Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2012, Side 71

Húnavaka - 01.05.2012, Side 71
H Ú N A V A K A 69 að kynnast því hve brögðóttar mýs geta verið. Það þekktum við líka mætavel á Húnsstöðum. Ef mýs komust ekki í brauðið þá nöguðu þær sig gegnum mjölpokana í skemmunni og einu sinni komust þær í haframjölsskúffuna og skildu þar eftir sig óræk verksummerki. Húnsstaðabærinn gamli var á þremur hæðum; kjallarinn var niðurgrafinn, uppi voru loftin tvö undir súð en það sem var þar á milli hét ekki neitt. Aldrei hefði flögrað að okkur að kalla það jarðhæð, hvað þá fyrstu hæð. Ítök músanna voru mismikil eftir hæðum. Þær höfðu sig töluvert í frammi í kjallaranum en æ minna eftir því sem ofar dró. Þetta átti við innan veggja. Sjálfir voru veggirnir trégrind með borðviði og tjörupappa utanvert, þilvegg innanvert en þar á milli var reiðingstorf til einangrunar. Það var orðið gamalt og gisið. Þetta er sá staður veraldarinnar sem kallaður er milli þils og veggjar og þar voru ríki músanna. Við Húnsstaðafólkið áttum aldrei erindi inn úr þilinu og hversu mjög sem hugur kattarins stóð til heimsóknar þangað var honum það fyrirmunað. Það hefur alla tíð verið gæfa músakynsins að kettir komast ekki inn um músarholur. Eftir áratuga langa búsetu höfðu margar kynslóðir húsamúsa gert sér þægilegar íbúðir í torfinu og alið upp sterka húnvetnska músastofna. Það er þeim hægðarleikur því meðgangan er innan við mánuður. En framar öðru höfðu þó mýsnar lagt vegi og jarðgöng um reiðinginn. Ég svaf uppi á suðurloftinu. Þangað upp flutti ég sjö ára gamall þegar afasystir mín dó árið 1954 og þar svaf líka Jón afi minn. Suðurloftið var undir súð. Afi svaf við suðurvegginn, ég við norðurvegginn. Á milli okkar var glugginn og sneri til vesturs. Út um hann mátti að vísu sjá skýjabakka úti á Húnaflóanum en ferðamenn voru þá hættir að ríða yfir Laxána á vaðinu. Á austurveggnum var hins vegar klukka sem afi dró upp á hverju kvöldi. Það hafði hann gert á að giska sautján þúsund sinnum svo kringum lykilgatið var máluð skífan orðin litlaus af núningnum. Við fótagaflinn hans afa stóð skatthol sem hann hafði keypt á uppboði kringum aldamótin 1900. Afi kallaði svoleiðis uppboð alltaf „aksjón“ og það kom blik í augun á honum þegar hann talaði um „aksjónir“. Mig grunaði að fáar skemmtanir í heiminum mundu jafnast á við „aksjón“. Yfir höfðalaginu hans var útvarpstæki. Útvörp voru kölluð viðtæki á þessum árum en ég vissi aldrei við hvað þau voru tæki. Úr útvarpinu tók afi skeytin. Upp að útvarpinu hölluðust nokkrar bækur og ein þeirra hét Árin og eilífðin og var eftir Harald Níelsson. Þær voru ekki þarna af því afi væri einlægt að lesa í þeim heldur höfðu þær lent þarna einhvern tíma og þetta hafði orðið þeirra staður. Hvaðeina á Húnsstöðum átti sinn stað en það þurftu ekki endilega að vera mjög haldbær rök fyrir því hver sá staður var. Um nokkurra missera skeið var þarna í hillunni, hjá útvarpinu og Árunum og eilífðinni, flaska af Carlsberg-bjór með smelltum tappa. Þessa bjórflösku hafði einhver gestur gefið afa mínum en af því hann var ekkert fyrir bjórdrykkju og alls ekki að tilefnislausu þá stakk hann flöskunni þarna inn í hilluna og tíminn leið. Þó afi væri skeytingarlaus um þessa góðu gjöf var því öðruvísi háttað um mig. Ég taldi meinlaust að bretta aðeins upp á tappann svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.