Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.12.1912, Blaðsíða 20

Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.12.1912, Blaðsíða 20
18 1 fullum mæli, nærri hverju bygðu bóli. Þess utan er fremur vandalítið, að steypa liúsaveggi úr steini. Steinsteypan er sýnilega að verða aðalbj'ggingarmátinn, og það er vel að svo skuli vera, steinninn er varanlegasta byggingin og ef rjett er álitið, sú kostnaðar- minsta. Steinsteypubús rneð steypugólli, stigum, loftum og þaki ætti að standa í 2000 ár án þess að neitt verulegt sje við það gjört, nerna endurnýja húðina að utan og mála það að innan. Bóndi sem bygði upp steinsteypuhús á bæ sínum á einu ári, hefur sagt að liann bafi gjört það skuldlaust, og án þess að bú sitt gengi sam- an fyrir þvi. Jón landlæknir sagði þessa smásögu í ræðu á alþingi laust fyrir 1870. Eng- lendingur kom til lians, sem hafði ferðast um landið, og ljet lítið yfir því, sem liann hafði sjeð. ))Þið segið að þið hafið bygt landið í 1000 ár, það hlýtur að vera lýgi«, sagði Englendingurinn. Hjaltalín sagði, að það væri áreiðanlega satt. »Hvað hafið þið þá verið að gjöra i 1000 ár? Hjer er hvergi nein manuaverk að sjá!« sagði Englendingurinn. Rómverjar kunnu að hyggja úr steinsteypu nokkrum öldum fyrir fæðingu Krists, og hafa liaft hana í ræsin undir Rómaborg. Síðan hefur sú kunnátta gleymst, en ræsin standa enn eflir tutlugu aldir og steinsteypan í þeim er orðin hörð eins og blágrýti. — Ef landsmenn hefðu lært að byggja úr steini 14—1500, þá væri nú steinhús á hverri meiri háttar og miðlungsjörð, og enginn úllendingur gæti þá efast um að landið væri menningar land. — Nú er það vonandi í þá áttina sem stefnir. Sljórn og þing mun hafa komið sjer niður á að byggja opinberar bj'ggingar að eins úr steini. Áður en horfið er lrá þessum nýja byggingarmáta, þá liggur nærri að benda á, að mikil nauðsyn sýnist vera á því, að sett væri á fót skrifstofa af almanna fje eða launað væri manni, vel til þess föllnum að gefa ráð öllum þeim, sem vilja byggja bæ eða hús úr steini eða steinsteypn, Ráðleggingarnar æltu ekkert að kosta. Mað- urinn ætti víst aldrei að hafa leyfi til þess að standa fyrir byggingunni sjálfur. Með því mætti fyrirbyggja að menn, sem vilja byggja úr steini gerðu sjálíum sjer óleik og skaöa. Það sem skrifstofan eða ráðunSuturinn kostaði ætli að sparast aftur hjá einstökum mönnum, ýmist beinlínis eða óbeinlinis við það, að þeir fengju lientugri eða betur bygð hús. 4. Kirkjur. Þær eru ekki nefndar í mannlalsskýrslunum 1910, fremur en önnur hús þar sem enginn átli heima í. Af kirkjubj'ggingunum má að líkindum ráða hvert hugir manna stefna. Þær hafa verið veglegustu húsin að innan að rninsta kosti, og eru bygðar til frambúðar. Skýrslurnar um kirkjurnar eru fengnar hjá skólastjóra Ögmundi Sigurðssyni, sem jeg veit kunnugastan nrann á landinu, og eru frá árinu 1912, hálfu öðru ári síðar en manntalið var tekið. Skýrslur um kirkjur og ástand þeirra eru til i biskupsskoðunum og gömlum úttektarbókum, og úr einni af þeim er hin alkunna lýsing á prestssetri á Vestfjörðum: »Hús staðarins eru nið- urnidd og gjörfallin að mestu; staðarins kúgildi kvað presturinn sig uppetið hafa; kirkja fyrirfinst engin«. — Víst er að slík lýsing á prestsselri og kirkjustað hefði hvergi náð nokkurri ált i síðustu 00 ár. í Landshagsskýrslum bókmentafjelagsins hefir Sigurður Hansen gefið út skýrslur »Um kirkjur, ástand þeirra og fjárliag árið 1853«. Skýrslur um landshagi I Bindi bls. 215—233. Þá voru hjer á landi 5 stein- kirkjur: Dómkirkjan i Reykjavík, Dómkirkjan-á Hólum, kirkjan í Vestmannaeyjum, kirkjan á Bessastöðum, og kapellan í Viðev. Þær voru aðalarfurinn sem átta hundr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Landshagsskýrslur fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landshagsskýrslur fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.