Húnavaka - 01.05.2013, Page 41
H Ú N A V A K A 39
hógværri ákveðni hafði óskað eftir örlitlum skýringum á ensku fékk þær með
tilheyrandi afsökunum um að leiðsögumaðurinn væri alls ekki góður í því
tungumáli þar sem hans mál væru fyrst og fremst spænska og franska. En eins
og fleiri stóðst hann ekki hin blágrænu augu og hið rauða hár og hóf eftir það
allar útskýringar sínar á ensku með því að snúa sér að Vigdísi og segja
„madam“ og enda þær á setningunni „do you understand - madam?“
Eftir myndatökur, sem reyndar kostuðu eina evru á myndavél, var haldið
áfram og nú var fyrirheitni staðurinn, rústir Karþagóborgar, framundan.
Reyndar voru þær kynntar sem böð Antoníusar og eru í raun rómverskar
rústir eftir hersetu þeirra á rústum hinnar gersigruðu og eyddu Karþagóborgar.
Samkvæmt sögnum var borgin stofnuð af Elissu eða Dídó, kóngsdóttur frá
Týros, eftir að maður hennar hafði verið veginn af bróður hennar og hún flúið
til Afríku. Landnám Dídó var nefnt Kart-hadasht, sem útleggst Nýjaborg.
Grikkir kölluðu bæinn Karchedon en Rómverjar Carthago. Grikkir kölluðu
íbúana Poeni sem þýðir Föníkumaður og þaðan er komið þjóðarheitið
Púnverjar sem sögubækur nota um hina fornu íbúa. Nýjaborg óx hratt, þökk
sé Alexander mikla og fleiri óeirðamönnum sem hröktu auðuga Týrosbúa til
Afríku. Púnverjar lögðu hins vegar aukið landsvæði undir og stofnuðu stóra
búgarða þar sem m.a. var framleidd olífuolía.
Á þriðju öld fyrir Krist var Karþagó orðin að stórveldi þar sem voru stund-
uð mikil viðskipti um allt verslunarsvæði Miðjarðarhafsins og hirtir digrir sjóð-
ir af skattlöndum. Á blóma-
tíma Karþagó var hún rómuð
fyrir skínandi musteri,
almanna baðhýsi og þó mest
fyrir örugga höfn og miklar
skipakvíar. Frá höfninni lá
breið stræti upp að torginu
þar sem glæsibyggingar, súlur
og höggmyndir skörtuðu. Á
hæð í borginni var kastali þar
sem var myntslátta og feg-
ursta musteri borgarinnar
tileinkað hinum mikla guði
Eshmun - guði viðskipta.
Land megin við borgina var þrefaldur virkisgarður, 45 fet á hæð og upp fyrir
hann gnæfðu turnar og brjóstvirki.
Þar sem við stóðum á þessum fornu rústum, vopnuð stafrænum myndavél-
um, var í raun ekkert kennileiti eða rúst sem rakið var til Karþagóborgar. Það
var svo sem í anda sögunnar þar sem borginni var gjöreytt og grundvöllur
henn ar plægður eftir blóðugt stríð sem á okkar dögum hefði verið kallað
þjóðarmorð. Rómverjar lögðu glæsilegustu borg við Miðjarðarhafið í eyði árið
147 f. Kr. eftir hina þekktu áeggjan Catos hins gamla sem með áskapaðri þrá-
kelkni lauk öllum ræðum í öldungaráðinu á orðunum: „Ceterum censeo
delendam esse Carthaginem – Auk þess legg ég til að Karþagó verði í eyði
Á rústum Karþagóborgar - eða baðhúss Antoníusar.