Húnavaka - 01.05.2013, Page 15
H Ú N A V A K A 13
mjalta vélar í fjósið. Ég var bara
krakki þegar ég mjólkaði fyrst
með mjaltavélum og mamma
hafði bæði eldavél, þvottavél og
ísskáp. Í framhaldi af dísilraf-
stöð inni kom svo rafmagnið.
Foreldrar pabba bjuggu í
Saur bæ fyrstu árin, ég man ekki
eftir ömmu en man vel eftir afa
heima að slá með orfi og ljá. Ég
færði honum oft kaffi, fékk að
læra á orfið og ljáinn og sló á
meðan hann drakk kaffið sitt.
Það vildi til að afi var lágvaxinn
og þetta gekk hjá stelpunni með
því að standa uppi á þúfu.
Við handmjólkuðum hér á
Steiná okkar fyrstu búskaparár
því mjaltavélar voru ekki teknar í notkun fyrr en um 1976. Það var mikil vinna
á fólki í mínu uppeldi og stundum þurfti að forgangsraða verkefnum þar sem
heimilið var ekki fjölmennt. Fólki var einfaldlega treyst fyrir verkunum. Það
hefur alltaf verið nauðsynlegt fyrir börn og ungmenni varðandi þroska þeirra
að þeim sé treyst og þau séu látin taka ábyrgð.
Ég man eftir því hvað það var erfitt fyrir mig þegar presturinn kom að
húsvitja og lét okkur börnin lesa sem ekki voru komin í skóla. Ég var svo
hræðilega feimin en auðvitað gekk þetta alltaf einhvern veginn.
Ég fór í skóla níu ára gömul og labbaði í skólann eða fór á hesti. Barnaskólinn
var í samkomuhúsinu Móhellu hjá Ásbrekku og ég stundaði skólann í fjóra
vetur. Á þessum tíma var miðað við að kennslan færi fram á fjórum mánuðum
yfir vetrartímann. Mér gekk vel í skóla og var hvött til að fara í framhaldsnám
en ég var svo slæm af mígreni á þessum árum, gat lítið lesið, svo ekki varð af
því. En ég fór veturinn 1962-1963 á Kvennaskólann á Blönduósi.
Ég fermdist 1959 í Undirfellskirkju. Presturinn lét okkur læra og spurði
okkur út úr, við þurftum að læra dálítið úr kristnifræðinni og mjög marga
sálma, ritningargreinar, boðorðin og trúarjátninguna eins og gengur. Það var
kannski ekki einfalt mál að fermast og ég held að það fari betur á fermingar-
fyrirkomulagi í dag því börnin mega tjá sig og ræða um trúmálin, þetta er ekki
bara stagl. Á fermingardaginn minn var húðarrigning og það er þess vegna
ekki til nein mynd af mér þegar ég fermdist en ég var í þessu fína heimasaumaða
dressi, kjól og kápu sem mamma saumaði á mig. Dagurinn var skemmtilegur
og góður, veisla haldin og ættingjar komu.
Það eru 50 ár í vor síðan ég útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi.
Ég hitti Bóthildi vinkonu mína og skólasystur á Blönduósi á dögunum en hún
átti einmitt dreng veturinn sem við vorum á skólanum. Hún brá sér frá til að
koma barninu í heiminn, kom svo aftur dálitlu seinna með drenginn með sér
Katrín er iðin við prjónaskapinn.