Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2012, Side 72

Húnavaka - 01.05.2012, Side 72
H Ú N A V A K A 70 að ég gæti fundið bragðið. Spur var gott og Cream Soda og því ekki Carlsberg? Það var vandræðalaust að losa um tappann en bragðið reyndist eintóm vonbrigði. Hins vegar er tappa af þessu tagi alls ekki auðlokað. Ég barði hann til og hélt mig hafa komið honum í fyrra horf þegar afi kom eftir matinn og lagðist í rúmið sitt til að sofa í þrjár mínútur áður en hann færi aftur út að iðja. Það kallaði hann að fleygja sér. Þá heyrðist allt í einu upp úr þurru lágvær þytur og eins og snörlandi pískur ofan úr útvarpshillunni. Þetta stóð stutt og líktist eiginlega helst sáru andvarpi. Afa þótti þetta forvitnilegt en það hætti áður en hann fann upprunann. Þetta andvarp endurtók sig um kvöldið og af og til næstu sólarhringa meðan nokkur kolsýra var eftir í flöskunni. Afa fannst afar sérkennilegt að leki skyldi koma að flöskunni út af engu og það fannst mér líka. Stöku sinnum geri ég eitthvað sem ég fæ samviskubit yfir þó það sé orðið sorglega sjaldan. Enn þann dag í dag þekki ég komu samviskubitsins á því að þá heyri ég eins og lágværan þyt og snörlandi pískur. Hundurinn geltir, kýrin baular, fuglinn tístir en rödd samviskunnar er eins og þytur í kolsýrunni sem brýst upp með lekum ölflöskutappa. Ég fjölyrði ekki um kringlótta borðið sem stóð mitt á milli rúmanna okkar afa á suðurloftinu; læt þess einungis getið að við þetta borð rakaði afi sig á sunnudögum og við það reyndi hann að kenna mér að lesa á Nýja testamentið, Oxford-útgáfuna frá 1863. Við byrjuðum fremst þar sem segir: „Abraham gat Ísak; og Ísak gat Jakob o.s.frv.“ því að sjálfsögðu byrjaði afi á byrjuninni. Það var ekki hans art að byrja inni í miðri bók þó þar kynni að vera fjörugri atburðarás. Á sínum tíma hafði hann eflaust sjálfur verið látinn læra að lesa þennan texta og fannst það augljós og sjálfgefin aðferð. Það kom hinsvegar alveg flatt upp á okkur báða hvað hann var viðburðasnauður og þrautleiðinlegur. Við hættum þessu eftir fáein skipti, án þess að ræða það frekar, og ég fór að lesa Lestrarbók handa börnum eða Litlu gulu hænuna. Það var annars ekki háttur Jóns afa að hætta við hálfnuð verk. Á norðurveggnum ofan við rúmið mitt var dálítið lúin mynd af þremur litlum stúlkum. Þær stóðu þétt saman og áttu sitthvað sameiginlegt. Þær voru allar fallegar, allar með sítt hrokkið hár og svo smámynntar að þær hefðu varla komið upp í sig lítilli kartöflu. Allar gutu augunum fram og upp og þetta hélt ég í barnaskap mínum að væri augnaráð framsóknarmanna. Stúlkurnar voru í einlitum náttkjólum; einn var grænn, annar bleikur og sá þriðji blár. Fyrir framan þær í bringuhæð var einkennilegt dót en þar var rautt hjarta - eins og í spilum en ekki eins og í kind - og ofan á því brann rauður logi. Undan hjartanu til hægri sást í ankeri, til vinstri brúnan trékross. Þar fyrir neðan stóð Tro, Haab og Kærlighed og ég var ekki í vafa um að stúlkurnar hétu þetta og kenndi í brjóst um Kærlighed að heita svo óþjálu nafni. Fljótlega hafði ég lært nóg í lestri til að sjá að meinleg ritvilla mundi vera í orðinu Haab. Ég veit núna að þessi mynd var af kristilegu dyggðunum þremur en á bak við hana var þilið og bak við þilið var reiðingurinn inni í veggnum og í reiðingstorfinu, nokkurnveginn í eyrnahæð minni þegar ég lá út af í rúminu, var þjóðvegur númer eitt í ríki músanna á Húnsstöðum. Meðan ég var að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.