af sér fjölbreytileika í íslenskum laxfiskastofnum, sem er fjölbreyti- leiki í lífsskilyrðum. Sumar aðlaganir fiskanna eru arfbundnar og með því að steypa fiskana í sama mót rýrum við ekki einasta líffræðilegan fjöl- breytileika heldur kippum við grund- vellinum einnig undan möguleikum á þróun lífs. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar spáð er í áhrif vatnsaflsvirkjana á fiska sem lifa í ferskvatni. Það er svo annað mál, en e.t.v. ekki minna mikil- vægt, hvaða áhrif vatnsaflsvirkjanir hafa á fiska sem lifa allan sinn aldur í söltum sjó, en um þá fiska eða aðra þætti í sjávarlífríkinu var ekki fjallað á fundinum. Verðmæti af þessu tagi hafa þegar farið forgörðum við virkjun íslenskra vatnsfalla og hætt við að fleiri lax- fiskastofnar muni glatast ef heldur fram sem horfir með virkjunaráform. Ef þú ert að leita að rúmgóðum bíl er Golf Variant Metan svarið. Hann er umhverfisvænn, fær frítt í stæði, gengur bæði fyrir metani og bensíni og kemur þér allt að 1.300 km á áfyllingunni. Skiptu yfir í Golf Variant Metan og láttu fara vel um þig og þína. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Golf Variant Trendline 1.4 TGI Metan beinskiptur: 3.190.000 kr. Sjálfskiptur: 3.390.000 kr. Spar á krónurnar – örlátur á kílómetrana. s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 2 6 . J A n ú A R 2 0 1 6 2 5 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 3 -F 6 9 8 1 8 4 3 -F 5 5 C 1 8 4 3 -F 4 2 0 1 8 4 3 -F 2 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.