Húnavaka - 01.05.2013, Page 11
H Ú N A V A K A 9
JÓHANNA HELGA HALLDÓRSDÓTTIR, Brandsstöðum:
Við höfum alltaf dansað saman
Viðtal við Katrínu Grímsdóttur og Sigurjón Stefánsson
Það er ekki laust við að ég finni fyrir tilhlökkun þegar ég legg af stað með vorvindunum til
að heimsækja þau heiðurshjón, Sigurjón Stefánsson og Katrínu Grímsdóttur, á Steiná í
Svartárdal en þau hafa fallist á að segja aðeins frá sér og sínu lífshlaupi fyrir lesendur
Húnavökunnar.
Svartárdalurinn er fallegur dalur, um 25 kílómetra langur og dregur nafn af Svartá sem
rennur eftir honum. Nyrst í dalnum sveigir áin til vesturs og rennur í Blöndu gegnum skarð
sem liggur milli Langadalsfjalls að norðan og Tunguhnjúks, sunnan við skarðið, en hann
er nyrst á fremur lágum hálsi sem liggur milli Svartárdals og Blöndudals. Skarðið er nú oft
talið norðurendi Svartárdals en það hét áður Ævarsskarð og er sagt kennt við Ævar gamla
Ketilsson landnámsmann. Þar er bærinn Bólstaðarhlíð, sem ýmist hefur verið talinn til
Svartárdals eða Langadals. Þjóðvegur 1 liggur um skarðið og upp á Vatnsskarð og sést vel
inn eftir dalnum af veginum.
Svartárdalurinn er austastur húnvetnsku dalanna, ásamt Laxárdal fremri, sem liggur
norður af honum. Dalurinn er fremur grunnur
en þröngur og undirlendi er lítið en það er
veðursæld hjá Svartdælingum og grösugt líka.
Syðst í dalnum er bærinn Stafn og þar er Stafns-
rétt, ein þekktasta skilarétt landsins og skammt
þar fyrir framan klofnar Svartárdalur í tvo dali.
Annar liggur til suðausturs, er nokkuð djúpur og
svo þröngur að hann kallast Stafnsgil og endar í
gljúfrum sem ná fram undir Buga. Svartá kemur
upp í Bugum og rennur um Stafnsgil og liðast um
Svartárdalinn þar til hún fellur í Blöndu. Hinn
dalurinn, Fossárdalur eða Fossadalur, sem er í
raun beint framhald af Svartárdal þótt nafnið
breytist, gengur til suðsuðvesturs inn í Eyvindar-
staðaheiði og endar í Fossadalsdrögum. Hann er
einnig djúpur og þröngur, þó ekki eins og Stafns-
gil. Á milli dal anna kallast Háutungur. Neðst í
dalnum vestan verðum er einn bær, Fossar. Bærinn
á Fossum er í 320 metra hæð yfir sjávarmáli og
Heiðurshjónin, Sigurjón Stefánsson og
Katrín Grímsdóttir.