Húnavaka - 01.05.2013, Síða 14
H Ú N A V A K A 12
skólinn væri búinn á sumardaginn fyrsta, svona um 20. apríl. Við skólabörnin
vorum flutt á hestasleða út að Fjósum og svo gengum við upp að Þverárdal.
Hægt var að safna fjölda fólks saman á einn sleða sem hestur dró og það var
til dæmis oft gert svo seinna þegar ég var farinn að fara á æfingar hjá
karlakórnum; Jósef á Torfustöðum setti Brúnka sinn fyrir sleðann og svo var
hottað á hestinn. Þessar sleðaferðir, sem voru jafnan ævintýri líkastar, jafnvel í
tunglskini, eru ógleymanlegar enda var um margt talað á sleðanum, sögur
sagðar, sungið og kveðið.
Ég fermdist í Bergsstaðakirkju og hef alla tíð búið hér á Steiná þótt ég hafi
unnið ýmis störf önnur en við búið, svona meðfram eins og maður segir.
Á mínum unglingsárum var fullt af silungi í læknum heima (Steinánni) og
Svartánni líka. Þá mátti veiða í Svartánni. Fyrir kom að mamma bað mig að
fara suður í læk og vita hvort ég gæti ekki veitt í matinn. Ég gerði það auðvitað.
Í mínum búskap hefur alltaf verið farið á heiðina fram í vötnin, einu sinni til
tvisvar á sumri, til þess að veiða silung, sem er svo reyktur, saltaður eða borð-
aður nýr. Á árum áður var líka veitt í Haugakvísl og Galtará, sem er svo
strang lega bannað í dag nema fólk kaupi veiðileyfi. Eins og kannski segir sig
sjálft þá var þetta mikil búbót.
Ég var svo að vinna hjá Búnaðarsambandinu á jarðýtu og við að steypa vot-
heysgryfjur hingað og þangað um sýsluna. Hjá Búnaðarfélagi Svínavatnshrepps
vann ég á jarðýtu í tvö sumur, þá var Pétur Pétursson, frændi minn á Höllu-
stöðum, formaður félagsins. Ég var 17 ára þegar ég fór fyrst að vinna á
jarðýtu, var ekki einu sinni með bílpróf og Kristinn Andrésson kenndi mér á
vélina. Með honum fór ég í vaktavinnu.
Bændur voru að stækka túnin og þurrka
landið í framhaldi af allri vélvæðing-
unni. Við unnum alltaf á átta tíma
vöktum, allan sólarhringinn, fórum bæ
frá bæ. Það var rosalega gaman að
kynnast fólkinu og það voru upp-
gangstímar. Rækt unin var styrkt og eins
það að byggja votheysturnana. Land-
búnað ur inn gaf bæði atvinnu og tekjur
og stjórn völd höfðu aðra sýn en nú og
skildu mikilvægi þessara starfa út um
landið. Þegar við byrjuðum okkar bú-
skap 1964 fengum við nýbýlastyrk sem
munaði heldur betur um.
Kata: Ég er fædd heima í Saurbæ í Vatnsdal 25. október 1945 og uppalin þar.
Foreldrar mínir hétu Grímur Gíslason og Sesselja Svavarsdóttir. Ég er næst elst
fjögurra systkina en Sigrún er fædd 1942, Sæunn Freydís 1948 og Gísli
Jóhannes 1950.
Ég er auðvitað yngri en Sigurjón þannig að sjálfsagt hefur verið orðin meiri
þróun þá. Í Saurbæ var blandað bú en snemma var komin dísilrafstöð og
Jonni á Farmal Cub að slóðadraga.