Fréttablaðið - 26.01.2016, Qupperneq 27
Sala á Volvo
rútum gekk vel
á síðasta ári og voru 9
nýskráðar Volvo rútur
sem taka yfir 41 far-
þega. Volvo Bus var því
markaðsleiðandi með
29% markaðshlutdeild.
Kynningarblað VöruBílar og VinnuVélaer
26. janúar 2016 11
Volvo l350F hjólaskófla afhent lnS Saga. Myndir/HaFþór HreiðarSSon
Volvo eC700C l beltagrafa afhent lnS Saga.
Jökullfell FH16 – Volvo FH16 750 hestafla 6x4T Tandem dráttarbíll afhentur Jökulfelli ehf. Á mynd frá vinstri Marinó Haukur,
Haukur gíslason og alexander atli.
Kristinn Már Emilsson, fram
kvæmdastjóri atvinnutækjasviðs í
Brimborg, segir að öll framleiðsla
Volvo atvinnutækja sé undir ströng
um gæðakröfum þar sem megingild
in í hönnun og framleiðslu séu „qual
ity, safety and environmental care“,
eða gæði, öryggi og umhyggja fyrir
umhverfinu.
„Óhætt er að segja að árið 2015
hafi verið það langbesta frá árinu
2008 og endurnýjun á atvinnutækj
um sé því að færast í nokkuð eðli
legt horf ef horft er einhver ár aftur
í tímann,“ segir Kristinn Már.
Hvað vörubifreiðar varðar þá
var fjöldi nýskráðra vörubíla yfir
12 tonn að heildarþyngd 127 bílar og
innflutningur notaðra vörubíla yfir
12 tonn var 139 bílar. Inni í þessum
skráningartölum vörubifreiða eru
einnig námubifreiðar auk stærri
kranabifreiða. Til að mynda voru
nýskráðir 37 nýir Volvo vörubílar á
síðasta ári og voru því Volvo vöru
bifreiðar með nálægt 30% markaðs
hlutdeild.
Sala á Volvo rútum gekk vel á síð
asta ári og voru 9 nýskráðar Volvo
rútur sem taka yfir 41 farþega. Volvo
Bus var því markaðsleiðandi með
29% markaðshlutdeild. Bættust til
að mynda þrír nýir rekstraraðilar
hópferðabifreiða í Volvo fjölskyld
una en það voru fyrirtækin Hópferð
ir Sævars ehf. í Reykjanesbæ, Hóp
bílar hf. í Hafnarfirði og Snæland
Grímsson ehf.
Í vinnuvélum hefur fjöldi ný
skráninga aukist mikið frá síðustu
árum og líkt og í nýskráningu vöru
bifreiða er endurnýjunarþörfin tals
verð samhliða því að verkefnastaða
verktakafyrirtækja og flutnings
aðila hefur batnað mikið.
Árið byrjar vel hjá
Volvo atvinnutækjum
Föstudagurinn 15. janúar var einn
sá stærsti í sögu Volvo atvinnutækja
hvað varðar fjölda afhendinga á
Volvo atvinnutækjum, verðmæti
tækjanna og þyngd. LNS Saga fékk
formlega afhentar tvær Volvo vinnu
vélar, annars vegar Volvo EC700C L
beltagröfu sem er nærri 75 tonn að
þyngd og Volvo L350F hjólaskóflu
sem er nálægt 55 tonnum að þyngd.
Síðan voru afhentir þrír mjög vel
útbúnir og glæsilegir Volvo FH16
6x4T dráttarbílar frá 550 hestöfl
um upp í 750 hestöfl. Eftirtalin fyr
irtæki fengu afhenta nýja dráttarbíla
þennan dag: Dráttarbílar í Garðabæ,
Jökul fell ehf. og Fljótavík ehf. Upp
talningunni er ekki lokið því Gray
Line Iceland fékk afhentar 2 nýjar
Volvo 9900 VIP 52 sæta hópferðabif
reiðar með nokkurra mánaða milli
bili en þessar Volvo 9900 rútur eru
flaggskipin í framleiðslu Volvo Bus
og eru því án efa meðal glæsilegustu
hópferðabifreiða landsins.
Þegar þetta er skrifað er til á
lager ein vel útbúin Volvo 9500 4x2
59 sæta hópferðabifreið.
Volvo vörubifreiðar fá frábærar
móttökur hjá viðskiptavinum
Volvo FH vörubifreiðin hefur feng
ið frábærar móttökur hér á landi og
af þeim 37 vörubílum sem afhent
ir hafa verið á árinu eru 28 undir
merkjum Volvo FH, þar af 24 Volvo
FH16. Flaggskip Volvo Trucks er
Volvo FH16, en hann kemur með 16
lítra vél sem hægt er að fá allt frá
550 hestöflum sem toga 2900 Nm og
upp í 750 hestöfl sem skila 3550 Nm
togi. FH16 bíllinn er í grunninn með
aðeins betur útbúið ökumannshús
heldur en Volvo FH sem kemur með
Volvo D13K 13 lítra vél.
Hægt er að segja að Volvo Trucks
sé leiðandi þegar kemur að tækninýj
ungum er snúa að vörubifreiðum. Nú
nýverið voru til að mynda afhent
ir hjá Brimborg fyrstu tveir Volvo
FH16 6x4 dráttarbílarnir sem eru
með lyftanlegri drifhásingu. Hægt
er að sjá vídeó á youtube.com sem
sýnir vel hvernig þessi lyftanlega
drifhásing virkar. Volvo Trucks –
Tandem Axle Lift function.
Spennandi tímar fram undan
hjá Volvo atvinnutækjum
Volvo atvinnutækjasvið Brimborg
ar hefur stækkað talsvert í umfangi
undanfarið auk þess sem aðrar
rekstrareiningar innan Brimborg
ar hafa gert það líka. Þetta hefur
gert það að verkum að nú hefur
verið hafin vinna í þá átt að finna
nýja staðsetningu undir starfsemi
Volvo atvinnutækja. Eru því án efa
spennandi tímar fram undan þar
sem huga þarf að framtíðarþróun
atvinnutækjamarkaðarins ásamt
því að hanna húsnæði sem hentar
starfseminni þar sem hafa þarf hag
kvæmni, nýtingu, aðkomu viðskipta
manna, vinnuaðstöðu starfsmanna,
verkstæði, varahluti, söludeild og
margt fleira að leiðarljósi.
Heimasíður Volvo atvinnutækja
og samfélagsmiðlar
Heimasíður Volvo atvinnutækja
hjá Brimborg hafa verið uppfærðar
töluvert upp á síðkastið og eru þær
í dag samtals fjórar. Fyrir Volvo
vörubifreiðarnar www.volvotrucks.
is, fyrir Volvo vinnuvélar www.vol
voce.is, fyrir Volvo strætisvagna og
rútur www.volvobus.is og fyrir Volvo
Penta bátavélar www.volvopenta.is.
Jafnframt er haldið úti Facebook
síðu hjá Volvo atvinnutækjum þar
sem reynt er að koma á framfæri
fréttum og öðru efni er tengist því
sem atvinnutækjasviðið er að gera
hverju sinni og þeim vörumerkjum
sem Volvo atvinnutækjasvið hefur
með að gera.
Verkstæðin hjá
Volvo atvinnutækjum
Undanfarnar vikur hafa verið anna
samar á Volvo atvinnutækjaverk
stæðunum, en þau eru tvískipt.
Annars vegar fyrir vörubifreiðar
og hópferðabifreiðar og hins vegar
vinnuvélar og bátavélar.
Gerðar hafa verið breytingar á
verkstæðunum sem hafa mælst vel
fyrir hjá starfsmönnum og viðskipta
mönnum. Kristinn Már segir áherslu
lagða á snyrtilega umgengni og fag
mennsku í þessum störfum, en þjálf
un og endurmenntun starfsmanna
skiptir miklu máli enda öll tækni
er snýr að atvinnutækjum alltaf að
aukast. Á Volvo atvinnutækjaverk
stæðum starfa menntaðir bifvéla
virkjar, vélvirkjar og nemar sem
eru að mennta sig faginu. Að lokum
vill Kristinn minnast á það að vegna
aukinna umsvifa er þörf fyrir góða
liðsmenn í hóp fagmanna á Volvo at
vinnutækjaverkstæði.
nýtt símanúmer Volvo atvinnu-
tækja er 515 7070.
gott ár að baki hjá Volvo
atvinnutækjum | Brimborg
Brimborg fer með umboð Volvo atvinnutækja sem eru í eigu Volvo AB í Svíþjóð. Þar ber að nefna Volvo Trucks vörubifreiðar, Volvo
CE vinnuvélar, Volvo Bus hópferðabifreiðar og Volvo Penta bátavélar. Í upphafi síðasta árs bættist Renault Trucks í hóp þeirra
vörumerkja sem Brimborg þjónustar og selur, en eignarhald Renault Trucks er í höndum Volvo Trucks í Svíþjóð.
2
5
-0
1
-2
0
1
6
2
2
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
4
4
-0
0
7
8
1
8
4
3
-F
F
3
C
1
8
4
3
-F
E
0
0
1
8
4
3
-F
C
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K