Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2012, Síða 99

Húnavaka - 01.05.2012, Síða 99
H Ú N A V A K A 97 Hann sagðist eiga að líta á fiskverkunaraðstöðuna og trillurnar. Hann átti líka að leiðbeina okkur ef við þyrftum á því að halda. Já, blessaður vertu og komdu inn, sagði pabbi og hálf dró hann inn úr dyrunum á skúrnum. Ég er nú ekki búinn til verka ennþá, sagði ráðunautur og fór strax aftur út undir bert loft. Þér líkar kannski ekki lyktin af grásleppunni? spurði pabbi. Hún er nefnilega afleit. Jæja, þú kemur þá á morgun þegar þú ert búinn að hafa fataskipti og kominn í skítagallann. Við reiknum með að vera í landi upp úr hádeginu að öllu óbreyttu. Síðan skundaði ráðunautur upp í kaupfélag þar sem hann hafði fengið herbergi á meðan hann var við eftirlit og ráðleggingar á Skagaströnd. Ráðunauturinn fékk fljótlega nafnið - nautið. Hann gekk um prúðbúinn á milli trillukarlanna og var alltaf að passa sig á að fá ekki skít á fötin sín og skóna. Pabbi vonaðist til að hann gæti hjálpað okkur varðandi söltunina á hrognunum. Eiginlega verkuðum við hrognin í blindni. Maður hafði heyrt talað um svo mikið salt á móti svo miklum saltpétri í tunnuna. En hvað var rétt? Daginn eftir var austan þræsingur og trillukarlarnir tvístigu lengi áður en þeir ákváðu sig. Flestir á litlu trillunum fóru fljótlega heim aftur en við á stærri trillunum biðum átekta. Um níuleytið héldu svo allir allt í einu af stað út í hálfgert óveður. Við lónuðum lengi og velktumst um þarna innan við Árbakkaklettana. Loksins setti Skafti Jónasson í Dagsbrún á ferð til baka inn að bryggju og allir á eftir. Þegar við komum inn að bryggju var ráðunautur á bryggjunni og ennþá í sínum fínu fötum. Hann spurði hvernig hefði fiskast og óskaði okkur betri fiskilukku næst. Svo hvarf hann af bryggjunni. Við vorum með nokkur net í trillunni full af þara sem þurfti að draga upp á bryggju og hreinsa. Það var mitt verk að hreinsa og gera við netin, sem voru tekin upp á víxl og hreinsuð og bætt. Ég vildi það miklu heldur en að drattast með rauðmagakerruna um bæinn og selja þennan ljóta fisk. Pabbi fór nú oftar með kerruna sjálfur og var lengi í túrum, mikið lengur en við Almar í okkar fyrsta túr. Það leit út fyrir sem honum þætti gaman að þessari verslun. Hann hafði tekið það ráð að stilla sér upp við dyrnar á Útibúinu og nú bættust fleiri viðskiptavinir í hópinn, nefnilega bændurnir. Þeir keyptu allan rauðmagann og pöntuðu hann oft fyrirfram. Þeir urðu svo öskureiðir þegar við komumst ekki á sjó og gátum ekki útvegað rauðmaga. Okkur skildist að þá myndu allir svelta í hel hjá þeim. Þeir spurðu hvernig yrði hjá okkur ef þeir kæmu ekki með mjólkina einn daginn. En þessi viðskipti blómguðust og margir trillukarlar seldu rauðmaga víðsvegar um bæinn. Einu sinni kom Davíð á Neðri-Harrastöðum á litlum Deutz pallvagni og sagðist kaupa allan rauðmagann sem kæmi á bryggjuna. Hann ætlaði að keyra í kringum Skagann og selja rauðmaga. Svo hófst mikið þref um verð og stærð og borgun og allt sem svona viðskiptum fylgir. Augljóst var að verðið, sem við Almar fengum í okkar fyrstu söluferð, var langt yfir því sem talað var um nú. Framboðið var meira. Trillukarlarnir voru komnir með fleiri net í sjó en samtímis óx eftirspurnin eftir því sem kaupendasvæðið stækkaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.