Fréttablaðið - 26.01.2016, Page 48

Fréttablaðið - 26.01.2016, Page 48
Umferð hefur aukist mikið á fjallvegum á hringveginum, að því er kemur fram á vef Vega­ gerðarinnar. Hellisheiðin er langumferðarmest en þegar kemur að öðru sætinu hefur Víkurskarðið austan við Akur­ eyri slegið Holtavörðuheiðina út. Hins vegar hefur umferð aukist mest um Möðrudalsöræfi í pró­ sentum talið en þar er umferðin eigi að síður langminnst. Umferðin frá aldamótum Umferð yfir nokkrar heiðar á hring­ veginum hefur aukist mikið frá alda­ mótunum síðustu. Af þeim heiðum sem þessi samantekt nær til hefur umferðin um Möðrudalsöræfi auk­ ist mest eða um 6,5% að meðal­ tali á ári. En umferðin um Möðru­ dalsöræfi er jafnframt sú minnsta af þessum heiðum. Minnst hefur umferðin aukist um Vatnsskarð, í Skagafirði, eða um 1,2% að meðal­ tali á ári á umræddu tímabili. Lang­ umferðarmesti fjallvegur (heiði 300 m yfir sjávarmáli) landsins er Hellisheiði en það fóru að meðal­ tali um 6.803 ökutæki á sólar­ hring um heiðina árið 2015. Næst­ umferðarmesti fjallvegur lands­ ins er Víkurskarð í Eyjafirði með 1.351 ökutæki á sólarhring. Á stöplaritinu sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir meðalumferðina á síðasta ári eftir heiðum. Þróunin frá aldamótum Þróunina frá aldamótum má sjá á línuritinu. Af því má ráða að Holtavörðuheiði hafi áður verið annar umferðarmesti fjallveg­ ur landsins fram að banka­ hruni en upp úr því hefur Vík­ urskarðið haldið þeim titli og virðist ekki líklegt til að gefa hann eftir ef marka má umferð­ ina síðasta ár. (Af heimasíðu Vegagerðarinnar) Aukin umferð á fjallvegum landsins Umferð olíubíla frá Örfirisey um Granda er mikil. l Haldið bragðlaukunum vak­ andi, það gæti hjálpað til við að halda einbeitingunni. Maul­ ið epli eða appelsínu eða hafið jafnvel skorna sítrónu við hönd­ ina til að gefa bragðlaukunum spark. Því betur sem það rífur í bragðlaukana því betur hjálpar það til að halda at­ hyglinni vakandi. Varist þó að borða eitthvað á ferð sem krefst þess að opna lok eða skrúfa af tappa. Það truflar aksturinn. l Borðið hægt. Borðið bara einn og einn bita í einu og gefið ykkur tíma í að tyggja og kyngja. Því meira sem við þurfum að sinna því að borða því auðveldara reynist að halda sér vakandi. l Drekkið líka hægt. Kaffi hefur sannað sig í baráttunni við syfj­ una þar sem það inniheldur örvandi efni, koffín. Það verð­ ur reyndar til þess að við þurf­ um oftar á salernið, sem má líta á sem kost, tíð pissustopp halda manni vakandi. l Forðist sykur. Sykur getur haft slævandi áhrif nokkru eftir að hans er neytt. Þá sækir að syfja og við verðum sein að hugsa. Því hraðar sem sykurinn kemst inn í kerfið því meiri slævandi áhrif hefur hann. l Tyggjó. Með því að tyggja tyggjó má koma í veg fyrir geispa sem hjálpar til við að halda syfjunni í skefjum. Haldið áfram að tyggja og tyggja, jafn­ vel þó kjálkarnir þreytist. l Gerið eitthvað sem örvar fleiri en eitt skynfæri. Með því að bryðja ísmola eða tyggja sól­ blóma fræ er mikið að gerast í munninum, tyggja fræin, losa þau úr skelinni og aðskilja skel og fræ í munninum. Þá heldur hljóðið manni einnig við efnið. Munið eftir pappamáli við hönd­ ina til að skyrpa skeljunum í. l Lækkið hitann í bílnum og látið svalann blása í andlitið. Opnið gluggann. l Strjúkið andlitið öðru hvoru með blautklút. Það er afar frískandi að þvo andlitið til dæmis með blautklút með sítrónuilmi. l Spilið tónlist og syngið hástöfum með. Vakandi á VegUnUm Würth samsteypan samanstendur af 413 fyrirtækjum í 84 löndum með ríflega 66 þúsund starfsmenn. Würth á Íslandi Würth á Íslandi ehf var stofnað árið 1988 og hefur nú þjónustað viðskiptavini sína í 28 ár. Fyrir 2 árum bættust við í vörulínu fyrirtækisins stærri tæki fyrir verkstæði. Lyftur, hjólastillitæki, dekkjavélar og margt fleira undir merkjum WWE. einbeitti sér fyrst að þjónustu við bifreiðaverkstæði, en síðan við tré og málmiðnaðinn ásamt þjónustu við almennan iðnað. • Fáanlegar 5,5t, 7,5t og 8,2 tonna • 7.5t er með þráðlausum samskiptum milli pósta • Íslenskur texti í skjá • Dekkjastærð: 962 til 1154 mm • Mesta hæð: 1820 mm • Hraði upp óhlaðinn 1090 mm/mín • Ryk og vatnsvarinn samkvæmt IP54 • Þyngd á stólpa 430 kg WWE (Würth Workshop Equipment) er samstarfsvettvangur Würth fyrirtækja sem annast sölu og þjónustu á stærri búnaði inn á verkstæði. Würth á Íslandi hefur markað sér þá stefnu að bjóða hágæðabúnað og þjónustu í þessum efnum til að tryggja rekstraröryggi viðskiptavina sinna. Würth á Íslandi ehf Vesturhraun 5 210 Garðabæ S: 530-2000 Bíldshöfði 16 112 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 Allt í röð og reglu, hægt er að sérsníða innréttingarnar eftir þörfum hvers og eins eða fá fyrirfram tilbúnar einingar. Lausnir sem henta öllum iðnaðarmönnum. Skúur undir gólf, vinnuborð, útdraganlegt skrúfstykki, verðmætaskápar, samfellanalegar öryggiskeilur – hvað vantar þig? Hunter hjólastillitæki Hjólastillitæki fyrir vörubíla og rútur frá Hunter, þráðlaust kerfi, tekur bíla og vagna með allt að 15 metra hjólhaf. Dekkjastærð upp að 56” ( 1440 mm. ) 4 eða 6 hausar Ekki þörf á að lyfta öxlum í samhæfingu. Sefac stólpalyftur VÖrUbílAr oG VinnUVélAr Kynningarblað 26. janúar 201632 2 5 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 3 -D 4 0 8 1 8 4 3 -D 2 C C 1 8 4 3 -D 1 9 0 1 8 4 3 -D 0 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.