Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2012, Síða 75

Húnavaka - 01.05.2012, Síða 75
H Ú N A V A K A 73 þá kuðlast ofan í kokið þegar þeir sváfu. Einn þeirra tók öllum öðrum fram í hrotum. Hann var eins og Pavarotti í samanburði við innansveitarkór, til dæmis Vökumenn en að þeim ólöstuðum. Ég hef oft síðan á langri ævi heyrt fólk hrjóta eftirminnilega hátt. Meðal annars hef ég eytt þónokkrum nóttum í stórum svefnskálum með pílagrímum, öllum þreyttum, sumum feitum, sumum þýskum, en fari þetta saman vilja hrotur verða ákaflegar. Þessi vetrarmaður - köllum hann S - sofnaði jafnskjótt og hann lagði höfuð- ið á kodda. Þá var eins og lífið sjálft og sálin yfirgæfu hann og alls ekkert lífs- mark heyrðist frá honum lengi. Í náttmyrkrinu líktist það svo sem kortéri. Þá dró til tíðinda og maður skynjaði titring og undirgang líkt og þegar hraunkvika rennur á milli hólfa. Svo allt í einu opnaðist gátt niður í lungun einsog svarthol; kokvöðvar flöksuðust til, úfurinn dinglaði, gómfillan glamraði og tungan byltist um í krampa. Vetrarmaðurinn saug til sín súrefni svo á sá á suðurloftinu - miklu meira en þennan hálfa lítra sem vera á í hverjum andardrætti - með löngum ýlfrandi hvini. Það var einmitt þetta sem Schiller var að reyna að lýsa í Kafaranum í þýðingunni hans Steingríms: „Hún vælir og sýður, hún vellur og gnýr ...“ og svo framvegis. Ég svaf aldrei dúr allan veturinn sem S gegndi vetrarmannsstarfi. (Vöku- þolið er ættlægt, samanber að afasystir mín svaf ekkert áratugum saman og kannski ekki alla ævina.) Það var ekki bara að hávaðinn héldi fyrir mér vöku heldur var það angistarfull biðin eftir innsoginu. Ég var síhræddur við að nú hefði gómfillan endanlega losnað, úfurinn bólgnað og bæði hefðu troðist svo langt ofan í kokið að um það yrði ekki andað framar. Mér fannst ekki þægilegt að vita af köfnuðum manni á suðurloftinu. Strax og einu innsoginu lauk byrjaði dauðans löng biðin eftir því næsta. Ég hafði álíka miklar áhyggjur þennan vetur eins og venjulegt fólk hefur á heilli ævi nema það lendi í heimsstyrjöld eða verði gjaldþrota. S lifði þennan vetur samt af. Hann vaknaði raunar eldhress á hverjum morgni og verkafús, með gamanyrði á vör. Þau fundust mér ekki fyndin. Í flestu fólki er flatarmálið í lungunum innanvert svipað og í lítilli íbúð eða nálægt sjötíu og fimm fermetrum. Maður sem andar ekki nema á kortérs fresti – og ætti því fremur að leggja fyrir sig til dæmis perluköfun en vetrarmennsku – hlýtur að hafa lungu að innanmáli eins og félagsheimili. Það er mikið harmsefni að Háskóli Íslands komst ekki yfir lungun úr S, þegar hann dó nokkrum árum seinna, til þessa að varðveita við hliðina á heilanum úr Einari Ben. Á Húnsstöðum var líka hundur sem hraut. Hann hét Lubbi og þegar minningar mínar hefjast var hann orðinn eins konar eftirlaunaþegi. Sakir trúmennsku sinnar í óteljandi smalamennskum fékk hann að lifa þegar ómerkilegri hundum hefði einfaldlega verið fargað. Fyrir löngu voru aðrir hundar orðnir Húnsstaðahundarnir og hann var varla talinn með; millistig milli lífs og dauða, skepnu og manns. Hann svaf inni í miðstöðvarkompu á nóttinni og hraut oft en ekki hátt og engum til ama. Það var svo dagsverkið hans að ganga út á hlað, borða í leiðinni en sofna síðan aftur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.