Húnavaka - 01.05.2013, Page 72
H Ú N A V A K A 70
Al Toson, sem er eins til tveggja daga gamall Parmesan ostur og salti rjóma-
osturinn, Stracchina, einnig smjör og margar aðrar mjólkurafurðir. Þá eru
búin til vín, framleidd egg, kjöt og ræktað fjölbreytt grænmeti og korn. Bakarí
er í tengslum við veitingastaðinn og verslunina þar sem daglega eru bökuð
brauð og margskonar kökur.
Að lokinni skoðun á ostagerðinni var okkur boðið á veitingastaðinn hinum
megin við heimreiðina þar sem afrakstur búsins var í boði. Fyrst voru ýmsir
smáréttir, ostar, pasta, eggjaréttir, brauð o.fl. og fjölgaði réttunum eftir því sem
við lukum af diskunum. Svo fór að flestir voru orðnir verulega saddir þegar
aðalréttirnir komu og Risotto í eftirrétt var alveg til að kóróna herlegheitin.
Með þessu fengum við ágætis rauðvín
og hvítvín sem voru framleidd á býlinu.
Þegar við stóðum upp frá borðum
gátum við fengið kaffi með okkur út
fyrir og ís þeir sem það vildu.
Í versluninni , sem stendur á bak við
veitingastaðinn, er hægt að kaupa
afurð irnar. Þar fást ostar, egg, brauð,
kökur, ávextir, ávaxtasafar, grænmeti,
margar tegundir af marmelaði, hun-
ang, vín o.fl. Það sem einkennir þessar
vörur samkvæmt lýsingu þeirra eru
Veitingahúsið og verslun við ostagerðina sem
er að baki ljósmyndarans.
Á veitingahúsi býlisins þar sem við gæddum
okkur á heimagerðum réttum.
Úr versluninni. Gyða, Valur, Halldóra,
Erla, Hulda o. fl. skoða úrvalið.
Auglýsingar við inngang Villa Verdi.