Húnavaka - 01.05.2013, Page 46
H Ú N A V A K A 44
verjast þrálátri rigning -
unni í biðskýli við ferju -
staðinn á Napolíhöfn
fljúga ljóðlínur Davíðs í
gegnum hugann, reyndar
með rödd Hauks Mort -
ens sem flutti þetta lag og
ljóð í öllum óskalaga -
þáttum gömlu Gufunes -
bylgj unnar heima fyrir
margt löngu.
Sagan segir að þegar
skáldið Davíð dvaldi um
tíma á Caprí hafi hann á
síðasta kvöldi komið
heim á hótelið, sem hann bjó á, í góðra vina hópi og verið hreifur af Caprívíni
og glaður. Þá hafi hann tekið þjónustustúlku á hótelinu, sett á hné sér og mælt
af munni fram þessar ljóðlínur.
Um borð í ferjunni er fjöldi fólks og sætaraðir eins og í breiðþotu. Þegar við
komum út fyrir höfnina finnum við fyrir hreyfingu og hraðskreið ferjan fer að
taka reglubundnar dýfur á öldunni sem virðist vera heldur á móti. Við höfum
ekki setið lengi þegar Gógó segir að sér líði ekki vel og vill komast út undir bert
loft. Við förum afturá og horfum á hvítfyssandi kjalsogið eftir ferjuna sem er
með svokölluðu „jet drifi“ og fluggengur, örugglega einhverjar 15-20 mílur.
Það er vélardynur og þótt það sé ögn skárra en inni að vera þarna afturá í
svölu sjávarloftinu, berst afgas og hráolíulykt inn í skjólið þar sem við stöndum.
Reglulega koma aðrir farþegar afturá, einkum miðaldra karlmenn og reykja.
Gógó, sem er nú komin með öll einkenni sjóveikinnar, bölvar þeim bæði hátt
og í hljóði og skilur ekki svona lið sem lætur eftir sér að svæla þennan óþverra
yfir veikt fólk.
Eftir 40-50 mín. siglingu er slegið af og ferjan líður inn í höfnina Marina
Grande. Við blasir eyjan með ljósum sæbröttum hömrum, runnagróðri,
kaktusum, rósum og blómum á öllum syllum. Á örmjórri láglendisræmu með
víkinni við höfnina er litrík húsaþyrping, líklega mest hótel og veitingastaðir.
Tiltölulega brött hlíðin upp af höfninni er nokkuð þéttbyggð miðað við lands-
lag. Hvert sem litið er bera hús og byggingar frekar vitni um snyrtimennsku og
góða umhirðu. Röð litríkra smábáta er í fjörunni og talsvert af skemmtibátum
liggja frammi á víkinni.
Leiðsögumaðurinn hefur sett okkur fyrir að mæta strax á stað upp af
höfninni þar sem stendur „Funikula“. Þrátt fyrir að lagið „funikuli – funikula“
sé auðvitað heimsþekkt höfðum við ekki áttað okkur á því fyrr en við stóðum
fyrir framan mini lestarstöð að Funikula er fjallatoglest. Þessi fjallatoglest gekk
semsagt upp hlíðar eyjunnar og virkar þannig að þegar einn vagn fór upp kom
annar niður. Hlíðar eyjunnar eru annars svo brattar á þessu svæði að erfitt er
að koma þar við hefðbundum farartækjum og við komumst svo að því að þau
Villi skoðar útgerðina í Marina Grande.