Húnavaka - 01.05.2013, Page 61
H Ú N A V A K A 59
SVEINN TORFI ÞÓRÓLFSSON frá Skagaströnd:
Silungsveiði á Skagaheiði
árið 1956
Sumarið 1956 var ég í sveit hjá Stefáni Hólm og Björgu Pálsdóttur, konu hans,
á Höskuldsstöðum. Nokkru fyrir réttir fórum við Stebbi ríðandi frá
Höskuldsstöðum og út á Skaga. Ég var þá nýlega orðinn 11 ára. Ferðinni var
heitið að Skeggjastöðum en þar skyldi gist um nóttina. Þar bjó þá Hjalti
Árnason frá Víkum, móðurbróðir Stebba og kona hans, Anna Lilja
Magnúsdóttir. Á leiðinni úteftir var komið við á Bakka, hjá Páli bónda og
Maríu, konu hans, tengdaforeldrum Stebba en Björg var frá Bakka.
Morguninn eftir var komin þoka og kalsaveður. Ég var sendur að sækja
hest ana og leggja á þá. Síðan lögðum við Stebbi af stað upp með Hofsá og
fórum fram hjá Hofi en þar bjó Hilmar, bróðir Hjalta og svo áfram upp að
Steinnýjarstöðum. Þar bjuggu hjónin, Kristján Guðmundsson og Guðríður
Jónsdóttir, með börnum sínum sex. Þar var okkur boðið í kaffi.
Þegar kom upp að Steinnýjarstöðum fór
þokunni að létta og sá vel og langt yfir, inn að
Skagaströnd, langt út á Húnaflóa og alla leið
út á Sporðagrunn. Nokkrir bátar voru þarna
að veiðum í logninu. Við beygðum norður og
út með fjallinu í áttina að Langavatni, þangað
sem ferðinni var heitið.
Við riðum þegjandi um stund og fram hjá
eyðibýlinu Fjalli en þar bjuggu síðast hjónin,
Skafti Jónasson og Jóna Vilhjálmsdóttir. Fjall
fór í eyði 1941 þegar bærinn brann og Skafti
og Jóna fluttu inn á Skagaströnd, byggðu sér
húsið Dagsbrún úr gömlum vegavinnuskúr
sem fluttur var frá Blönduósi.
Langavatn liggur eins og í olnboga norðan
og austan fyrir Fjallsöxl og Víðilækjarfjall, um
5-6 km á lengd. Það er ágæt silungsveiði í
Langavatni. Stebbi sagði að best væri að fara fyrst að ósum Langavatnsár þar
sem hún rennur úr Langavatni og norður í Skjaldbreiðarvatn.
Við fórum og lögðum net þvert yfir ósinn úr vatninu. Síðan fórum við að
leita að tjaldstæði fyrir vegavinnutjaldið okkar góða. Við settum upp tjaldið í
Sveinn Torfi 10 ára.