Húnavaka - 01.05.2013, Page 17
H Ú N A V A K A 15
okkur. Sami presturinn skírði mig og fermdi og gifti svo okkur Jonna en hann
hét Þorsteinn Gíslason og bjó í Steinnesi.
Jonni: Við höfum alltaf verið á böllum til þess að dansa. Ég mundi líka mjög
vel eftir henni, stúlkunni frá Saurbæ og var auðvitað duglegur að eltast við
hana. Við giftum okkur svo á 19 ára afmælisdaginn hennar, haustið 1964 og
þá settu þau upp hringa sama dag, Sigrún, systir Kötu og Guðmundur, hennar
maður. Ef við verðum bæði á lífi árið 2014 og ógalin, ætlum við að halda upp
á 50 ára brúðkaupsafmælið okkar. Við erum ennþá jafn ástfangin, höfum
alltaf unnið allt saman og þroskast saman og erum þar af leiðandi afskaplega
háð hvort öðru. Við lifum ekki lífinu frekar en aðrir án þess að það séu hnökrar
á því, ef fólk er ekki sammála og eitthvað bjátar á þá þarf að ræða málin og
komast að niðurstöðu.
Kata: Til þess að samband geti varað svona og verið gott, þá er alveg
nauðsynlegt að tala saman um alla hluti, sérstak lega ef ágreiningsefni eru. Það
þarf alltaf að komast að nið ur stöðu til þess að það halli ekki á aðra hvora
mann eskjuna í sambandinu og svo stönd um við við þá niðurstöðu. Við höfum
ekki alltaf verið sammála,
síður en svo.
Ég var á þessum tíma, sem
við vorum að draga okkur
saman, að vinna á Héraðs-
hælinu á Blönduósi og á
hótelinu en vorið 1964 fórum
við Jonni að búa. Þegar við
byrjuðum okkar búskap taldi
bústofninn 5 kýr og 200 ær.
Það er skrýtið að segja frá því
að í fjósinu, sem tók 14 kýr,
áttu bændur frá þremur bæjum
kýrnar og allt var handmjólkað
auðvitað. Einhvern veginn gekk þetta allt saman en fyrstu árin bjuggum við
við hliðina á foreldrum Sigurjóns og Jakobi föðurbróður hans; hver átti sínar
skepnur og réði sínu. Foreldrar Sigurjóns voru þá farin að draga saman í
búskapnum þannig að við stækkuðum við okkur smám saman en Jonni hafði
átt um 130 kindur í seli sem var uppi á hálsinum fyrir ofan Steiná. Þangað er
20-30 mínútna gangur. Foreldrar Jonna bjuggu hér líka þangað til 1997 en þá
dó Ragnheiður móðir hans.
Árið 1964 fengum við ný býlastyrk, byggðum við sunnan við gamla húsið og
fengum 1/3 af jörðinni hjá tengdaforeldrum mínum.
Við höfum alveg frá upphafi haft blandaðan búskap, þegar mest var 14 kýr
ásamt geldneytum til uppeldis og um 230 kindur og reiðhesta til þess að nota
í göngum. Það eru fáein ár síðan við hættum með kýrnar og ég sakna þeirra
ennþá. Við eigum rétt um 100 kindur núna og 4 hross.
Harpa Lind, Arnar, Berglind og Grímur.